Skipulags- og mannvirkjanefnd

490. fundur 20. desember 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Sigurður Jón Hreinsson formaður
 • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
 • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
 • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
 • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Göngustígur í Eyrarhlíð - framkvæmdaleyfi - 2017120019

Skógræktarfélag Ísafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Eyrarhlíð. Gert er ráð fyrir 3 metra breiðum stíg fullgerðum þ.e. með 4 metra undirbyggingu. Fylgigögn eru umsókn dags. 27.11.2017 og uppdráttur frá Verkís dags. 27.11.2017 og yfirlitsmynd frá tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Erindi frestað.

2.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúi Reykhólahrepps, óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða. Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.

Umsögn óskast eigi síðar en 5. janúar 2018
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir niðurstöðu Vegagerðar í matsskýrslu varðandi leið Þ-H sem besta kostinn. Nefndin gerir ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna.

3.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 tillaga á vinnslustigi þ.e. greinargerð dags. desember 2017 ásamt nýrri deiliskipulagstillögu og greinargerð dags. desember 2017. Breytingar skipulagsins fela í sér m.a. að svæðinu við Naustahvilft er breytt í útivistarsvæði og í gegnum deiliskipulag er gerð grein fyrir aðkomu, bílastæðum og göngustíg.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að Aðalskipulagstillaga og deiliskipulagstillaga verði kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.Gámar og aðrir lausafjármunir 2017 - 2017100035

Rörás ehf. sækir um stöðuelyfi fyrir þremur gámum við Suðurtanga 2. Fylgigögn eru umsókn ódagsett, ásamt loftmynd sem sýnir legu gáma.
Um er að ræða endurnýjun á áður útgefnu leyfi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs, nefndin bendir á að stöðuleyfi sé ekki hugsað sem varanleg lausn og að fyrirtækið geti ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu. Nefndin hvetur umsækjanda til þess að leita varanlegra lausna.

5.Umsókn um lóð - Skeiði 3 - 2017120044

Sigurður Óskarssson sækir um lóð f.h. Kubbs ehf. við Skeiði 3 í botni Skutulsfjarðar, iðnaðarhluta Tunguskeiðs. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 4.12.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kubbur ehf. fái lóð við Skeiði 3 (8), skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

6.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Lögð fram tillaga dagsett 15 desember sl. frá Verkís að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, breytingin snýr að ákvæðum á Íþróttasvæði Ú11 á Ísafirði, þar sem gert er ráð fyrir svigrúmi til uppbyggingar s.s. fjölnota íþróttahús. Markmið breytingarinnar er að skerpa á áherslum skipulagsins um fjölbreytta aðstöðu til íþróttaiðkunar og útivistar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi tillögu og heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um lóð - Aðalgata 25, Suðureyri - 2017120045

Aldís Jóna Haraldsdóttir sækir um lóð við Aðalgötu 25, Suðureyri. umsókn dags. 11.02.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að verði gerður nýr lóðaleigusamningur fyrir Aðalgötu 25 skv. deiliskipulagi Suðureyrarmala.

8.Hestamannafélagið Hending - Reiðhöll stækkun lóðar - 2017100057

Á 488. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagt til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hinsvegar er um óverulega breytingu að ræða þ.e. stækkun lóðar því er óskað eftir því að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu þ.e. að breyting á deiliskipulagi í Engidal verði kynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 - 1711015F

Lagt fram
 • 9.1 2017100047 Umsókn um byggingarleyfi - Skrúður þjónustuhús
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi Frestað, vísað til athugasemda.
 • 9.2 2017100050 Umsókn um byggingaleyfi - Bílskúr
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Eigendum húsa og mannvirkja sem byggð voru 1925 eða fyrr er skylt að leita álits hjá Minjastofnun Íslands. Álit Minjastofnunar skal liggja fyrir áður en byggingaleyfi er veitt til framkvæmda.
  Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 voru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð.
  Brunngata 10 er byggt 1910 og því friðað. Með vísan í ofangreint mun byggingafulltrúi óska álits Minjastofnunar áður en byggingaleyfi er gefið út.

  Niðurstaða Minjastofnunar er að svo unnt sé að leggja mat á umsókn um endurnýjun byggingaleyfis, þarf að skila inn uppfærðum uppdráttum.
 • 9.3 2017100002 Suðurgata 8 - Ósk um breytingu á gangstétt og bílastæðum
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi er samþykkt í samráði við hafnarstjóra.
 • 9.4 2017100075 Suðurgata 8 - Umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Erindi frestað, vísað er til athugasemda.
 • 9.5 2017060062 Netto - Auglýsingaskilti umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010
 • 9.6 2017110051 Umsókn um byggingarleyfi - Djúpvegur C (Brautarholt - félagsheimili )
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 9.7 2017120016 Umsókn um byggingarleyfi / Hafnarbakki 3
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 24 Skráð stærð þegar byggð mannvirkis við Hafnarbaka 3, Flateyri er 280 fm skv. fasteignamati, sótt er um 229,7 fm. stækkun.
  Stærð lóðar er 1173 fm. Nýtingarhlutfall lóðarinnar að Hafnarbakka 3 skv. gildandi deiliskipulagi samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 23.06.1999 er 0.3, hámarksbyggingamagn lóðar miðað við nýtingarhlutfall er 351,9 fermetrar.

  Stækkun mannvirkis samræmist ekki skilmálum gildandi deiliskipulags. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn á lóð er 351,9 fermetrar, sótt er um stækkun þar sem heildarstærð mannvirkis yrði 509,7 fm.

  Jafnframt er skilyrðum byggingareglugerðar 112/2012 gr. 9.6.11, gr. 9.6.13, gr. 9.6.16 ekki fullnægt.

  Meðan vísan í ofangreint er umsókn hafnað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?