Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
969. fundur 27. mars 2017 kl. 08:05 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Umræður um tillögu bæjarstjóra að vinnufundi bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun ársins 2018 fimmtudaginn 6. apríl milli kl. 13:00-16:00.
Bæjarráð samþykkir að færa vinnufund bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun ársins í samræmi við tillögur.

2.Rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan EES - 2017030072

Lagður fram tölvupóstur Þorvalds Þórðarsonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 20. mars sl., ásamt bréfi um rekstur landamærastöðvar á Ísafirði vegna innflutnings á dýraafurðum frá ríkjum utan Evrópska Efnahagssvæðisins. MAST vill með bréfinu kanna vilja Ísafjarðarbæjar til að greiða leigu fyrir húsnæði landamærastöðvarinnar, eða til að leggja til húsnæði fyrir starfsemina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um hvernig húsnæði þeir eru að leita eftir og hvers vegna sveitarfélög en ekki ríki eigi að standa undir kostnaðinum við rekstur landamærastöðvar.

3.Vestfjarðavíkingurinn 2017 - 2017010042

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Ver Magnússonar f.h. Félags kraftamanna, dagsettur 17. mars sl., þar sem hann óskar eftir styrk vegna Vestfjarðavíkingsins 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka að fjárhæð kr. 200.000,-.

4.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Lagður fram tölvupóstur Elisabeth Asp, f.h. sveitarfélagsins Linköping í Svíþjóð, dagsettur 20. mars sl., ásamt bréfi, þar sem viðruð er sú hugmynd að listamenn frá Ísafjarðarbæ og Linköping geti haft vistaskipti. Linköping býður upp á aðstöðu fyrir heimsóknir listamanna í nýju menningarhúsi sem verður vígt á næsta ári.
Bæjarráð vísar beiðninni til skoðunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

5.Rekstrarleyfi vegna gistiheimilis í flokki II - Aðalstræti 24 - 2017020017

Lögð er fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 7. febrúar sl., ásamt umsókn Harðar Ingólfssonar, f.h. Ásco ehf., um rekstrarleyfi vegna gistiheimilis í flokki II, að Aðalstræti 24, Ísafirði, dags. 28. desember 2016.
Enn fremur er lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæja, dags. 10. mars sl., Hermanns Hermannsonar, f.h. Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 16. febrúar sl. og Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarðar, dags. 16. febrúar sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Umsóknir 2016 í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - 2016100037

Lagðir fram tveir tölvupóstar Elínar Svövu Ingvarsdóttur, f.h. Ferðamálastofu, þar sem hún upplýsir að Ísafjarðarbær hafi hlotið styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Annarsvegar er um að ræða kr 850.000,- til vinnu við göngustíg við Buná í Tungudal, og hinsvegar kr. 4.344.000,- til hönnunar og gerðar göngustígs upp í Naustahvilft í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2017030091

Lagður fram tölvupóstur Guðlaugar Vilbogadóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsettur 24. mars sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

8.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Umræður um trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarbók.

9.Götuskemmdir í Tangagötu - 2017030090

Lagt fram bréf Arams Nóa Norðdahl Widell, 7 ára íbúa í Tangagötu, ódagsett en mótekið 23. mars sl. Aram Nói upplýsir bæjarstjóra um að margar holur séu í Tangagötu og að hann hafi dottið vegna þess og meitt sig. Óskar hann eftir því að gatan verði lagfærð.
Bæjarráð þakkar Arami Nóa fyrir erindið og bendir á að til standi að helluleggja götuna á framkvæmdaáætlun næsta árs, en þegar vorar verði fyllt í holurnar til bráðabirgða.

10.Brú, lífeyrissjóður - breytingar á A-deild - 2017030095

Lagður fram tölvupóstur frá Brú, lífeyrissjóði, dagsettur 21. mars sl., ásamt bréfi, þar sem upplýst er um breytingar á A deild sjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.
Lagt fram til kynningar.
Sædís Jónatansdóttir mætti til fundarins kl. 8:55.

11.Trúnaðarmál - 2014090027

Kynnt verða gögn á fundinum sem trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarbók.
Sædís Jónatansdóttir mætti til fundarins kl. 9:00.

12.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga - 2017020032

Lagður fram að nýju tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál. Umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 20. mars sl.
Bæjarráð ítrekar umsögn sína frá árinu 2014:
"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst alfarið gegn því að ákvæði um lágmarksútsvar sveitarfélaga verði afnumið. Með slíkri aðgerð væri ýtt undir aðstöðumun á milli sveitarfélaga á landinu og samkeppni þeirra á milli. Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu mundi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu. Rökin fyrir lögbindingu lágmarksútsvarshlutfalls eru þau að allir íbúar landsins sem greiða skatt af tekjum sínum á annað borð skuli greiða sinn lágmarkshluta af kostnaði við þá samfélagsþjónustu sem sveitarfélögin veita íbúum landsins. Þau rök eiga jafnvel við nú og þegar lögin um tekjustofna sveitarfélaga vorusamþykkt árið 1995."

13.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 17. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál. Umsögn berist eigi síðar en 31. mars nk.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 474 - 1703013F

Fundargerð 474. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 22. mars sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 474 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar fái lóðir við Æðartanga 16-18-20 Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 474 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 44 - 1703009F

Fundargerð 44. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. mars sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?