Skipulags- og mannvirkjanefnd

484. fundur 27. september 2017 kl. 08:00 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Sigurður Jón Hreinsson formaður
 • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
 • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
 • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
 • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
 • Hildur Elísabet Pétursdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
 • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður fram tölvupóstur Boga Kristinssonar Magnusen, skipulags og byggingarfulltrúa Árneshrepps, dagsettur 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjargerir ekki efnislegar athugasemdir við framkomnar breytingartillögur við aðalskipulag Árneshrepps og tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun. Nefndin bendir þó á að betur megi skilgreina vinnusvæði á skilgreindum byggingarreit vinnubúða.
Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin nær til er í yfir 10 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkum Ísafjarðarbæjar og Árneshrepps. Þá er það svæði sem mun og kann að verða fyrir áhrifum af framkvæmdunum í um 13 km fjarlægð frá sveitarfélagamörkunum. Það er því mat nefndarinnar að fyrirhugaðar framkvæmdir munu ekki á nokkurn hátt hafa neikvæð áhrif á eigendur jarða eða fasteigna í Ísafjarðarbæ.
Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. Með virkjuninni skapast forsenda fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum, án notkunar jarðefnaeldsneytis. Ótiltæki á Vestfjörðum er í dag með því hæsta sem gerist á landinu og er landshlutanum samfélagslega dýrt, en það er metið á nokkur hundruð milljónir árlega.
Með virkjun Hvalár og hringtengingu verður því komin upp ný staða í raforkumálum á Vestfjörðum, með áður óþekktu raforkuöryggi og reiðuafli sem gefur færi á fjölbreyttum iðnaði sem krefst orku í litlu og meðalstóru magni.

2.Umsókn um að nýta tún í Engidal - 2012070001

Kristján Ólafsson óskar eftir því við bæjaryfirvöld að samningur um nýtingu túna í Engidal verði endurnýjaður. Síðasti samningur var gerður til fimm ára árið 2012 og er gildistími nýliðinn.
Erindið var áður afgreitt á fundi umhverfisnefndar nr. 377 og á bæjarráðsfundi 16. júlí 2012
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristján Ólafsson fái umrædd tún til afnota næstu fimm árin.

3.Fyrirspurn um byggingaleyfi - Kaldeyri, Önundarfjörður - 2017090076

Hugrún Þorsteinsdóttir leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi f.h. Friðfinns Hjartar Hinrikssonar, um sumarhús að Kaldeyri, Önunadarfirði, landnr. 141047 eftirfarandi gögn eru lögð fram með fyrirspurn.
Erindisbréf dags. 21.09.2017, afstöðumynd frá Hugsjón ehf. og útfyllt fyrirspurnarblað tæknideildar, dags. 21.09.2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, en óskar eftir frekari gögnum.

4.Sindragata 7 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - 2017080053

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa dags. 11. september 2017
Lagt fram til kynningar.

5.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 - 1709018F

Lögð fram fundargerð 23. afgreiðslufundar byggingafulltrúa.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingafulltrúa nr. 23
 • 5.1 2017090052 Umsókn um byggingarleyfi-Sindragata 7
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 5.2 2017050079 Mánagata 2 - Umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 Byggingaráform samþykkt, samræmist lögum um mannvirki 160/2010
 • 5.3 2017010002 Fráveituútrás frá Seljalandshverfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 Framkvæmdin telst ekki falla undir ákvæði framkvæmda háðum framkvæmdaleyfi, með vísan í 5. gr. reglugerðar, 772/2012

  Framkvæmdir sem teljast óverulegar eru ekki háðar framkvæmdaleyfi en geta þó verið skipulagsskyldar. Með óverulegri framkvæmd er átt við framkvæmd sem hefur óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess. Framkvæmdir sem teljast óverulegar eru til dæmis: trjárækt á frístundahúsalóðum innan frístundabyggðar, óveruleg tilfærsla á veitu­mannvirkjum og óveruleg frávik á framkvæmdum sem þegar hafa fengið útgefið fram­kvæmda­leyfi og falla ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

  Umsækjanda um framkvæmdaleyfi og viðkomandi sveitarfélagi er heimilt að skjóta máli til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála leiki vafi á því hvort framkvæmdir eru framkvæmdaleyfisskyldar.
 • 5.4 2017090034 Umsókn um Byggingaleyfi - Silfurgata 2
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 5.5 2017060062 Netto - Auglýsingaskilti umsókn um byggingaleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 23 Með vísan í gr. 2.5.1 byggingareglugerðar 112/2012 ber umsækjanda að skila inn uppdráttum sem sýna fyrirhugaða útlitsbreytingu hússins, fyrirkomulag og öryggi skiltana. Jafnframt ber að skila inn samþykkt húsfélags fyrir framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?