Bæjarráð

954. fundur 28. nóvember 2016 kl. 08:05 - 10:22 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Fulltrúar stýrihóps um hugmynd og könnun á raunhæfni lýðháskóla á Flateyri mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
Gestir yfirgáfu fundinn kl. 8:42

Gestir

 • Dagný Arnalds - mæting: 08:05
 • Ívar Kristjánsson - mæting: 08:05
 • Runólfur Ágústsson - mæting: 08:05

2.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016 - 2016020005

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 18. nóvember sl., ásamt greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál og framkvæmd sóknaráætlunar.
Lögð fram til kynningar.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga, launakönnun sveitarfélaga - 2016020019

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Sigurðardóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 14. nóvember sl., vegna launakönnunar sveitarfélaga 2016. Launadeild svarar fyrri hluta erindisins, en óskað er eftir svari sveitarfélaga og stofnana þeirra, um hvort þau veiti heimild til að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega.

4.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2016 - 2016010017

Lagt fram bréf Sigríðar Vilhjálmsdóttur, f.h. Kvennaráðgjafarinnar, dagsett 18. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000.- fyrir rekstrarárið 2017
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

5.Nýbúafræðsla 2017 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2016090017

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 15. nóvember sl., og varðar úthlutun sjóðsins til nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2017. Sveitarfélagið sótti um framlag vegna 54 nýbúa og var það því lagt til grundvallar útreiknings á áætluðu framlagi til sveitarfélagsins, samtals að fjárhæð kr. 7,02 milljónir á árinu 2017.
Lagt fram til kynningar og vísað til skóla- og tómstundasviðs.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram viðauki 12 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, vegna leiðréttingar á verðbótagjöldum sem kemur til vegna lægri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Viðaukinn hefur þau áhrif að fjármagnsliðir lækka um kr. 59.683.719,-, skuldir samstæðu lækka um kr. 74.999.980,- og handbært fé eykst um kr. 134.683.701,-.

Eftir viðaukann verður afkoma Ísafjarðarbæjar jákvæð um kr. 10.885.836,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja 12. viðauka við fjárhagsáætlun.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:16

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagður er fram viðauki 13 vegna leiðréttinga á framkvæmdaáætlun 2016, leiðréttinga á rekstri Hafnarsjóðs ásamt leiðréttingum á ýmsum öðrum liðum. Viðaukinn hefur þau áhrif að tekjur aukast um 57,3 milljónir króna og gjöld aukast um 50,2 milljónir króna. Framkvæmdir ársins lækka um 65,2 milljónir króna og handbært fé eykst um 72,3 milljónir króna. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru því kr. 7.080.010.

Afgangur samstæðu Ísafjarðarbæjar fer því úr kr. 10.885.836,- í kr. 17.965.846.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja 13. viðauka við fjárhagsáætlun.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9:49

8.Stefna og viðbrögð Ísafjarðarbæjar gegn einelti, áreitni og ofbeldi - 2016110076

Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 24. nóvember sl., ásamt endurskoðaðri stefnu og viðbrögðum Ísafjarðarbæjar gegn einelti, áreitni og ofbeldi, til staðfestingar bæjarráðs.
Bæjarráð leggur nýja stefnu og viðbrögð Ísafjarðarbæjar gegn einelti, áreitni og ofbeldi til staðfestingar í bæjarstjórn.

9.Stýrihópur um mótun viðmiða um gæði frístundastarfs - 2016110077

Lagður er fram tölvupóstur Valgerðar Freyju Ágústsdóttur, sérfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 23. nóvember sl., þar sem óskað er eftir því að Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, taki sæti í starfshópi um mótun viðmiða um gæði frístundastarfs.
Bæjarráð lýsir ánægju yfir setu Margrétar Halldórsdóttur í starfshópnum.

10.Birting fundargerða og fylgiskjala á vefsíðu Ísafjarðarbæjar - 2016110040

Lagt fram minnisblað Hjördísar Þráinsdóttur, skjalastjóra, dagsett 25. nóvember sl., þar sem lagt er til að farið verði að birta fundargerðir og fylgiskjöl þeirra sjálfkrafa á vef Ísafjarðarbæjar.
Þar sem birting fylgiskjala er góð leið til að stuðla að opnari stjórnsýslu, samþykkir bæjarráð að keypt sé kerfi til að færa fundargerðir og fylgiskjöl sjálfkrafa úr skjalakerfinu á vefsíðu Ísafjarðarbæjar.

11.Ósk um afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi vegna tónleika - 2016110078

Lagður fram tölvupóstur Jóns Þórs Þorleifssonar f.h. karlakórsins Fjallabræðra, dagsettur 23. nóvember sl., þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttahúsinu á Torfnesi vegna tónleikahalds.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara betur yfir málið.

12.Fyrirspurn vegna kostnaðar við malbikun 2014-2016 - 2016110081

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Þ. Birgissonar, bæjarfulltrúa, dagsettur 16. nóvember sl. Óskar hann eftir upplýsingum um kostnað við malbikunarframkvæmdir á árunum 2014-2016, sundurliðað eftir árum, og hvernig þessi kostnaður var bókaður á hverju ári fyrir sig.
Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurninni.

13.Fyrirspurn um greiðslur til fyrirtækisins Plan 21 - 2016110082

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Þ. Birgissonar, bæjarfulltrúa, dagsettur 16. nóvember sl. Óskar hann eftir upplýsingum um greiðslur Ísafjarðarbæjar til fyrirtækisins Plan 21 og sundurliðun á þeim kostnaði sem um ræðir.
Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurninni.

14.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Þ. Birgissonar, bæjarfulltrúa, dagsettur 11. nóvember sl., þar sem hann ítrekar fyrirspurn sína frá 14. september sl. Óskaði hann eftir að fá að vita hver áfallinn kostnaður bæjarins væri vegna samkeppninnar um Sundhöllina, sundurliðuðu eftir því hvert greiðslurnar hafa runnið.
Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurninni.

15.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, um tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar gjaldskránum til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 2017.

16.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar, frá 23. nóvember sl. ásamt minnisblaði Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 24. nóvember sl., með svörum við fyrirspurn.
Lögð eru fram svör bæjarstjóra við hluta af fyrirspurnum í fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Hverfisráðsins.

17.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37 - 1611015F

Lögð fram fundargerð 37. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir að úttekt á frárennslislögnum í kafla 17.4. verði kostnaðarmetin.
 • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 37 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kostnaði við þessa vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 466 - 1611013F

Lögð fram fundargerð 466. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. nóvember sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 466 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um stækkun lóðar verði samþykkt í samræmi við umsókn.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 466 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundi slitið - kl. 10:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?