Bæjarráð

1000. fundur 08. janúar 2018 kl. 08:05 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 05.janúar sl, um skatttekjur og laun frá janúar til nóvember 2017. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 65,6 milljónum króna undir áætlun og eru 1.691 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 8,3 milljónum króna yfir áætlun eða 676,5 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 38,9 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 2.053 milljónum króna fyrir tímabilið.
Helga Ásgeirsdóttir mætir til fundarins og fer yfir skatttekjur og laun frá janúar til nóvember 2017.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:18.

Gestir

 • Helga Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviði - mæting: 08:08

2.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - kaup á Stúdíó Dan - 2017050073

Kynntur kaupsamningur vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á Stúdíó Dan. Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð geri tillögu til bæjarstjórnar um að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á Stúdíó Dan ehf.

3.Vetrarþjónusta á Ingjaldssandi - 2017120067

Lagt fram bréf Árna Brynjólfssonar og Guðmundar Steinars Björgmundssonar f.h. Búnaðarfélagsins Bjarma, og Elísabetar Pétursdóttur, ábúanda á Sæbóli á Ingjaldssandi, dagsett 16. desember sl. varðandi vetrarþjónustu til Ingajaldssands. Einnig er lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 3. janúar sl. með kostnaðargreiningu.
Bæjarráð krefst þess að samgönguráðuneytið tryggi lágmarkssamgöngur við lögbýlin á Ingjaldssandi og mætti þar horfa til G-snjómokstursreglu Vegagerðarinnar.

4.Eyrarskjól-Hjallastefnan - 2013120025

Kynnt gögn vegna uppgjörs við Hjallastefnuna ehf. vegna áranna 2016 og 2017 og vegna endurskoðunar samnings.
Kynnt var staða á endurskoðun samnings við Hjallastefnuna.

Gestir

 • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:45
 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45

5.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Á vinnufundi bæjarstjórnar og HSV þann 20. nóvember s.l. var ákveðið að HSV héldi þeim þremur íbúðum sem þeir hafa nú afnot af umfram samstarfssamning og skili þeim í nokkrum skrefum. Einni íbúð verði skilað 1. júní 2018, annarri 1. október 2018 og þeirri þriðju 1. júní 2019. Bæjarráð þarf að staðfesta þessa tillögu fundarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsfólki hans að útbúa tímabundna leigusamninga við HSV um þær íbúðir sem um ræðir sem HSV mun hafa afnot af.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:02.

6.Brú, lífeyrissjóður - breytingar á A-deild - 2017030095

Kynnt gögn vegna lífeyrisskuldbindinga við A-deild Brúar, lífeyrissjóðs.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að Brú skili ítarlegri útreikningum og upplýsingum um hlutdeild áður en Ísafjarðarbær samþykkir samninginn.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9:13.

7.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Kynnt bréf Árna Freys Árnasonar, hdl., f.h. Hraðfrystihússins Norðurtanga ehf., vegna leigugreiðslna fyrir Sundstræti 36.
Einnig kynnt svarbréf Eddu Andradóttur, hrl., f.h. Ísafjarðarbæjar, dagsett 5. janúar sl.
Málið kynnt fyrir bæjarráði.

8.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Trúnaðarmál um laun og lífeyrismál starfsmanns.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

9.Díoxínmengun - bótakröfur o.fl. - 2011040059

Kynntur tölvupóstur Andra Árnasonar, hrl., dagsettur 30. október 2017, vegna dómsmáls Steingríms Jónssonar, Efri Engidal, gegn Ísafjarðarbæ og ríkinu vegna meints fjártjóns vegna mengunar frá Funa á sínum tíma.
Málið kynnt bæjarráði.

10.Arctic Lindy Exchange 2018 - 2017120042

Lagt fram minnisblað frá Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni upplýsingafulltrúa um beiðni forsvarsmanns Arctic Lindy Hop danshátíðarinnar um fjöldagistingu í íþróttahúsinu við Austurveg í ágúst.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hátíðina með að lána íþróttasalinn á Austurvegi eins og áður hefur verið gert.

11.Útvarp í veggöngum - 2016090038

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Guðmundssonar, formanns Samgöngufélagsins, dagsettur 17. desember sl., ásamt bréfi varðandi búnað til útsendinga útvarps í Bolungarvíkurgöngum og hugsanlega styrkveitingu í því sambandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000,- en bendir á að Vegagerðin ætti að tryggja útsendingar útvarps í öllum lengri veggöngum.

