Bæjarráð

1044. fundur 07. janúar 2019 kl. 08:05 - 08:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016

Lagður fram tölvupóstur Hildar Þórarinsdóttur, f.h. Juris, dagsettur 20. desember sl., með viðbrögðum Orkubús Vestfjarða við úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 6. desember.
Lagt fram til kynningar.

2.Brothættar byggðir - 2014090062

Lagður fram tölvupóstur Kristjáns Þ. Halldórssonar f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 28. desember sl., vegna samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Þingeyri og í nærsveitum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

3.Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd - 2019010009

Lagt fram bréf Kristínar Lindu Árnadóttur og Aðalbjargar Birnu Guttormsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 14. desember sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð 935/2011 um stjórn vatnamála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Ísafjarðarbæjar í vatnasvæðanefnd.

4.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga - 2019010010

Lagt fram bréf Bryndísar Hlöðversdóttur, formanns starfshóps um endurskoðun kosningalaga, dagsett 19. desember sl., þar sem óskað er eftir athugasemdum á fyrstu stigum vinnu starfshópsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Samráðsvettvangs Sóknaráætlunar sveitarfélaga á Vestfjörðum 2017-2018 - 2017040075

Kynntur tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 29. nóvember sl., vegna tilnefningar í samráðsvettvang Sóknaráætlunar fyrir verkefnaákvörðun fyrir árið 2019.
Bæjarráð tilnefnir Guðmund Gunnarsson í stað Gísla Halldórs Halldórssonar. Bæjarstjóra falið að tilnefna fulltrúa í stað Daggar Árnadóttur.

6.Samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir - tilnefning fulltrúa - 2014120033

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að tilnefna Guðmund Gunnarsson, bæjarstjóra og Andreu Harðardóttur, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfsnefnd fyrir friðlandið Hornstrandir.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 191 - 1812016F

Fundargerð 191. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 19. desember. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 7.2 2016090101 Frístundarúta
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 191 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

8.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 5 - 1812014F

Fundargerð 5. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 20. desember. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 510 - 1812012F

Fundargerð 510. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 19. desember. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 510 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð fyrir svæði A13 og B51 sbr. núgildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 511 - 1812019F

Fundargerð 511. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 28. desember. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 434 - 1812011F

Fundargerð 434. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 20. desember. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Aðalgata 8 Suðureyri - umsókn um breytta notkun á húsnæði. - 2018110032

Lagt fram bréf Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, dagsett 3. janúar 2019, þar sem óskað er eftir að gatnagerðargjald sem lagt er á Aðalgötu 8 Suðureyri, vegna breyttrar skráningar, verði fellt niður.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja málið fyrir að nýju á næsta fundi.

13.Veitingaleyfi Mamma Nína - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð er fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 25.10.2018 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Þorsteins J. Tómassonar f.h. Mömmu Nínu ehf., vegna umsóknar um rekstrarleyfi til veitingu veitinga í flokki III að Austurvegi 1, Ísafirði.
Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags.02.01.2019
Slökkviliðs dags.05.11.2018
Heilbrigðiseftirlits 06.11.2018
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

14.Gististaður í flokki 2, Engjavegur 9 - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Eftirfarandi erindi barst frá Sýslumanninum á Vestfjörðum þann 12.10.2018 þ.e. Beiðni um endurupptöku á umsókn Sigríðar Ásgeirsdóttur, f.h. Engjavegar ehf., um leyfi til þess að reka gististað í flokki II, að Engjavegi 9, Ísafirði.
Lagðar eru fram umsagnir byggingafulltrúa dags. 02.01.2018
Heilbrigðiseftirlit dags. 03.07.2018
Eldvarnareftirlit dags. 21.06.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur þegar verið falið að koma með tillögu að reglum varðandi gistirými á Íbúðarsvæðum í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur áherslu á að þeirri vinnu verði flýtt.

15.Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni - 2018090051

Lagt fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dagsett 12. desember, þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær sé ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem tekin verða inn í tilraunaverkefni sjóðsins í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

16.Vestfjarðavegur og Bíldudalsvegur - drög að tillögu að matsáætlun - 2017070028

Lagt fram afrit af bréfi Péturs Halldórssonar, f.h. Ungra umhverfissinna, sem sent var sveitarstjórn Reykhólahrepps 21. desember, vegna vegagerðar um Vestfjarðaveg 60.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?