Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
85. fundur 21. maí 2019 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Umræður um gjaldskrár ársins 2020.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gjöld hækki ekki umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020. Tilmælin gera ráð fyrir því að gjöld hækki ekki umfram 2,5% en minna ef verðbólga verður lægri.

2.Aðgerðir Ísafjarðarbæjar í loftslagsmálum - 2018110005

Rætt um nýja umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar, uppfærða með hliðsjón af alþjóðlegum heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Nefndin ákveður eftir umræðu um efni stefnunnar að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi sínum.

3.World Oceans Day 2019 - 2019050053

Lagt fram kynningarbréf Rheanna Drennan um alþjóðlega hafdaginn, World Oceans Day 2019, sem verður 8. júní. Í bréfinu koma m.a. upplýsingar um viðburð sem nemendur úr Háskólasetri Vestfjarða og fleiri eru að skipuleggja og beiðni um smávægilega aðstoð í formi ráðgjafar og afnota af landi.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar kærlega fyrir gott framtak og felur umhverfisfulltrúa að aðstoða aðstandendur viðburðarins.

4.Umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2010120030

Umræða um hraðatakmarkandi aðgerðir á Þingeyri.
Umhverfisfulltrúa falið að fylgja eftir áformum um aðgerðir.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?