Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
37. fundur 22. nóvember 2016 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Hildur Dagbjört Arnardóttir aðalmaður
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Earth Check vottun - 2014120064

Lína Björg Tryggvadóttir kynnti silfurvottun Earth Check sem Íafjarðarbær hefur hlotið.
Nefndin þakkar Línu fyrir kynninguna og vinnu hennar við vottunarferlið og felur umhverfisfulltrúa að fylgjast með þeim skyldum sem Ísafjarðarbær hefur.
Lína Björg yfirgaf fundinn klukkan 08.42.

Gestir

  • Lína Björg Tryggvadóttir - mæting: 08:00

2.Götusópur fyrir þjónustumiðstöð - 2016110007

Lögð fram samantekt um notkun götusóps Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
Kristín Hálfdánsdóttir og Gísli Elís Úlfarsson, fulltrúar D-lista, leggja fram eftirfarandi bókun: „Áður en fjárfest verður í nýju tæki teljum við rétt að kannaður verði hver kostnaður yrði við götusópun í bæjarfélaginu ef verkið yrði boðið út“.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Umræða um 5 ára fjárfestingaáætlun.
Lögð fram til kynningar drög að 5 ára fjárfestingaráætlun.

4.Úttekt frárennslilagnir 2016 - 2016110066

Kristín Hálfdánsdóttir leggur til að gerð verði heildarúttekt á frárennsliskerfi Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir kostnaði við þessa vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?