Bæjarráð

1002. fundur 22. janúar 2018 kl. 08:05 - 09:51 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Heimild fyrir slökkviliðsstjóra til að ákvarða endursölu á ýmiskonar eldvarnarbúnaði út frá kaupverði - 2018010073

Þar sem Slökkvitækjaþjónusta Ísafjarðarbæjar selur ýmiskonar eldvarnarbúnað til heimila og fyrirtækja á verðlistaverði frá söluaðilum í Reykjavík, óskar slökkviliðsstjóri eftir að fá að ákvarða endursöluverð með breytilega álagningu frá 10-20% á vörum sem seldar eru hér vegna breytilegra verða frá söluaðilum auk þess að ná upp í flutningskostnað.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir beiðnina.

2.Ísafjarðarappið - umsókn um styrk - 2018010064

Lögð fram styrkbeiðni Hauks Sigurðssonar, er barst með tölvupósti 16. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 1.000.000,- fyrir „Ísafjarðarappið“, smáforrit fyrir snjallsíma með fræðslu fyrir ferðamenn um fólk, menningu og sögu Ísafjarðar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar frestar afgreiðslu beiðnarinnar og óskar eftir fundi með styrkbeiðanda.

3.Wise - opið bókhald Power BI - 2018010038

Í maí 2017 var kynnt fyrir bæjarráði lausnin opið bókhald Ísafjarðarbæjar þar sem Wise bauð Ísafjarðarbæ að nota kerfi Wise, fyrir opið bókhald út á vefinn, sér að kostnaðarlausu út árið 2017. Á 984. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að birta upplýsingarnar í kerfinu á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð samþykki að gerast áskrifandi af þjónustunni.
Bæjarráð samþykkir að gerast áskrifandi að þjónustunni.

4.Tónlistarkennsla fyrir fullorðna - styrkbeiðni - 2018010066

Lagðir fram tölvupóstar Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, f.h. Tónlistarfélags Ísafjarðar, dagsettir 12. desember sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 500.000,- vegna tónlistarkennslu fyrir fullorðna, þar sem þeim stendur ekki til boða að stunda nám í dagskóla. Þá er einnig óskað eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um endurskoðun á möguleikum fullorðinna til náms í dagskóla í Tónlistarskólanum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafnar erindinu.

5.Torfnes - nýtt deiliskipulag - 2017030092

Umræður um deiliskipulag á Torfnesi vegna knattspyrnuhúss og líkamsræktaraðstöðu.
Umræður fóru fram um uppbyggingu á Torfnesi. Fyrstu hugmyndir að byggingu líkamsræktar kynntar. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir nánari útfærslu á þeim tveimur úfærslum sem kynntar hafa verið.

Gestir

 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:22

6.Fjölplógur fyrir þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar. - 2018010070

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 19. janúar 2018, þar sem lagt er til að keyptur verði nýr fjölplógur fyrir þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna kaupanna.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9.02.

7.Leiga á Hafnarstræti 20 sem hýsir líkamsræktina Stúdíó Dan. - 2017050073

Kynnt eru drög að leigusamningi um atvinnuhúsnæðið að Hafnarstræti 20, Ísafirði, sem hýsir líkamsræktina Stúdío Dan.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir drög að leigusamningi með fyrirvara um þær breytingar er varða möguleika á framlengingu leigutímans til 1 árs til viðbótar. Bæjarráð óskar eftir að farið verði yfir ástand húsnæðisins með leigusala við afhendingu þess.

Gestir

 • Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri mætir til fundarins í síma - mæting: 09:05

8.Sala hlutabréfa í Stúdíó Dan - 2017050073

Kynntar hugmyndir bæjarstjóra að sölu hlutabréfa í Stúdíó Dan ehf.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að ræða við Þór Harðarson og Karen Gísladóttur um rekstur á Stúdíó Dan ehf.

9.Samningur vegna notkunar á höfundarréttarvörðu efni - 2011120007

Lagt fyrir bæjarráð erindi frá Fjölís, dagsett 16. nóvember sl., ásamt minnisblaði Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, um málið, dagsett 19. janúar sl.
Ítarleg könnun meðal forstöðumanna stofnana Ísafjarðarbæjar hefur leitt í ljós að Ísafjarðarbær, utan fræðslusviðs, er ekki að afrita höfundarréttarvarið efni. Sérstakir samningar eru til staðar vegna fræðslusviðs. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ákveður því að ganga ekki til samninga við Fjölís.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson yfirgefur fundinn kl. 9:29.

Gestir

 • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 09:24

10.Fyrirspurn um rekstur Byggðasafns Vestfjarða - 2018010072

Fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokks, dagsett 14. janúar sl., þar sem óskað er eftir skriflegu svari við eftirfarandi spurningum:

1. Hver var rekstrarniðurstaða Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2015?
2. Hvenær var bæjarstjóra/stjórnarformanni kunnugt um þá niðurstöðu?
3. Hvenær hélt stjórnarformaður stjórnarfund til að kynna umrædda niðurstöðu?
4. Hver var rekstrarniðurstaða Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2016?
5. Hvenær var bæjarstjóra/stjórnarformanni kunnugt um þá niðurstöðu?
6. Hvenær hélt stjórnarformaður stjórnarfund til að kynna umrædda niðurstöðu?
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi svör við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúar:

"Tap ársins 2015 hjá Byggðasafni Vestfjarða var kr. 7.328.504.