12.Verkefnastjóri - Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Umræður um ráðningu verkefnastjóra vegna innleiðingar persónuverndarlöggjafar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðunni.

13.Framtíð Náttúrustofu Vestfjarða - 2017100066

Lagt fram bréf Sóleyjar Daggar Grétarsdóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsett 21. desember sl., ásamt viðaukasamningi um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita viðaukann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

14.Vernd og endurheimt votlendis - 2017120017

Lagt fram bréf Árna Bragasonar, landgræðslustjóra, dagsett 12. desember sl., um hlutverk sveitarfélaga í tengslum við endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

15.Brothættar byggðir - 2014090062

Kynnt er frestun á fyrsta fundi verkefnastjórnar Brothættra byggða á Þingeyri til 24. eða 25. janúar næstkomandi.
Kynnt dagsetning fundar.

16.Fyrirspurn um húsnæðisúrræði sveitarfélagsins - 2018010017

Lagt fram bréf Vilhelmínu Óskar Ólafsdóttur, f.h. Umboðsmanns Alþingis, dagsett 29. desember sl., með fyrirspurnum um úrræði sveitarfélagsins í húsnæðismálum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og starfsfólki hans að svara fyrirspurninni.

17.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

18.Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

Kynnt ódagsett drög að samningi um rannsóknar- og virkjunarleyfi í Úlfsá Dagverðardal milli AB-fasteigna ehf. og Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til að samningnum verði breytt varðandi lengd samningstíma.

19.Staða landsbyggða í Evrópu - 2018010013

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 3. janúar sl., þar sem kynnt er skýrsla um stöðu landsbyggða í Evrópu, sem sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkti á haustþingi sínu 2017. Í skýrslunni er fjallað um tækifæri og áskoranir dreifbýlla svæða í Evrópu og hvernig hægt sé að takast á við þau.
Lagt fram til kynningar.

20.Ráðstefna um norrænt samstarf í menningarmálum - 2017120068

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. desember sl., með boði á ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum, The Nordic Cultural Political Summit, sem haldin verður í Malmö 9. maí 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.

21.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Lögð fram tölvupóstsamskipti Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, og Andreu K. Jónsdóttur, formanns Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá 21. - 22. desember sl., þar sem tilkynnt er úrsögn Ísafjarðarbæjar úr Byggðasamlaginu. Erindi Ísafjarðarbæjar mun verða tekið fyrir á næsta aðalfundi Byggðasamlagsins.
Lagt fram til kynningar.

22.Gjaldskrá slökkviliðs - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt eru drög að breyttri gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2018. Breytingar hafa orðið á þremur síðustu liðum þar sem verð fyrir öryggishnappa hefur verið jafnað milli einstaklinga og Sjúkratryggingasjóðs, auk þess sem virðisaukaskattur hefur verið lagður á vöktun eldvarnarkerfis.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

23.Gjaldskrá númerslausra bíla - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt eru drög að gjaldskrá númerslausra bíla ásamt minnisblaði upplýsingafulltrúa.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

24.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúi Reykhólahrepps, óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða. Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.

Umsögn óskast eigi síðar en 5. janúar 2018

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu Vegagerðar í matsskýrslu varðandi leið Þ-H sem besta kostinn. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar. Ísafjarðarbær tekur undir niðurstöðu Vegagerðar í matsskýrslu varðandi leið Þ-H sem besta kostinn. Ísafjarðarbær gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna.

25.Umsögn um fjárlagafrumvarp 2018 - 2017110057

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 19. desember sl., ásamt umsögnum og gögnum sem send voru Alþingi vegna fjárlagafrumvarps 2018.
Lagt fram til kynningar.

26.Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 21. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál. Umsagnarfrestur er til 19. janúar 2018.

Einnig lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 22. desember sl., þar sem nefnt er að gagnlegt væri fyrir stjórn Sambandsins að fá fram afstöðu sveitarstjórna til málsins.
Lagt fram til kynningar.

27.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál. Umsagnarfrestur er til 12. janúar nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.

28.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 20. desember sl. ásamt fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 15. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

29.Fræðslunefnd - 386 - 1712020F

Lögð er fram fundargerð 386. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 4. janúar sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

30.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 - 1712014F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 490. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kubbur ehf. fái lóð við Skeiði 3 (8), skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að verði gerður nýr lóðaleigusamningur fyrir Aðalgötu 25 skv. deiliskipulagi Suðureyrarmala.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 490 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu þ.e. að breyting á deiliskipulagi í Engidal verði kynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?