Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1336. fundur 25. ágúst 2025 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - 2025080112

Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.

2.Aðalfundur Hvetjanda 2025 - 2025080110

Tillaga forseta um að bæjarstjórn veiti bæjarstjóra umboð til að sækja aðalfund Hvetjanda sem er boðaður 29. ágúst 2025, og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi.
Bæjarráð felur Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra, að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Neil Shiran Þórisson, formaður stjórnar Hvetjanda - mæting: 08:10

3.Hvetjandi - tilnefning í stjórn 2025 - 2025080111

Boðað hefur verið til aðalfundar Hvetjanda 29. ágúst 2025, og hefur Arna Lára Jónsdóttir óskað eftir að fara úr stjórn félagsins, en hún hefur setið í stjórn frá 2018.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að samþykkja að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði tilnefndur fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Hvetjanda.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Nanný Örnu Guðmundsdóttur í stjórn Hvetjanda í stað Örnu Láru Jónsdóttur.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Shiran yfirgaf fund kl. 8:35

4.Life - Icewater 2025-2030 - samstarfssamningur - 2025020024

Lagður fram samstarfssamningur (Partnership/Consortium Agreement) vegna þátttöku Ísafjarðarbæjar í ICEWATER verkefninu. Ísafjarðarbær hefur þegar undirritað styrktarsamning (Grant Agreement) við Evrópusambandið og þessi nýi samningur er sérstaklega um samstarf milli innlendra aðila. Samningurinn kveður á um verkaskiptingu, fjárhagsleg atriði og aðrar skyldur samstarfsaðila. Við undirritun samstarfssamningsins fær Ísafjarðarbær jafnframt fyrstu greiðslu úr verkefnissjóðnum, sem nemur 30% af heildarstyrknum, greitt í evrum inn á evrureikning sveitarfélagsins.
Jafnframt lagður fram styrktarsamningur (Grant Agreement), sem er formlegur samningur Ísafjarðarbæjar við Evrópusambandið um fjármögnun verkefnisins
Bæjarráð samþykkir samstarfssamning vegna þátttöku Ísafjarðarbæjar í ICEWATER verkefninu, og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

5.Life - Icewater 2025-2030 - ráðgjöf og verkefnastjóri - 2025020024

Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar og Axel R. Överby, dags. 6. ágúst 2025, þar sem lagt er til við bæjarráð að heimila örútboð á ráðgjafaþjónustu vegna Life Icewater, ásamt að auglýsa eftir verkefnisstjóra fyrir verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að fram fari örútboð á ráðgjafaþjónustu vegna Life ICEWATER og að auglýst verði eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:50.

6.Velferðarþjónusta Vestfjarða - endurskoðun samnings 2025 - 2025060033

Tillaga frá 2. fundi fulltrúaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 11. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki nýjan samning um sérhæfða Velferðarþjónustu Vestfjarða, dags. 7. júlí 2025.
Bæjarráð samþykkir nýjan samning um sérhæfða Velferðarþjónustu Vestfjarða og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa - 2025070039

Á 1333. fundi bæjarráðs, þann 14. júlí 2025, voru lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júlí 2025, en óskað er eftir afstöðu til reglnanna og hlutfalls þóknunar til frekari vinnslu málsins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra reglurnar með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Eru nýjar reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa lagðar fram til samþykktar.

Málið var tekið fyrir á 1335. fundi bæjarráðs, þann 18. ágúst 2025, en ákvörðun frestað til næsta fundar. Er málið nú tekið aftur fyrir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa verði samþykktar, miðað við engar breytingar á kjörum aðrar en beina tengingu við þingfararkaup, en næsti fundur bæjarstjórnar er 4. september 2025.

8.Erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna 2025 - 2025070040

Á 1333. fundi bæjarráðs, þann 14. júlí 2025, var lagt fram til samþykktar erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna Ísafjarðarbæjar, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júlí 2025, vegna málsins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra erindisbréf með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Er erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna nú lagt fram til samþykktar.

Málið var tekið fyrir á 1335. fundi bæjarráðs, þann 18. ágúst 2025, en ákvörðun frestað til næsta fundar. Er málið nú tekið aftur fyrir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna, en næsti fundur bæjarstjórnar er 4. september 2025.

9.Stjórnsýsluhús- brunakerfi og kerfisloft - 2024120039

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. júlí 2025, varðandi viðhaldsverkefni í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, en stjórn hefur ákveðið að fara í loftskipti og að setja upp nýtt brunavarnarkerfi og lýsingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja verkefnið á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026.

10.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 14. júlí 2025, um launakostnað fyrir janúar til júlí árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 11. ágúst 2025, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 144/2025, "Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 26. ágúst 2025. Bent er sérstaklega á spurningar til hagsmunaaðila á síðustu síðu.

Málið var tekið fyrir á 1335. fundi bæjarráðs, þann 18. ágúst 2025, en erindinu frestað til næsta fundar. Er málið nú tekið fyrir að nýju.
Lagt fram til kynningar.

12.Fulltrúaráð Velferðaþjónustu Vestfjarða - 1 - 2503025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar fulltrúaráðs Velferðaþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 28. mars 2025.

Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Fulltrúaráð Velferðaþjónustu Vestfjarða - 2 - 2507009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar fulltrúaráðs Velferðaþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 11. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?