Bæjarráð

1037. fundur 05. nóvember 2018 kl. 08:05 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fyrirspurn um dagvistunarrými fyrir aldraða - 2018100058

Lagt fram minnisblað Sædísar Maríu Jónatansdóttur, deildarstjóra á velferðarsviði, dagsett 30. október sl., með svörum vegna fyrirspurnar Flokks fólksins um dagvistunarrými fyrir aldraða. Fyrirspurnin var lögð fram á 1035. fundi bæjarráðs, 23. október sl., og óskaði bæjarráð eftir upplýsingum frá velferðarsviði.
Lagt fram til kynningar.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2018-2019 - 2018030013

Lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins brunabótafélags Íslands, dagsett 18. október sl. vegna ágóðahlutagreiðslu 2018. Greiddar verða kr. 2.410.000,- til Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

3.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 29. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál. Umsagnarfrestur er til 12. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

4.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2018 - 2018020038

Lögð fram fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða, frá 17. október sl., og einnig fundargerð 111. stjórnarfundar NAVE frá 17. október sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Kynnt minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem farið er yfir húsnæðismál líkamsræktarstöðvar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera þarfagreiningu fyrir líkamsræktarstöð þar sem sem flestir verði dregnir að borðinu. Stefnt verði að því að þarfagreiningu verði lokið fyrir áramót. Með þarfagreiningunni verður náð fram hversu stórt hús þarf að gera og mun hún nýtast inn í heildarskipulag Torfnessvæðisins.

Gestir

 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:17
 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:19

6.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Kynnt lokadrög að húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. nóvember 2018.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar til kynningar í bæjarstjórn.

7.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um drög að fjárhagsáætlun 2019.
Umræður fóru fram um næstu skref í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:59.
Margrét Geirsdóttir, Edda María Hagalín og Brynjar Þór Jónasson yfirgefa fundinn kl. 10:05.

Gestir

 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:34
 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:40

8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 160 - 1810029F

Fundargerð 160. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 397 - 1810024F

Fundargerð 397. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Fræðslunefnd - 397 Fulltrúar Í-listans í Fræðslunefnd fara fram á að stofnað verði mál vegna áskorunar frá foreldrum barna sem lenda á biðlista vegna dagvistunar árið 2018-2019. Áskorun var send bæjarstjóra, bæjarfulltrúum og fulltrúum fræðslunefndar ásamt sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs þriðjudaginn 30. október. Full ástæða er til þess að ræða þetta vandamál sem er að koma upp, bæði innan fræðslunefndar og bæjarstjórnar, til að finna ásættanlegar og ábyrgar lausnir áður en fjárhagsáætlun er fullfrágengin.

  Tillaga okkar í Í-listanum er að fela skóla- og tómstundasviði að koma með tillögur sem virka, og helst kostnaðargreindar, svo bæjarstjórn geti tekið ákvörðun um aðgerðir sem byggjast á faglegum og raunhæfum kostum.

  Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna að lausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.

  Málinu vísað til bæjarstjórnar.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73 - 1810015F

Fundargerð 73. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 432 - 1810016F

Fundargerð 432. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 30. október sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?