Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1349. fundur 24. nóvember 2025 kl. 08:10 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ný slökkvistöð - Hönnun og útboð - 2024120087

Á 9. fundi nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, sem haldinn var 21. nóvember 2025, var kynnt kostnaðarmódel frá Glóru ehf., fyrir nýja slökkvistöð, skipt niður á ársfjórðunga árin 2026, 2027 og 2028. Kostnaði er skipt upp í tvö kostnaðarlíkön annars vegar tvö ár og hins vegar þrjú ár. Einnig er kynnt minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Axel Rodriguez Överby, dags. 18. nóv sl.

Meirihluti nefndarinnar lagði til við bæjarráð að framkvæmdatími nýrrar slökkvistöðvar verði þrjú ár. Og dreifing kostnaðar verði skipt niður á ársfjórðunga árin 2026, 2027 og 2028, í samræmi við kynningu og minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. nóvember 2025.

Fulltrúar slökkviliðs Ísafjarðarbæjar í nefndinni töldu að sá framkvæmdatími sé langur í ljósi þessa alvarlegu stöðu sem húsnæðismál slökkviliðs er í og leggja til að framkvæmdatíminn verði tvö ár.

Er málið nú lagt fyrir bæjarráð til umsagnar.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið meirihluta nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, um að framkvæmdatíma byggingar slökkvistöðvar verði skipt á þrjú ár árið 2026, 2027 og 2028, í samræmi við kynningu og minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 18. nóvember 2025.

Umsögn vísað til nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði.
Axel yfirgaf fund kl. 8.30.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Fundartími bæjarráðs - 2025110162

Lagt fram minnisblað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 21. nóvember 2025, varðandi fundartíma bæjarráðs, en lagt er til við bæjarráð að bæjarráð að samþykkja þessa fundartíma frá 1. janúar 2026, þannig að fundir verði á fimmtudögum kl. 8.10.
Bæjarráð samþykkir tillögu í minnisblaði um að frá og með 1. janúar 2026 verði fundir bæjarráðs á fimmtudögum kl. 8.10. Fyrsti fundur bæjarráðs á árinu 2026 verður fimmtudaginn 8. janúar 2026.

3.Viðauki 2026 við samning um rekstur náttúrustofu Vestfjarða - 2025110163

Lagt fram erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 19. nóvember 2025, þar sem lagt er til að gildandi samningar milli ríkisins og sveitarfélaga um Náttúrstofur verði framlengdir til eins árs þannig að gildistími verði til ársloka 2026 í stað ársloka 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við framlengingu samnings til eins árs, enda gert ráð fyrir greiðslum í fjárhagsáætlun 2026.

Málinu vísað til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

4.Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna - 2025110152

Lagt fram til kynningar erindi innviðaráðuneytisins, dags. 19. nóvember 2025, þar sem kynnt er að ráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli aðgerðar A.15 á byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis. Verkefnið tengist jafnframt aðgerð 12 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, Lágmarksþjónusta sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

5.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - beiðni um samþykki auglýsingartillögu - 2022110080

Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Vestfjarðastofu, f.h. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, dags. 19. nóvember 2025, varðandi beiðni um samþykki bæjarstjórnar á auglýsingu tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050.

Jafnframt lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu, en vísar henni til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

6.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - fundargerð - 2022110080

Lögð fram fram til kynningar fundargerð 23. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundur var haldinn 17. nóvember 2025.
Málinu vísað til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

7.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir og fleira 2025 - 2025010311

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 83., 84. og 85. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundir voru haldnir 20. júní, 27. ágúst og 24. september 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 9 - 2511011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 21. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

9.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 33 - 2511010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 33 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við eftirfarandi félög. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000 en sótt var um fyrir kr.57.816.940.
    Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

    Golfklúbburinn Gláma: Upphæð kr.1.000.000. Geymslurými fyrir slátturvélar.

    Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð kr.4.900.000. Varmadælur og loftræsting.

    Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð kr.500.000. Endurnýjun búnaðar.

    Skíðafélag Ísfirðinga - skíðagöngudeild: Upphæð kr.800.000. Innrétting og bætt aðstaða, Búrfell.

    Skíðafélag Ísfirðinga - brettadeild: Upphæð kr.600.000. Uppbygging á snjóbrettagarði.

    Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð kr.2.000.000. Uppbygging sjoppu í stúku, pípu- og raflagnir.

    Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð kr.5.000.000 kr. Vinnuvél.

    Íþróttafélagið Vestri, almenningsíþróttadeild: Upphæð kr.200.000. Hönnun og undirbúningur brauta fyrir akstursíþróttir.

    Körfuknattleiksdeild Vestra sótti um kr.17.000.000 fyrir LED-auglýsingaskjáum í íþróttahúsið á Torfnesi. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að skoðað verði hvort hægt verði að setja upphæðina inn í framkvæmdaáætlun 2027.

    Knattspyrnudeild Vestra sótti um kr.3.000.000 fyrir framkvæmdum á eldhúsi í Vallarhúsi. Samkvæmt umsókn er vinnunni að mestu lokið og því er verkefnið ekki styrkhægt skv. reglum Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga.

    Starfmanni nefndarinnar falið að svara umsækjendum.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 162 - 2511006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 162. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 19. nóvember 2025.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?