Ársreikningur 2015 var sendur bæjarstjóra í tölvupósti 16. desember 2016.

"Þann 29. mars 2017 var haldinn stjórnarfundur þar sem á dagskrá var ákvörðun um að halda ársfund fyrir árin 2015 og 2016. Var ákveðið að stefna að því að halda ársfund fyrir sumarbyrjun en af því varð þó ekki. Ekkert var bókað um ársreikningana og því ekki ljóst hvort formaður eða forstöðumaður sögðu frá niðurstöðu ársins 2015. Undir dagskrárliðnum fjármál safnsins 2017, þar sem umræðuefnið var viðbrögð við því að upphafleg áætlun 2017 var meingölluð, var þetta bókað: "Framkvæmdastjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2017, þar sem fram kemur, að safnið hefur dregið töluvert úr kostnaði með sparnaðaraðgerðum á þessu ári. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar og tekjuöflunar."

Forstöðumaður minnti svo stjórnarmenn á það í tölvupósti 17. júlí 2017 að halda þyrfti ársfund fyrir árin 2015 og 2016. Það tafðist hinsvegar fram eftir hausti vegna sumarleyfa og annarra verkefna.

Þann 18. september 2017, að loknu sumarleyfi forstöðumanns, óskaði bæjarstjóri eftir því við forstöðumann að síðasti ársreikningur yrði tekinn á dagskrá á stjórnarfundi og einnig fjárhagsáætlun 2018. Fundurinn var svo haldinn þann 18. október en þá hafði láðst að setja ársreikninginn á dagskrá og leggja hann fram, bæjarstjóri kynnti því ársreikninga 2015 og 2016 munnlega utan dagskrár og sendi stjórnarmönnum ársreikningana í tölvupósti í framhaldi af því. Stjórnarfundur var svo haldinn að nýju 2. nóvember 2017 og ársreikningarnir þá teknir fyrir með formlegum hætti.

Tap ársins 2016 hjá Byggðasafni Vestfjarða var kr. 16.829.123.

Ársreikningur 2016 var sendur bæjarstjóra í tölvupósti 2. júní 2017.

Sama svar er við spurningu 6 og spurningu 3."

11.Áskorun Reykhólahrepps vegna úrsagnar Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - 2016100073

Lagt fram bréf Ingibjargar B. Erlingsdóttur, sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsett 12. janúar sl., þar sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hvetur Ísafjarðarbæ til að draga til baka úrsögn sína úr Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar þakkar áskorunina en bendir á að vilji Ísafjarðarbæjar hefur alltaf staðið til þess að vera leiðandi aðili í málefnum fatlaðs fólks á Vestfjörðum.

12.Undanþágur verkfallsheimilda 2018 - 2018010010

Lagt fram minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dagsett 18. janúar sl., með auglýsingu um lista yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild. Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á auglýsingunni.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir framlagðan lista yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

13.Ábendingar um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum - 2018010065

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 16. janúar sl., ásamt minnisblaði með ábendingum um hvernig hægt sé að verjast spillingu í opinberum innkaupum.
Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfissjóður sjókvíaeldis - 2018010071

Kynnt er auglýsing Umhverfissjóðs sjókvíaeldis um styrk úr sjóðnum, sem er með það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2018.

http://www.umsj.is/is/frettir/umsoknarfrestur-framlengdur.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur þá aðila sem stunda rannsóknir á Vestfjörðum til að sækja um í Umhverfissjóð sjókvíaeldis um styrki úr sjóðnum.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 182 - 1801009F

Fundargerð 182. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. janúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 182 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin að fjórum samningum verði samþykkt með þeim tillögum að upphæðum sem HSV leggur til. Samningsdrögum að samningi við Hestamannafélagið Hendingu verði frestað til næsta fundar.

16.Fræðslunefnd - 387 - 1801006F

Fundargerð 387. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. janúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs mætti til fundarins til að ræða tillögur að reiknilíkani fyrir leikskólana í Ísafjarðarbæ. Bæjarráð Ísafjarðarbær leggur til við bæjarstjórn að líkanið verði samþykkt og stuðst verði áfram við barngildin eins og gert er ráð fyrir í líkaninu.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:51.
 • Fræðslunefnd - 387 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykkir framlagt reiknilíkan sem rammar inn það starf og úthlutun stöðugilda sem er nú í gildi í leikskólum. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að fjöldi barna á starfsmann verði endurskoðaður sérstaklega með yngstu börnin í huga.

Gestir

 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:42

Fundi slitið - kl. 09:51.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?