Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1001. fundur 15. janúar 2018 kl. 08:05 - 08:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058

Á 491 fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. janúar sl. var eftirfarandi erindi tekið fyrir.
Lagður er fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 21.12.2017 þar sem stofnunin óskar eftir umsögn bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar, á framleiðsluaukningu á um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði. Meðfylgjandi er rafrænt eintak af greinargerð framkvæmdaraðila dags. 23.11.2017

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi:
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Verkís, f.h. Arnarlax. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsluaukning um 4500 tonn á vegum Arnarlax hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Arnarfirði. Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar, og er í samræmi við nýtingaráætlun Arnarfjarðar.
Lagt fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dagsett 12. janúar sl., vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Vegna framkvæmda á árinu 2018 og vegna uppgjörs vegna breytinga á A deild Brúar reynist nauðsynlegt að Ísafjarðarbær sæki um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Þáttur Ísafjarðarbæjar í uppgjöri vegna breytinga á A deild Brúar er um 560 milljónir króna og framkvæmdir sem farið verður í á fyrstu 6 mánuðum ársins nema um 240 milljónum króna, þar má nefna gatnagerð, skólalóðir, hafnarframkvæmdir, íþróttamannvirki o.fl.

Bæjarstjóri leggur því til við bæjarráð að sótt verði um lán að fjárhæð kr. 800.000.000,-
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 800.000.000,-.

3.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Lagður er fram tölvupóstur Gerðar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúar Lífeyrissjóðs frá 9. janúar sl. er varðar uppgjör vegna breytinga á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulag um uppgjör við Brú, lífeyrissjóð, verði samþykkt.

4.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Kynnt eru drög að breytingum á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 409. fundi bæjarstjórnar sem handinn var 30. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn samþykkti að ungmennaráð starfaði eftir beinu lýðræði og fól bæjarstjóra að gera tillögu að breytingum á samþykktum fyrir ungmennaráð og bæjarmálasamþykktum til að svo mætti verða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar á á 3. grein samþykktar um ungmennaráð, er varðar kjörgengi þeirra er starfa í ungmennaráði, og vísi til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Samningur vegna notkunar á höfundarréttarvörðu efni - 2011120007

Lagt fram bréf Helgu Sigrúnar Harðardóttur, framkvæmdastjóra Fjölís, dagsett 16. nóvember sl., varðandi samning um afritun höfundarréttarvarins efnis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. janúar sl., ásamt skjali sem útbúið var fyrir stjórn sambandsins og felur í sér leiðbeiningar um það hvernig Sambandið telur að innleiðingaferli nýrrar persónuverndarlöggjafar geti litið út hjá sveitarfélögum.
Lagt fram til kynningar.

7.Umræðu- og upplýsingafundur um málefni barna með geð- og þroskaraskanir - 2018010035

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Þórarinsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. janúar sl., vegna umræðu- og upplýsingafundar um málefni barna með geð- og þroskaraskanir, sem haldinn verður 9. febrúar nk.
Tilgangur fundarins er að kalla saman þá aðila sem koma að málefnum barna með geð- og þrosakaraskanir. Farið verður yfir hver staða mála er í dag og hvernig mæta megi þörfum umræddra barna og fjölskyldna sem best.
Lagt fram til kynningar og vísað til velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs.

8.Fundargerðir 2018 - Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2018010033

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 8. janúar sl., ásamt fundargerð stjórnar frá 15. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 491 - 1712017F

Fundargerð 491. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. janúar sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 491 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að með breytingum á uppdrætti og með svarbréfi dags. 05.01.2018 hafi verið tekið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 491 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Verkís dags. 05.01.2018 verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið - kl. 08:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?