Íþrótta- og tómstundanefnd

191. fundur 19. desember 2018 kl. 08:10 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Hákon Ernir Hrafnsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Frístundarúta - 2016090101

Á 1041. fundi bæjarráðs 3. desember sl., fól bæjarráð íþrótta- og tómstundanefnd að setja reglur um akstursstyrk til foreldra vegna frístundaaksturs.
Lögð fram drög að reglum um akstursstyrk vegna íþrótta- og tómstundastarfs.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál. Umsagnarfrestur er til 14. janúar.
Lagt fram til kynningar.

4.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 - 2018110060

Kynnt nöfn þeirra íþróttamanna sem tilnefndir eru til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2018 og þeim efnilegasta.
Nefndin valdi íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2018 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 30. desember 2018 kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?