Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
397. fundur 01. nóvember 2018 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, og Laufey Eyþórsdóttir, fulltrúi kennara.

Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björg Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjórnenda, og Catherine Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir fræðslunefnd og stöðu mála. Sigurður Már Eggertsson, persónuverndarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála í innleiðingu nýrra persónuverndarlaga.

Gestir

  • Sigurður Már Eggertsson, persónuverndarfulltrúi Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:20

2.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagðir fram samstarfssamningur Tónlistafélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um rekstur Tónlistaskóla Ísafjarðar og samstarfssamningur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Lagt er til að að bætt verði inn í 6. grein samninganna að samningurinn endurnýjist sjálfkrafa árlega, nema einhverjar athugasemdir komi fram.

3.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2017-2018 - 2017090074

Frestað til næsta fundar.

4.Áætlanir og skýrslur grunnskóla skólaárið 2018-2019 - 2018100079

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Ísafirði, fyrir skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar

5.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Tjarnarbæjar á Suðureyri, fyrir skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar

6.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa, um stöðu biðlista fyrir umsóknir um leikskólavist á leikskólann Sólborg og leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði. Lögð voru fram drög af erindisbréfi starfshóps um málefni leikskóla.
Fulltrúar Í-listans í Fræðslunefnd fara fram á að stofnað verði mál vegna áskorunar frá foreldrum barna sem lenda á biðlista vegna dagvistunar árið 2018-2019. Áskorun var send bæjarstjóra, bæjarfulltrúum og fulltrúum fræðslunefndar ásamt sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs þriðjudaginn 30. október. Full ástæða er til þess að ræða þetta vandamál sem er að koma upp, bæði innan fræðslunefndar og bæjarstjórnar, til að finna ásættanlegar og ábyrgar lausnir áður en fjárhagsáætlun er fullfrágengin.

Tillaga okkar í Í-listanum er að fela skóla- og tómstundasviði að koma með tillögur sem virka, og helst kostnaðargreindar, svo bæjarstjórn geti tekið ákvörðun um aðgerðir sem byggjast á faglegum og raunhæfum kostum.

Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna að lausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?