Skipulags- og mannvirkjanefnd

491. fundur 10. janúar 2018 kl. 08:00 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Magni Hreinn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu á fundarlið 4.

1.Laxeldi í Arnarfirði - framleiðsluaukning um 4500 tonn - 2017120058

Lagður er fram tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 21.12.2017 þar sem stofnunin óskar eftir umsögn bæjaryfirvalda Ísafjarðarbæjar, á framleiðsluaukningu á um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði. Meðfylgjandi er rafrænt eintak af greinargerð framkvæmdaraðila dags. 23.11.2017
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Verkís, f.h. Arnarlax.
Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsluaukning um 4500 tonn á vegum Arnarlax hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða nefndarinnar byggist á viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka, með tilliti til stærðar og umfangs fyrirhugaðrar framkvæmdar ásamt samlegðaráhrifum með öðrum framkvæmdum í Arnarfirði.
Að öðru leiti gerir nefndin ekki athugasemdir, þar sem aukning er innan viðmiða burðarþolsmats Hafrannsóknarstofnunar, og er í samræmi við nýtingaráætlun Arnarfjarðar.

2.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Lagður er fram uppdráttur frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. dags. 30. maí með síðari breytingu 02. jan. 2018, ásamt svarbréfi dags. 05.01.2018 við athugasemdum Skipulagsstofnunar en athugasemdir bárust frá stofnuninni í bréfi dags 18. okt. 2017.

Breytingar á áður auglýstum uppdrætti hafa verið gerðar með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunnar, þær eru eftirfarandi.
Afmörkun fyrirhugaðra bygginga innan byggingareits er bætt inn á uppdrátt.
Hámarkshæðum bygginga og gólfkóta bætt inn eftir umsögn Siglingasviðs Vegagerðar dags. 29.12.2017
Gerð er grein fyrir bílastæðum á uppdrætti og gerð grein ákvæðum aðalskipulagsins sem gilda um svæðið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að með breytingum á uppdrætti og með svarbréfi dags. 05.01.2018 hafi verið tekið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunnar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar.

3.Tunguskeiði - Óveruleg breyting á deiliskipulagi. - 2017010033

Lögð fram greinargerð og uppdráttur frá Verkís dags. 05.01.2018 vegna deiliskipulagsbreytinga iðnaðarhluta Tunguskeiðis, breytingar snúa að hækkun nýtingarhlutfalls úr 0.2 upp í 1,0 jafnframt er lóð við Tungubraut 1 skipt upp í þrjár smærri lóðir og byggingareitir stækkaðir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Verkís dags. 05.01.2018 verði auglýst skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Umsókn um óverulega breytingu á Ask 2008-2020 - 2017080052

Einar Hreinsson leggur fram drög að óverulegri breytingu að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 breytingin snýr að frístundahúsasvæði F14 og jörðinni Sæborg lnr. 206817 og hennar sé getið í skipulaginu, öll ákvæði aðalskipulagsins og landnotkun er óbreytt.
Erindi frestað.

Magni Hreinn Jónsson vék af fundi.

5.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

Gögn kynnt þ.e. skýrsla Verkís dags. 18.12.2017 Fráveita Ísafjarðarbæjar.
Gögn kynnt.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?