Skipulags- og mannvirkjanefnd

474. fundur 22. mars 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Sigurður Jón Hreinsson formaður
 • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
 • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
 • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
 • Inga Steinunn Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
 • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Æðartangi 16-18-20 - Umsókn um lóðir - 2017030060

Vestfirkir Verktakar sækja um lóðir við Æðartanga nr. 16, 18 og 20 skv. umsókn dags. 10.03.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar fái lóðir við Æðartanga 16-18-20 Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

2.Neðstafjara - Umsókn um lóðir - 2017030059

Vestfirskir Verktakar sækja um lóðir við Neðstufjöru nr. 1, 3, 5 og 7 skv. umsókn dag. 28.02.2017
Erindi frestað

3.Heimabær II, Hesteyri - kæra byggingarleyfis. - 2013050069

Þann 15.Jan. 2015 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála útgáfu byggingaleyfis vegna Heimabæjar II, Hesteyri vegna formgalla í málsmeðferð.
Þar sem byggingarleyfisumsókn var tekin fyrir, fékk meðferð og byggingarleyfi afgreitt er rétt að gefa eigendum kost á að endurtaka það og tryggja núna að ekki verði formgalli á málmeðferð en á því byggðist úrskurðurinn sem felldi byggingarleyfið úr gildi.
Byggingafulltúa falið að vinna málið áfram.

4.Vindorkustöð - Umsókn um byggingaleyfi - 2017030012

Jón Grétar Magnússon sækir um byggingaleyfi f.h. Græðis ehf. vegna 25kW vindorkustöðvar til raforkuframleiðslu. skv. ódagsettri umsókn ásamt útlits og afstöðumynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að fyrir þurfi að liggja deiliskipulag og að gerð sé grein fyrir framkvæmd á skipulagi.

5.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Ódagsettur afnotasamningur milli Ísafjarðarbæjar og félagsins Valdisól ehf. um afnot af landi á svæði F25 í Dýrafirði kynntur fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd.

6.Deiliskipulag - Naustahvilft - 2016100047

Á 388. fundi bæjarstjórnar þann 03.11.2016 var heimilað að hafin yrði deiliskipulagsvinna við útivistarsvæði við Naustahvilft í samræmi við umsókn um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Fyrir liggur skipulagslýsing frá ráðgjafafyrirtæknu Alta dags. 22. mars 2017. Lýsingin tekur til breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir Naustahvilft. Óskað er eftir því að bæjaryfirvöld heimili að skipulagslýsing verði tekin til efnislegrar meðferðar í samræmi við kafla VII og VIII skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði kynnt opinberlega skv. skipulagslögum 123/2010. Matslýsingin verði tekin til meðferðar í samræmi við VII. og VIII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010

7.Mat á burðarþoli Ísafjarðardjúps m.t.t. sjókvíaeldis - 2017030052

Ódagsett greinargerð Hafrannsóknastofnun um mat á burðaþoli Ísafjarðardjúps með tilliti til sjókvíaeldis, lögð fram. Í þessu mati er gert ráð fyrir að heildarlífmassi í firðinum yrði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og vöktun á áhrifum fari fram. Vöktun yrði jafnframt forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar.
Lagt fram til kynningar.

8.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 - 1606004F

Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 15 fundargerð lögð fram.
 • 8.1 2016060005 Engjavegur 9- Fyrirspurn um stækkun svala og nýtt bílskýli
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi er byggingarleyfisumsókninni vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
 • 8.2 2016050077 Hafnarsræti 18 - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 15 Elsti hluti hússins að Hafnarstræti 18, Ísafirði er byggður árið 1906 skv. Fasteignaskrá Íslands og er friðaður. Byggingar- og skipulagsfulltrúi óskar umsagnar minjastofnunar og vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 - 1608004F

Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 15 fundargerð lögð fram.
Afgreiðslufundur byggingafulltrúa nr. 16 fundargerð lögð fram.
 • 9.1 2016070035 Mávagarður B - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 9.2 2016070036 Mávagarður C - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 9.3 2016070034 Sindragata 13A - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010
 • 9.4 2016070050 Brekkugata 54, Þingeyri - Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 16 Byggingaráformum er hafnað á grundvelli þess að framkvæmdin uppfyllir ekki kröfum um byggingarreglugerðar 112/2012 gr.6.7.2.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?