Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
481. fundur 23. ágúst 2017 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur Soffíu Karenar Magnúsdóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 14. júlí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðabæjar í samræmi við 7. gr. laga um fiskeldi, nr. 71/2008, vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um aukna framleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði.
Erindið var tekið fyrir á 983. fundi bæjarráðs, 14. ágúst sl., þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd var falið að veita umbeðna umsögn um fiskeldi vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði.
Skipulags og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 2000 tonnum í 4000 tonn á ári.

Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfisktofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.

Er það því mat skipulags og mannvirkjanefndar að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára, ábyrg og varfærin, þar sem stækkunin er enn talsvert undir útreiknuðu burðarþoli fjarðarins og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki.
Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið.
Í fjölda ára hefur skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað, en í því tilfelli sem um ræðir skal þó á það bent að önnur nýting strandsvæðis á þeim reitum sem ætlaðir eru til eldis, er í dag lítið sem ekkert. Líklegt má því telja að skipulagning á nýtingu fjarðarins verði vel framkvæmanleg í samvinnu við umsækjanda og aðra mögulega hagsmunaaðila.

2.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega Aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Bæjarstjórn heimilaði á fundi sínum nr. 398 þann 05.05.2017 að tillaga að aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010, tillagan var auglýst frá og með 16. júní 2017 til og með 1. ágúst 2017. Auglýst var á eftirfarandi miðlum, þ.e. vefur Ísafjarðarbæjar, Lögbirtingarblaðið og Fréttablaðið, ekki voru gerðar athugasemdir við tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Samhliða voru unnar tillögur að deiliskipulagsbreytingum við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana tillögur að deiliskipulagsbreytingum voru auglýstar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýst var á eftirfarandi miðlum: vefur Ísafjarðarbæjar, Fréttablaðið og Lögbirtingarblaðið. Gefinn var tími til athugasemda í sex vikur þ.e. frá og með 29.06.2017 til og með 10.08.2017. Ekki bárust neinar athugasemdir við deiliskipulagstillögur.
Samhliða breytingum á deiliskipulagi fyrir Mjólkárvirkjun, var auglýst breyting á deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Tími til athugasemda var gefinn frá og með 29.06.2017 til og með 10.08.2017, ekki voru gerðar athugasemdir við tillögur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögur að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana verði samþykkt, ásamt tillögu að deiliskipulagi við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?