Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004
Á 1341. fundi bæjarráðs, þann 29. september 2025, var lagt fram erindi úr Samráðsgátt, mál nr. S-180/2025, frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Umsagnarfrestur er til 13. október 2025. Bæjarráð fól bæjarstjóra að forma umsögn og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
Er málið nú tekið aftur fyrir með fjarfundi og kynningu innviðaráðuneytisins á frumvarpinu.
Er málið nú tekið aftur fyrir með fjarfundi og kynningu innviðaráðuneytisins á frumvarpinu.
Bæjarráð fékk kynningu innviðaráðuneytisins á breytingum á sveitarstjórnarlögum. Bæjarstjóra falið að móta umsögn samkvæmt umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.
2.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021
Vísað er til bókunar bæjarstjórnar á 558. fundi, haldinn 30. september 2025, þar sem tekið var fyrir tillaga frá umhverfis- og framkvæmdanefnd um mál nr. 2024100021 - Sorphirða og förgun útboð 2025. Forseti lagði til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Málið er hér lagt fram í bæjarráði til umfjöllunar og kynningar. Jafnframt eru lögð fram sömu minnisblöð og áður voru lögð fyrir bæjarstjórn. Starfsmenn umhverfis- og eignasviðs mæta á fundinn til samráðs um næstu skref.
Málið er hér lagt fram í bæjarráði til umfjöllunar og kynningar. Jafnframt eru lögð fram sömu minnisblöð og áður voru lögð fyrir bæjarstjórn. Starfsmenn umhverfis- og eignasviðs mæta á fundinn til samráðs um næstu skref.
Bæjarráð þakkar góða kynningu og er sammála tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar til bæjarstjórnar um að
sveitarfélagið fjárfesti í moltustöð og komi sér upp húsnæði og sjái sjálft um daglegan rekstur og að fjárfesting vegna þess verði sett í framkvæmdaáætlun 2026.
Eins að bæjarstjórn samþykki að veita umhverfis- og eignasviði heimild til að auglýsa útboð á sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli framangreindra útboðsdraga og óbreytts fyrirkomulags þjónustunnar.
sveitarfélagið fjárfesti í moltustöð og komi sér upp húsnæði og sjái sjálft um daglegan rekstur og að fjárfesting vegna þess verði sett í framkvæmdaáætlun 2026.
Eins að bæjarstjórn samþykki að veita umhverfis- og eignasviði heimild til að auglýsa útboð á sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli framangreindra útboðsdraga og óbreytts fyrirkomulags þjónustunnar.
Eyþór og Smári yfirgáfu fund kl. 9.20.
Gestir
- Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 09:00
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00
- Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 09:00
3.Félagsheimili Súgfirðinga - endurbætur - 2018080053
Lagt fram erindi Svövu Ránar Valgeirsdóttur, f.h. Hollvinasamtaka Félagsheimilis Súgfirðinga, dags. 29. september 2025 þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær geri ráð fyrir fjármunum í komandi fjárhagsáætlunargerð vegna endurbóta á Félagsheimili Súgfirðinga. Jafnframt er óskað eftir því að Ísafjarðarbær skipi fulltrúa í byggingarnefnd hússins. Jafnframt lagðar fram teikningar af byggingunni.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar hlut sveitarfélagsins í heildarkostnaði til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl 09:30.
4.Þjónustusamningur Björgunarsveitin Tindar - 2025090185
Lagður fram til samþykktar nýr þjónustusamningur við Björgunarsveitina Tinda í Hnífsdal, en samningurinn gildir frá 1. janúar 2026 í 5 ár.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan þjónustusamning við Björgunarsveitina Tinda í Hnífsdal til 5 ára.
5.Þjónustustefna 2023-2026 - 2022110084
Á 1323. fundi bæjarráðs, þann 28. apríl 2025, voru lögð fram drög að Þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar, og ákveðið að hafa íbúafundi í lok maí 2025, auk þess sem stefnan væri til kynningar á island.is.
Er nú lagt fram minnisblað, með yfirliti tekið saman af Bryndísi Ósk Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. október 2025, um þær athugasemdir sem bárust á þessum tveimur vettvöngum, en óskað er eftir að bæjarráð taki afstöðu til þess sem fram er komið til breytinga á drögum Þjónustustefnunnar, eða hvort bæjarráð vilji taka upp einstök verkefni og setja í forgang í fjárhagsáætlunargerð 2026.
Er nú lagt fram minnisblað, með yfirliti tekið saman af Bryndísi Ósk Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. október 2025, um þær athugasemdir sem bárust á þessum tveimur vettvöngum, en óskað er eftir að bæjarráð taki afstöðu til þess sem fram er komið til breytinga á drögum Þjónustustefnunnar, eða hvort bæjarráð vilji taka upp einstök verkefni og setja í forgang í fjárhagsáætlunargerð 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra þjónustustefnuna með hliðsjón af umræðum á fundinum.
6.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram til kynningar fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur var haldinn 26. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Hafnarstjórn - 264 - 2509024F
Lögð fram til kynningar fundargerð 264. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. október 2025.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 264 Hafnarstjórn samþykkir framlagðan afnotasamning vegna Gísla Jóns.
Þegar er gert ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni í fjárhagsáætlun 2025, þannig að ekki er þörf á viðauka. -
Hafnarstjórn - 264 Framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar.
-
Hafnarstjórn - 264 Drög að viðhaldsáætlun kynnt.
Hafnarstjórn áréttar að bæta þarf við fjármagni vegna viðhaldsmalbikunar.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?