Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
490. fundur 20. desember 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Sigurður Jón Hreinsson formaður
 • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
 • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
 • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
 • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019

Skógræktarfélag Ísafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Eyrarhlíð. Gert er ráð fyrir 3 metra breiðum stíg fullgerðum þ.e. með 4 metra undirbyggingu. Fylgigögn eru umsókn dags. 27.11.2017 og uppdráttur frá Verkís dags. 27.11.2017 og yfirlitsmynd frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Erindi frestað.

2.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúi Reykhólahrepps, óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða. Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.

Umsögn óskast eigi síðar en 5. janúar 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu Vegagerðar í matsskýrslu varðandi leið Þ-H sem besta kostinn. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna.

3.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 tillaga á vinnslustigi þ.e. greinargerð dags. desember 2017 ásamt nýrri deiliskipulagstillögu og greinargerð dags. desember 2017. Breytingar skipulagsins fela í sér m.a. að svæðinu við Naustahvilft er breytt í útivistarsvæði og í gegnum deiliskipulag er gerð grein fyrir aðkomu, bílastæðum og göngustíg.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að Aðalskipulagstillaga og deiliskipulagstillaga verði kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Rörás ehf. sækir um stöðuelyfi fyrir þremur gámum við Suðurtanga 2. Fylgigögn eru umsókn ódagsett, ásamt loftmynd sem sýnir legu gáma.
Um er að ræða endurnýjun á áður útgefnu leyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

5.Umsókn um lóð - Skeiði 3 - 2017120044

Sigurður Óskarssson sækir um lóð f.h. Kubbs ehf. við Skeiði 3 í botni Skutulsfjarðar, iðnaðarhluta Tunguskeiðs. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 4.12.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kubbur ehf. fái lóð við Skeiði 3 (8), skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

6.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Lögð fram tillaga dagsett 15 desember sl. frá Verkís að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, breytingin snýr að ákvæðum á Íþróttasvæði Ú11 á Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir svigrúmi til uppbyggingar s.s. fjölnota íþróttahús. Markmið breytingarinnar er að skerpa á áherslum skipulagsins um fjölbreytta aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um lóð - Aðalgata 25, Suðureyri - 2017120045

Aldís Jóna Haraldsdóttir sækir um lóð við Aðalgötu 25, Suðureyri. umsókn dags. 11.02.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að verði gerður nýr lóðaleigusamningur fyrir Aðalgötu 25 skv. deiliskipulagi Suðureyrarmala.

8.Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057

Á 488. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagt til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hinsvegar er um óverulega breytingu að ræða þ.e. stækkun lóðar því er óskað eftir því að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu þ.e. að breyting á deiliskipulagi í Engidal verði kynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 - 1711015F

Lagt fram
 • 9.1 2017100047 Umsókn um byggingarleyfi - Skrúður þjónustuhús
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi Frestað, vísað til athugasemda.
 • 9.2 2017100050 Umsókn um byggingaleyfi - Bílskúr
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Eigendum húsa og mannvirkja sem byggð voru 1925 eða fyrr er skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands. Álit Minjastofnunar skal liggja fyrir áður en byggingaleyfi er veitt til framkvæmda.
  Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 voru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð.
  Brunngata 10 er byggt 1910 og því friðað. Með vísan í ofangreint mun byggingafulltrúi óska álits Minjastofnunar áður en byggingaleyfi er gefið út.

  Niðurstaða Minjastofnunar er að svo unnt sé að leggja mat á umsókn um endurnýjun byggingaleyfis, þarf að skila inn uppfærðum uppdráttum.
 • 9.3 2017100002 Suðurgata 8 - Ósk um breytingu á gangstétt og bílastæðum
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi er samþykkt í samráði við hafnarstjóra.
 • 9.4 2017100075 Suðurgata 8 - Umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi frestað, vísað er til athugasemda.
 • 9.5 2017060062 Netto - Auglýsingaskilti umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010
 • 9.6 2017110051 Umsókn um byggingarleyfi - Djúpvegur C (Brautarholt - félagsheimili )
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 9.7 2017120016 Umsókn um byggingarleyfi / Hafnarbakki 3
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Skráð stærð þegar byggð mannvirkis við Hafnarbaka 3, Flateyri er 280 fm skv. fasteignamati, sótt er um 229,7 fm. stækkun.
  Stærð lóðar er 1173 fm. Nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarbakka 3 skv. gildandi deiliskipulagi samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 23.06.1999 er 0.3, hámarksbyggingamagn lóðar miðað við nýtingarhlutfall er 351,9 fermetrar.

  Stækkun mannvirkis samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn á lóð er 351,9 fermetrar, sótt er um stækkun þar sem heildarstærð mannvirkis yrði 509,7 fm.

  Jafnframt er skilyrðum byggingareglugerðar 112/2012 gr. 9.6.11, gr. 9.6.13, gr. 9.6.16 ekki fullnægt.

  Meðan vísan í ofangreint er umsókn hafnað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?