Íþrótta- og tómstundanefnd

182. fundur 17. janúar 2018 kl. 08:05 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ályktun formannafundar HSV - fleiri verkefni - 2017120021

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur frá 8. desember sl., ásamt ályktun formannafundar frá 4. desember sl., þar sem Ísafjarðarbær er hvattur til að horfa til aðildarfélaga HSV með fleiri verkefni er lúta að viðhaldi og fegrun bæjarins.

Á 998. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var tekið jákvætt í erindið og því vísað til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd og til vinnslu á skóla- og tómstundasviði og umhverfis- og eignasviði.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og hvetur starfsmenn sviðanna til að horfa til aðildarfélaga HSV ef upp koma verkefni sem geta hentað félögunum.

3.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Kynnt drög að uppbyggingasamningum við fimm íþróttafélög og minnisblað frá sviðsstjóra.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin að fjórum samningum verði samþykkt með þeim tillögum að upphæðum sem HSV leggur til. Samningsdrögum að samningi við Hestamannafélagið Hendingu verði frestað til næsta fundar.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir mætti undir þessum lið.

4.yf­ir­lýs­ing kvenna þar sem þess er kraf­ist að tekið sé föst­um tök­um á kyn­bundnu of­beldi og mis­rétti inn­an íþróttahreyfing­ar­inn­ar. - 2018010041

Umræður um yfirlýsingu 462 kvenna sem krefjast þess að tekið sé föstum tökum á kynbundnu ofbeldi og misrétti innan íþróttahreyfingarinnar.
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, upplýsti nefndarmenn um þá vinnu sem í gangi er innan hreyfingarinnar. Verið er að fara í gegnum alla verkferla og mun HSV upplýsa nefndina um gang þeirrar vinnu. Nefndin leggur áherslu á að allir þeir sem skipuleggja og sjá um starf með börnum og ungmennum, vandi sig, fari að æskulýðslögum og hafi öryggi barna og ungmenna alltaf að leiðarljósi.

Gestir

  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir - mæting: 08:40
Esther Ósk Arnórsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir

5.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010039

Kynnt nöfn þeirra íþróttamanna sem tilnefndir eru til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2017 og efnilegasta íþróttamanninum.
Nefndin valdi íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2017 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 21. janúar kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Gestir

  • Esther Ósk Arnórsdóttir - mæting: 09:00

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?