Bæjarráð

1009. fundur 12. mars 2018 kl. 08:05 - 09:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Lagt fram bréf leikskólakennara og annars starfsfólk leikskólans Sólborgar á Ísafirði, dagsett 9. mars sl., þar sem rætt er um ýmsa þætti vegna gerðar nýs reiknilíkans fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Leikskólastjóri og kennarar komu til fundar við bæjarráð til að ræða gerð nýs reiknilíkans varðandi stöðugildi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Helga Björk, Bryndís og Ingibjörg yfirgefa fundinn kl. 8:45.

Gestir

 • Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri - mæting: 08:05
 • Bryndís Gunnarsdóttir, leikskólakennari - mæting: 08:05
 • Ingibjörg Einarsdóttir, leikskólakennari - mæting: 08:05
 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05

2.Ósk um aukið stöðugildi á leikskólanum Eyrarskjóli - 2018030050

Kynnt minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem óskað er eftir auknu stöðugildi á leikskólann Eyrarskjól.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna aukins stöðugildis leikskóla og leggja til samþykktar bæjarstjórnar.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 9:00.

3.Lýðháskólinn Flateyri - 2018020059

Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri, mætir til fundarins og gerir grein fyrir stöðunni við stofnun lýðháskólans.
Helena yfirgaf fundinn kl. 9:20.

Gestir

 • Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri - mæting: 09:00

4.Tilboð í sorphirðu hjá stofnunum Ísafjarðarbæjar 2018 - 2017120023

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 2. mars 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Gámaþjónustuna hf. um sorphirðu frá stofnunum Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Gámaþjónustuna hf.

5.Sorphirða hjá bændum - 2018020081

Kynnt minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 1. mars sl., með samantekt um sorpmál í dreifbýli.
Bæjarráð leggur til að gerður verði viðauki og samþykkir þær leiðir sem uhverfisfulltrúi leggur til í minnisblaði sínu.

6.Þingeyri, könnun og hönnun sumarið 2016 og 2017, ítalir og Yasuaki - 2016090041

Lagt fram bréf Wouters Van Hoeymissen f.h. Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, dagsett 8. mars sl., þar sem óskað er eftir leyfi bæjarstjórnar til að skilgreina tiltekið svæði fyrir innan Sjávargötu 14 sem útivistarsvæði, garð eða opið svæði.
Bæjarráð hefur mikinn áhuga á þessu verkefni, en vísar erindinu varðandi staðsetningu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

7.Ósk um breytingu á nafni Torfnesvallar. - 2018030023

Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild Vestra, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem fram kemur beiðni um breytingu á nafni Torfnesvallar.
Íþrótta- og tómstundanefnd tók erindið fyrir á 183. fundi sínum 7. mars sl., og vísaði því til bæjarráðs, þar sem ekki náðist samstaða um málið innan nefndarinnar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en kallar eftir umsögn frá knattspyrnudeild Harðar, í síðasta lagi fyrir næsta fund bæjarráðs.
Ragnar Heiðar Sigtryggsson yfirgaf fundinn kl 9:42.

Gestir

 • Ragnar Heiðar Sigtryggsson, stjórnarmaður knattspyrnudeildar Vestra - mæting: 09:32

8.Nordjobb 2017-2018 - 2017030032

Lagt fram bréf Kristínar Magnúsdóttur f.h Nordjobb á Íslandi, dagsett 2. mars sl., vegna sumarstarfa á vegum Nordjobb sumarið 2018. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær ráði tvo sumarstarfsmenn til starfa sumarið 2018.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að skoða málið.

9.Sveitasælan ehf., rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 5. mars 2018, ásamt umsókn Sigurðar Arnfjörð, f.h. Sveitasælu ehf., vegna rekstarleyfis veitingastaðar í flokki II, A.

Lögð er fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 9. mars 2018, ásamt umsögnum Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. HEV, dags. 6. mars 2018 og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 6. mars 2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

10.Thai Charern Rungruang ehf., rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 26. mars 2018 ásamt umsókn Grétars Helgasonar, f.h. Thai Charern Rungruang ehf., vegna umsóknar um rekstrarleyfi til að reka veitingastaðin Thai Tawee, um er ræða veitingastað í flokki II, E

Lögð er fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 9. mars 2018, ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. HEV, dags. 6. mars 2018 og Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 8. mars 2018.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

11.Aðalfundur 2018 - Landssamband fiskeldisstöðva - 2018030048

Lagður fram tölvupóstur Einars K. Guðfinnssonar, dagsettur 5. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar Landssambands fiskeldisstöðva, sem haldinn verður 19. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagður fram tölvupóstur Óttars Guðjónssonar f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsettur 7. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins sem haldinn verður 23. mars nk.
Formanni bæjarráðs er falið umboð til að sitja fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

13.Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. Umsagnarfrestur er til 3. apríl nk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.

14.Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál. Umsagnarfrestur er til 23. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 8. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Umsagnarfrestur er til 28. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 183 - 1803003F

Fundargerð 183. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 7. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 7 - 1802025F

Fundargerð 7. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu sem haldinn var 8. mars sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 494 - 1802012F

Fundargerð 494. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 7. mars sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 494 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Walvis ehf. fái lóð við Hafnarbakka 1, skv. núgildandi skipulagi og umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 494 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu frá Verkís dags. 19.07.2017

19.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62 - 1802022F

Fundargerð 62. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 6. mars sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?