Bæjarráð

984. fundur 28. ágúst 2017 kl. 08:05 - 09:41 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fiskeldi - uppbygging og áskoranir - 2017060040

Fulltrúar eldisfyrirtækisins Háafells ehf. mæta á fundinn að ósk bæjarráðs til að fara yfir stöðu mála vegna laxeldis í Ísafjarðardjúpi.
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. (HG) mæta til fundarins og ræða stöðu mála vegna laxeldis í Ísafjarðardjúpi í ljósi tillagna starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem birtar voru 23. ágúst 2017.
Gestirnir yfirgefa fundinn kl. 9:00.

Gestir

  • Einar Valur Kristjánsson - mæting: 08:05
  • Kristján G. Jóakimsson - mæting: 08:05

2.Fiskeldi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - 2017080007

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. stjórnar Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dagsettur 23. ágúst sl., þar sem boðað er til aukaaðalfundar samtakanna 7. september nk. Á fundinum verða teknar fyrir tillögur að breytingum á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verðí útvíkkað svo laxeldissveitarfélög geti gengið formlega í samtökin.

Einnig er boðað til sjávarútvegsfundar, sem haldinn verður 7. september nk. Þar verður m.a. fjallað um skiptingu veiðigjalda til sveitarfélaga, byggðarkvóta og áhættumat Hafrannsóknarstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

3.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur Soffíu Karenar Magnúsdóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 14. júlí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðabæjar í samræmi við 7. gr. laga um fiskeldi, nr. 71/2008, vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um aukna framleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Erindið var tekið fyrir á 481. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 23. ágúst sl.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun skipulags- og mannvirkjanefndar:
"Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 2000 tonnum í 4000 tonn á ári.

Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfisktofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.

Er það því mat skipulags og mannvirkjanefndar að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára, ábyrg og varfærin, þar sem stækkunin er enn talsvert undir útreiknuðu burðarþoli fjarðarins og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki.
Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið.
Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað, en í því tilfelli sem um ræðir skal þó á það bent að önnur nýting strandsvæðis á þeim reitum sem ætlaðir eru til eldis, er í dag lítið sem ekkert. Líklegt má því telja að skipulagning á nýtingu fjarðarins verði vel framkvæmanleg í samvinnu við umsækjanda og aðra mögulega hagsmunaaðila."

4.Brothættar byggðir - 2014090062

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Þorgrímsdóttir, f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 22. ágúst sl., þar sem tilkynnt er að stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt að Þingeyri verði þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir.
Bæjarráð fagnar ákvörðun um að Þingeyri verði þátttakandi verkefnisins Brothættar byggðir og leggur áherslu á að Flateyri verði jafnframt þátttakandi.

5.Skráning fasteigna og fasteignamat 2017-2018 - Tilkynningar - 2016060056

Lagt fram bréf Margrétar Hauksdóttir, forstjóra Þjóðskrár Íslands, dagsett 12. júlí sl., þar sem kynntar eru niðurstöður árlegs endurmats fasteigna.
Lagt fram til kynningar.

6.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037

Lagður fram tölvupóstur Tómasar Jóhannessonar, f.h. Veðurstofu Íslands, dagsettur 21. ágúst sl., ásamt minnisblaði, er varðar Hádegisstein í Bakkahyrnu, ofan Hnífsdals. Í vettvangsferð starfsmanna Veðurstofu 19. ágúst sl., mátti sjá vísbendingar um að steinninn sé að skríða niður á við og þykir það tilefni til aðgerða til að draga úr hættu af völdum hugsanlegs hruns steinsins niður hlíðina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna málið fyrir Hverfisráði Hnífsdals.

7.Ofanflóðavarnir, aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2. - 2017020148

Kynnt er minnisblað Halldóru Vífilsdóttur, forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 21. ágúst sl., og barst með tölvupósti. Í minnisblaðinu er tillaga um afgreiðslu verkkaupa á kröfum verktakans, Kubbs ehf., vegna framkvæmda við bráðabirgðaveg ofan Hjallavegar.
Bæjarráð samþykkir fyrirlagða tillögu.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:20.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:18

8.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Á 481. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 23. ágúst sl. lagði nefndin til við bæjarstjórn að tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana verði samþykkt, ásamt tillögu að deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

9.Haustþing Kennarasambands Vestfjarða - styrkbeiðni - 2017080042

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Rakelar Brynjólfsdóttur, formanns Kennarasambands Vestfjarða, dagsettur 23. ágúst sl., þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær styrki kennara til þátttöku á haustþingi sambandsins, sem haldið verður á Reykhólum 8. september nk., með því að taka þátt í kostnaði við rútuferð á þingið.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn styrk, enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar.

10.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagður fram tölvupóstur Isabel Alejöndru Diaz, f.h. verkefnisins Tungumálatöfra, dagsettur 21. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til að fara með kynningu á verkefninu á ráðstefnuna Menningarlandið 2017 - ráðstefnu um barnamenningu, sem haldin verður á Dalvík 13. - 14. september nk.
Bæjarráð samþykkir umbeðinn styrk, enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar.

11.Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa - 2017080055

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 21. ágúst sl., þar sem kynnt er málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa, sem haldið verður 5. september nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. ágúst sl., um rekstrarstöðu í júní 2017. Þar má sjá að að í lok júní er rekstrarhalli Ísafjarðarbæjar 4.395 þúsund króna en áætlun gerði ráð fyrir afgangi upp á 82.630 þúsund krónur og er því afkoman óhagstæð sem nemur 87 milljónum króna.
Edda María mætir til fundarins og gerir grein fyrir rekstrarstöðu í júní 2017 og ástæðum rekstrarhalla, sem má að mestu leyti rekja til lægra útsvars en gert var ráð fyrir í áætlunum fyrri hluta árs 2017.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:40.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:23

13.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt eru fyrstu drög að ramma fyrir fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2018.
Bæjarstjóri kynnti fyrstu drög og óskaði eftir athugasemdum.

14.Hvert fara peningarnir? - Opið bókhald - 2017050031

Kynnt er minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. ágúst 2017 sl., varðandi opið kerfi wise sem heldur utan um og birtir fjárhagsupplýsingar sveitarfélagsins á vef og kallast "hvert fara peningarnir"og er vefsíðan nú klár til birtingar.
Bæjarráð samþykkir að birta upplýsingarnar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

15.Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - fundargerðir 2017 - 2017080041

Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem haldnir voru 10. apríl og 14. júní sl.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

16.Fjallskilanefnd - 10 - 1708002F

Lögð er fram fundargerð 10. fundar fjallaskilanefndar sem haldinn var 18. ágúst sl., fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 51 - 1707006F

Lögð er fram fundargerð 51. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 22. ágúst sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 481 - 1708006F

Lögð er fram fundargerð 481. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn va 23. ágúst sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:41.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?