Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
191. fundur 19. desember 2018 kl. 08:10 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Hákon Ernir Hrafnsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Frístundarúta - 2016090101

Á 1041. fundi bæjarráðs 3. desember sl., fól bæjarráð íþrótta- og tómstundanefnd að setja reglur um akstursstyrk til foreldra vegna frístundaaksturs.
Lögð fram drög að reglum um akstursstyrk vegna íþrótta- og tómstundastarfs.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál. Umsagnarfrestur er til 14. janúar.
Lagt fram til kynningar.

4.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 - 2018110060

Kynnt nöfn þeirra íþróttamanna sem tilnefndir eru til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2018 og þeim efnilegasta.
Nefndin valdi íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2018 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 30. desember 2018 kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?