Bæjarráð

1042. fundur 10. desember 2018 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Aron Guðmundsson varamaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður er fram tölvupóstur Boga Kristinssonar Magnussen, skipulags- og byggingafulltrúa Árneshrepps, dags. 14. nóv. sl., þar sem óskað er umsagnar áður auglýstrar tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun. Deiliskipulagstillagan var áður auglýst frá 1. september til 16. október 2017 og samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 30. janúar 2018 með breytingum sem taka mið af umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun yfirfór deiliskipulagstillöguna í ágúst 2018 og á fundi þann 30. september 2018 samþykkti hreppsnefnd lagfærða. Deiliskipulagstillagan er óbreytt frá samþykkt hreppsnefndar þann 30. september 2018. Í tillögunni felst m.a.:
Afmörkun tímabundinnar lóðar og byggingarreits fyrir starfsmannabúðir og vinnusvæði.
Afmörkun og umfang efnistökusvæða.
Vegir innan svæðisins og tenging við þjóðveg.
Lagt fram til kynningar.

2.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019

Lagt fram bréf Sigurðar Óskarssonar f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar dagsett 3. desember, þar sem óskað er eftir því að endurskoðað verði framkvæmdaleyfisgjald vegna göngustígagerðar félagsins.
Bæjarráð ákveður að fella niður framkvæmdaleyfisgjöld á Skógræktarfélag Ísafjarðar vegna stígagerðar.

3.Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 7. desember, vegna verðkönnunar á snjómokstri og annarri þjónustu við Áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Kjarnasögun ehf. á Þingeyri, Orkuver ehf. á Flateyri og Þotuna ehf. á Suðureyri um verkið "Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar og öðrum skilyrðum verðkönnunarinnar.
Fylgiskjöl:
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 8:30.

Gestir

 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

4.Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla - 2018120022

Lagt fram bréf Aðalsteins Hákonarsonar, f.h. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dagsett 27. nóvember, vegna könnunar um nöfn nýbýla og breytingar á nöfnum býla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara könnuninni.

5.Styrkbeiðni Neytendasamtakanna fyrir árið 2019 - 2017010042

Lagt fram bréf Breka Karlssonar, formanns Neytendasamtakanna, dagsett 27. nóvember, þar sem óskað er eftir styrkveitingu til samtakanna á árinu 2019.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.

6.Tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis dagsettur 7. desember, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. Umsagnarfrestur er til 11. janúar nk.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarnefndar.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 161 - 1811023F

Fundargerð 161. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 30. nóvember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 509 - 1811021F

Fundargerð 509. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 5. desember. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 509 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Brekkustig 5, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 509 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á áður auglýstum uppdrætti og greinargerð.
 • 8.5 2018110083 Stofnun lóðar - Ból 1
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 509 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 509 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.

9.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 4 - 1812002F

Fundargerð 4. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 7. desember sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?