Bæjarráð

989. fundur 02. október 2017 kl. 08:05 - 09:56 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt verða fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2018. Sviðsstjórar og fjármálastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar kynningu sviðsstjóra og fjármálstjóra á fyrstu drögum fjárhagsáætlunar 2018.
Edda María Hagalín, Margrét Geirsdóttir og Margrét Halldórsdóttir yfirgefa fundinn kl. 9:15.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs - mæting: 08:05
 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:05
 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Reykjanes - 2017090072

Gísli H. Halldórsson og Brynjar Þór Jónasson ræða málefni Reykjaness.
Rætt var um málefni Reykjaness.

3.Ósk um aukningu á stöðugildum við TÍ - 2017090066

Lagt er fram bréf Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 19. september sl., með rökstuðningi vegna aukningar á stöðugildum við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

4.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir júlí til ágúst 2017 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 25. september 2017, vegna snjóflóðavarna á Ísafirði, uppsettningu stoðvirkja í Kubba.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna ástæður þess að verkefnið virðist vera komið langt á eftir áætlun. Bæjarráð leggur áherslu á að verkefnið klárist eins hratt og auðið er vegna þess rasks sem verkefnið felur í sér. Óskað er eftir teikningum á endanlegum staðsetningum stoðvirkja.

5.Íþróttahúsið Torfnesi, gólfefnaskipti. - 2017070016

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar dagsett 26. september 2017 þar sem lagt er til að gerður verði viðauki við fjárfestingaáætlun og samið við Sport-tæki ehf. um lagningu nýs gólfefnis á Íþróttahúsið Torfnesi.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Sport-tæki ehf. um verkið að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

6.Ofanflóðavarnir, aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2. - 2017020148

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir júlí til ágúst 2017 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 26. september 2017, vegna verkefnisins "Aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2".
Lagt fram til kynningar.

7.Vatnssala frá Ísafirði - 2007080062

Lagður fram tölvupóstur Birgis Viðars Halldórssonar, dagsettur 22. september sl., þar sem tilkynnt er að Kaldalind ehf. hafi ákveðið að hætta markaðssetningu vatns frá Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Framkvæmdasjóður Skrúðs - 2017090084

Lagður fram tölvupóstur frá Þóri Guðmundssyni, gjaldkera Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dagsettur 21. september 2017, þar sem farið er fram á að áfallinn kostnaður vegna þjónustuhúss við Skrúð verði greiddur af Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.Uppsögn samstarfssamnings um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri - 2017090089

Lagt fram bréf félags eldri borgara í Önundarfirði, dagsett 18. september sl., þar sem samstarfssamningi um rekstur Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri frá árinu 2008, er sagt upp.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja um framtíð húsnæðismála á Flateyri.

10.Tímabundin ráðning aðstoðarmanns á tæknideild - 2017090090

Kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 28. september 2017, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar til að ráða tímabundið aðstoðarmann á tæknideild Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:43.

11.Tölvumál Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017020127

Lögð eru fram drög að viðauka vegna tölvuráðgjafar í sambandi við rekstur tölvukerfa Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við viðaukann og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

12.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar

- 2017090023

Tekin er fyrir umsögn frá 484. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. september sl.
Umsögnin fer fyrir bæjarstjórn.

13.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir - 2017090091

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 28. september sl., þar sem minnt er á að umsóknarfrestur um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er til 25. október nk.
Bæjarráð felur starfsmönnum Ísafjarðarbæjar að gera tillögu að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir næsta fund bæjarráðs.

14.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, fundarboð - 2017090092

Lagður fram tölvupóstur Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 29. september sl., þar sem boðað er til ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, föstudaginn 6. október nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að mæta til fundar fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

15.Melrakkasetur Íslands, ársreikningur 2016 - 2017090027

Lögð fram skýrsla Melrakkaseturs Íslands ehf., fyrir starfsárið 2016, ásamt ársreikningi fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

16.Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð stjórnar - 2017020094

Lögð fram fundargerð 104. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 18. september sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54 - 1709014F

Lögð er fram til kynningar 54. fundargerð umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. september sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 - 1709020F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 484. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. september sl., kl.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjargerir ekki efnislegar athugasemdir við framkomnar breytingartillögur við aðalskipulag Árneshrepps og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun. Nefndin bendir þó á að betur megi skilgreina vinnusvæði á skilgreindum byggingarreit vinnubúða.
  Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin nær til er í yfir 10 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkum Ísafjarðarbæjar og Árneshrepps. Þá er það svæði sem mun og kann að verða fyrir áhrifum af framkvæmdunum í um 13 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkunum. Það er því mat nefndarinnar að fyrirhugaðar framkvæmdir munu ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ.
  Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. Með virkjuninni skapast forsenda fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum, án notkunar jarðefnaeldsneytis. Ótiltæki á Vestfjörðum er í dag með því hæsta sem gerist á landinu og er landshlutanum samfélagslega dýrt, en það er metið á nokkur hundruð milljónir árlega.
  Með virkjun Hvalár og hringtengingu verður því komin upp ný staða í raforkumálum á Vestfjörðum, með áður óþekktu raforkuöryggi og reiðuafli sem gefur færi á fjölbreyttum iðnaði sem krefst orku í litlu og meðalstóru magni.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 484 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristján Ólafsson fái umrædd tún til afnota næstu fimm árin.

Fundi slitið - kl. 09:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?