Hafnarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Magnús Einar víkur af fundi undir þessum lið.
1.Björgunarbátasjóður - endurnýjun á björgunarskipi á Ísafirði - 2025050183
Á 263. fundi hafnarstjórnar, þann 27. ágúst 2025, var lagt fram til samþykktar minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 26. ágúst 2025, en Björgunarbátasjóður SVFÍ, Vestfjörðum, hefur óskað eftir því að fyrsta greiðsla vegna endurnýjunar á samningi um notkun á björgunarskipinu Gísla Jóns 2967 verði árið 2025, en ekki 2026.
Þá er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. ágúst 2025, þar sem lögð er til meðferð málsins í fjárhagsáætlun 2025.
Hafnarstjórn samþykkti að gerður verði nýr björgunarbátasamningur alls að fjárhæð kr. 25.000.000, til fimm ára, og fyrsta greiðsla verði í október 2025. Hafnarstjóra falið að leggja nýjan samning fyrir hafnarstjórn til samþykktar ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Er nú lagður fram afnotasamningur til samþykktar.
Þá er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. ágúst 2025, þar sem lögð er til meðferð málsins í fjárhagsáætlun 2025.
Hafnarstjórn samþykkti að gerður verði nýr björgunarbátasamningur alls að fjárhæð kr. 25.000.000, til fimm ára, og fyrsta greiðsla verði í október 2025. Hafnarstjóra falið að leggja nýjan samning fyrir hafnarstjórn til samþykktar ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Er nú lagður fram afnotasamningur til samþykktar.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan afnotasamning vegna Gísla Jóns.
Þegar er gert ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni í fjárhagsáætlun 2025, þannig að ekki er þörf á viðauka.
Þegar er gert ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni í fjárhagsáætlun 2025, þannig að ekki er þörf á viðauka.
Magnús Einar kemur aftur til fundar kl. 12:05.
2.Sjóvarnir Flateyri - Endurbætur 20252026 - 2025090001
Lagt fram minnisblað Bryndísar Tryggvadóttur, fyrir hönd Vegagerðarinnar, dags. 29. ágúst 2025, er varðar sjóvarnir á hafnarsvæði á Flateyri.
Sömuleiðis kynnt mynd með mögulegum staðsetningum sjóvarna við höfnina.
Sömuleiðis kynnt mynd með mögulegum staðsetningum sjóvarna við höfnina.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sækja um framlag í hafnabótasjóð sbr. 3. gr. laga um sjóvarnir nr. 28/1997, vegna sjóvarna við Hafnarstræti.
3.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028
Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun verkefna hafnarstjórnar fyrir árin 2026-2029.
Framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar.
4.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029
Lögð fram drög að viðhaldsáætlun verkefna Hafnarstjórnar fyrir árið 2026.
Drög að viðhaldsáætlun kynnt.
Hafnarstjórn áréttar að bæta þarf við fjármagni vegna viðhaldsmalbikunar.
Hafnarstjórn áréttar að bæta þarf við fjármagni vegna viðhaldsmalbikunar.
5.Útboð 2025 - Göngustígur Hafnarsvæði að Safnasvæði - 2025040063
Lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 30. september 2025, þar sem óskað er eftir samþykki hafnarstjórnar um að fara í útboð á uppsetningu girðinga við göngustíg frá Sundabakka að byggðasafni og göngustíg að Sundahöfn.
Einnig lögð fram útboðsgögn.
Einnig lögð fram útboðsgögn.
Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í útboð.
6.Seatrade Cruise Global 2025 - 2025090181
Lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 29. september 2025, um þátttöku hafna Ísafjarðarbæjar á Seatrade Cruise Global 2025 og samantekt á bókunarstöðu skemmtiferðaskipa næstu ára.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra fyrir góða samantekt og felur honum að senda inn umsögn vegna innviðagjalds í samráðsgátt.
Hafnarstjórn þakkar hafnarstjóra fyrir góða samantekt og felur honum að senda inn umsögn vegna innviðagjalds í samráðsgátt.
7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2025 - 2023010276
Kynntar fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands sem fóru fram þann 22. maí, 22. ágúst og 10. september, fundir 473-475.
Einnig kynnt samatekt sambandsins um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040.
Einnig kynnt samatekt sambandsins um fjárfestingar hafna á Íslandi 2025-2040.
Fundargerðir og samantekt um fjárfestingar lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:44.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?