Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
494. fundur 07. mars 2018 kl. 08:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Úlfsá - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018030010

Birkir Þór Guðmundsson sækir um framkvæmdaleyfi f.h. AB-Fasteigna ehf. vegna virkjunar Úlfsár. Sótt er um heimild bæjaryfirvalda til þess að reisa allt að 200 kW sírennslisvirkjun. Meðfylgjandi gögn eru erindisbréf dags. 26.02.2018
Ódagsett yfirlitsmynd
Hnitsettur uppdráttur frá KJ. Hönnun dags. 22.02.2018
Grunnmynd og útlit af stövarhúsi frá K.J. Hönnun dags.28.11.2017,
Samningur milli Ísafjarðarbæjar og AB Fasteigna ehf.
Erindi frestað, óskað er frekari gagna.

2.Hafnarbakki 1. Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði - 2018020057

Þorgils Þorgilsson, f.h. Walvis ehf., sækir um lóð að Hafnarbakka 2 skv. umsókn dags. 14.02.2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Walvis ehf. fái lóð við Hafnarbakka 1, skv. núgildandi skipulagi og umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Klúkuvirkjun - 2018030017

AB-Fasteignir sækja um framkvæmdaleyfi f.h. Björns og Svavars Birkissona í Botni og Birkihlið í Súgandafirði, sem jafnframt eru landeigendur að Kvíanesá og Klúkulækjum, fyrir allt að 200kW sírennslisvirkjun í Klúkulækjum og Kvíanesá. Fylgigögn er hnitsettur uppdráttur frá K.J. Hönnun ehf. ásamt greinargerð. Yfirlýsing dags. 05.03.2018
Erindi frestað, byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Umsókn um stöðuleyfi - 2018030018

Robert Schmidt sækir um stöðuleyfi f.h. Icelandic Pro Fishing, vegna uppsáturs báta fyrir veturinn 2018-2019, einnig er sótt um heimild fyrir aðstöðugám. Fylgigögn eru tölvupóstur dags. 17.01.2017
Ódagsettur uppdráttur frá tæknideild og ljósmyndir
Óskað er eftir afstöðu hafnarstjórnar.

5.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Þann 9. feb. sl. var óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna fjölnotahúss við Torfnes, staðfest af hálfu Skipulagsstofnunar og auglýsing birt í b-deild. Deiliskipulagstillaga frá Verkís dags. 19.07.2017 er lögð fyrir að nýju.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu frá Verkís dags. 19.07.2017

6.Skrúður, afsal lands til Ísafjarðarbæjar - 2018030020

Kynnt drög að afsali vegna svokallaðs Skrúðsreits.
Gögn kynnt.

7.Breytingar á mannvirkjalögum - 2018030021

Lagður fram tölvupóstur frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands Íslenskra Sveitafélaga, tölvupóstur dags. 28.02.2018 ásamt fylgiskjölum. Erindið var jafnframt vísað af bæjarráði til Skipulags- og mannvirkjanefndar, þar sem eftirfarandi var bókað.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og felur nefndinni að gera umsögn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir athugasemd við að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, hafi ekki séð ástæðu til þess að afla umsagna frá hagsmunaaðilum sem málið varða, s.s. sveitafélögum, bygginganefndum og eða byggingafulltrúum.

Nefndin lýsir jafnframt áhyggjum sínum á hugsanlegum kostnaðarauka fyrir byggingaraðila í smærri sveitafélögum úti á landi, þar sem skoðunarmaður þarf að vera til staðar vegna úttekta. Enn er óljóst hversu margir aðilar munu bjóða fram þjónustu og uppfylla kröfur um faggildingu og hvar starfsemi fagaðila muni fara fram.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitafélaga dags. 28.02.2018, þar sem lögð er áhersla á þrískipta flokkun á grundvelli stærðar og vandstigs framkvæmda.

Jafnframt er gerð athugasemd við tölulið a sem er breyting á 13. grein laganna. Í stað orðanna „Aðal- og séruppdrættir“ í 2. Tölul. 1. mgr. kemur: „aðaluppdrættir“, nefndin telur mjög hæpið að gefa út byggingaleyfi út á aðaluppdrætti.

Nefndin leggur til við Alþingi að hafna frumvarpinu.

8.Umsókn um byggingaleyfi - Sundstræti 32 - 2017070010

Ragnar Kristinn Ágústsson og Eiríkur Gísli Johannson sækja um heimild til þess að setja svalir á fjöleignahús við Sundstræti 32 þ.e. á þá hlið sem snýr að Sundstræti 30. Fylgigögn er ódagsettur uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða og samþykkt eigenda við Sundstræti 32
Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt fyrir íbúum Sundstræti 30, 35, 35a og 35 b skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga, jafnframt óskað umsagnar eldvarnareftirlits.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingins, dagsettur 26. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. Umsagnarfrestur er til 13. mars nk.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1008. fundi sínum 5. mars sl., og vísaði til nefndarinnar.
Nefndin gerir ekki athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?