Skipulags- og mannvirkjanefnd

509. fundur 05. desember 2018 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brekkustígur 5 - umsókn um lóð - 2018110067

Elías Guðmundsson sækir um lóð við Brekkustíg 5, Suðueyri. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 6. nóv 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson fái lóð við Brekkustig 5, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

2.Umsókn um stöðuleyfi - Smáhýsi við MI - 2018110081

Daníel Jakobsson sækir um stöðuleyfi f.h. Fossavatnsgöngunar. Um er að ræða smáhýsi sem jafnframt er verkefni húsasmíðanema við Menntaskólann á Ísafirði. Húsið verður staðsett í vetur sbr. meðfylgjandi afstöðumynd og uppdrátt frá Tækniþjónustu Vestfjarða, við verkmenntasal menntaskólans. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn og uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dagsettur nóv 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis.

3.Deiliskipulag - Sæborg, Aðalvík - 2018040002

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 504 þann 19. sept sl. voru teknar fyrir til efnislegrar meðferðar umsagnir og athugasemdir sem bárust við deiliskipulagsuppdrátt og greinargerð jarðarinnar Sæborgar í Aðalvík.

Með hliðsjón af bókun nefndar á fundi nr. 504, er lagður fram nýr uppdráttur ásamt greinargerð dagsett í október 2018 þar sem hefur verið tekið tillit til umsagna og athugasemda, sbr. efnislega meðferð athugasemda og umsagna, 504. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar.

Skipulagsmörk hafa verið færð frá landamerkjum aðliggjandi jarða, jafnframt hafa landamerki verið leiðrétt sbr. þinglýst gögn sbr. liði 3 og 4 vegna athugasemda Birnu Jóhannesdóttur.

Í greinargerð hefur jafnframt verið komið til móts við umsagnir umsagnaraðila í samræmi við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar á fundi nr. 504.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á áður auglýstum uppdrætti og greinargerð.

4.Árneshreppur - tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður fram tölvupóstur Boga Kristinssonar Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúa Árneshrepps, dagsettur 14. nóv sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna deiliskipulagstillögu fyrir Hvalárvirkjun.
Deiliskipulagstillagan var áður auglýst frá 1. september til 16. október 2017 og samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 30. janúar 2018 með breytingum sem taka mið af umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun yfirfór deiliskipulagstillöguna í ágúst 2018 og á fundi þann 30. september 2018 samþykkti hreppsnefnd lagfærða tillögu. Aðalskipulagsbreyting sama efnis tók gildi þann 10. júlí 2018.
Deiliskipulagstillagan er óbreytt frá samþykkt hreppsnefndar þann 30. september 2018. Í tillögunni felst meðal annars:
Afmörkun tímabundinnar lóðar og byggingarreits fyrir starfsmannabúðir og vinnusvæði.
Afmörkun og umfang efnistökusvæða.Vegir innan svæðisins og tenging við þjóðveg
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki efnislegar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

5.Stofnun lóðar - Ból 1 - 2018110083

Björn Birkisson og Svavar Birkisson, f.h. bænda ehf., óska eftir heimild bæjaryfirvalda til þess að stofna lóð úr landi Selakirkjubóls 1. Fylgigögn eru hnitsettur uppdráttur dags. 25.10.2018 ásamt undirritaðri umsókn um stofnun landeignar í fasteignaskrá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

6.Eyrargata 15, Suðureyri - Ósk um endurnýjun lóðaleigusamnigs - 2018120002

Gunnar F. Sverrisson, f.h. Landsbankans óskar eftir endurnýjun lóðaleigusamning vegna Eyrargötu 15, Suðureyri. Sbr. undirritaða umsókn sem barst í tölvupósti dags. 30.11.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?