Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1335. fundur 18. ágúst 2025 kl. 08:10 - 09:54 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram tilkynning úr Skipulagsgátt, dags. 6. júní 2025 vegna vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða, 603. mál 2024. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða samþykkti á fundi þann 26. maí 2025 vinnslutillögu Svæðisskipulags Vestfjarða 2026-2050 til kynningar. Með vinnslutillögu er svæðisskipulagsnefndin að leggja fram tillögu um hvernig endanleg svæðisskipulagstillaga geti litið út á næsta ári, varðandi framtíðarsýn og sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum til ársins 2050 og óska eftir umsögnum um tillöguna á vinnslustigi. Einnig eru kynnt drög að fylgiriti tillögunnar, stöðumati, sem tekur saman helstu skipulagsforsendur, gögn og greiningar sem varða viðfangsefni svæðisskipulagsins. Tillagan verður opin til umsagnar í Skipulagsgátt frá 6. júní til og með 19. ágúst 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn Ísafjarðarbæjar í samræmi við umræður á fundinum.

2.Tunguhverfi - Útboð gangstéttir 2025 - 2025080070

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. ágúst 2025 varðandi opnun tilboða í verkið "Gangstéttir Tunguhverfi" eitt tilboð barst og lagt er til að því verði hafnað og sviðsstjóra veitt heimild til samningsviðræðna á grundvelli útboðsgagna.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um höfnun tilboðs, en að samið verði við tilboðsgjafa um verkið á grundvelli útboðsgagna.

3.Ísland ljóstengt - framsal eigna - 2025080077

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs, til viðauka 7 um breytingar á liðum 5,6 og 7 í rammasamningnum um eigandaábyrgð og afhendingu óskipts eignarhlutar sveitarfélagsins í ljósleiðaralögnum til Snerpu.

Sveitarfélagið hefur ekki eignfært eigið framlag né fengið tekjur af því en að óbreyttu mun Snerpa eignast lagnirnar að fullu eftir 10 ár frá framkvæmdum. Ákveða þarf hvort afhenda eigi Snerpu hlutdeild sveitarfélagsins strax, eða fylgja upphaflegum samningi. Sé upphaflegum samningi fylgt þá gildir einnig að eigendaábyrgð sveitarfélagsins gildir áfram. Á eigendaábyrgð hefur reynt þrívegis, mest á síðasta ári þegar strengir skemmdust í árfarvegum og af völdum ísreks og greiddi Ísafjarðarbær hlutdeild í þeim tjónum, samanlagt kr. 1.107.360 auk virðisaukaskatts.
Bæjarráð samþykkir tillögur Snerpu sem koma fram í viðauka 7 um að eigendaábyrgð færist yfir til Snerpu og að sveitarfélagið afhendi eignarhlut sinn í ljósleiðaralögnum óskipt til Snerpu frá undirritun samnings. Bæjarráð veitir bæjarstjóra jafnframt heimild til að skrifa undir viðaukann.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Tillaga frá 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 1. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki tillögu A í breytingu á aðalskipulagi varðandi þéttingu byggðar, samkvæmt valkostagreiningu á skipulagi miðbæjar Ísafjarðar, unnið af Verkís ehf., dags. 22. maí 2025, og að lega og framlenging á Pollgötu verði eins og sýnt er í valkosti B til að bæta umferðarstýringu frá Suðurtanga. Litið verði til möguleika á bryggjuhverfi við höfnina og uppfyllingu frá Edinborgarhúsi að Stjórnsýsluhúsi með möguleika á bryggju og göngutengingu við Silfurtorg. Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki þörf á íbúðabyggð á landfyllingu á þessu svæði, heldur að litið verði til Pollgötuskýrslunnar, þar sem aðgengi íbúa að Pollinum verði bætt.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 1. júlí 2025, um að breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar taki mið af tillögu A í breytingu varðandi þéttingu byggðar, samkvæmt valkostagreiningu á skipulagi miðbæjar Ísafjarðar, unnið af Verkís ehf., dags. 22. maí 2025, og að lega og framlenging á Pollgötu verði eins og sýnt er í valkosti B til að bæta umferðarstýringu frá Suðurtanga. Litið verði til möguleika á bryggjuhverfi við höfnina og uppfyllingu frá Edinborgarhúsi að Stjórnsýsluhúsi með möguleika á bryggju og göngutengingu við Silfurtorg.

Bæjarráð er sammála skipulags- og mannvirkjanefn um að ekki sé þörf á íbúðabyggð á landfyllingu á þessu svæði, heldur að litið verði til Pollgötuskýrslunnar, þar sem aðgengi íbúa að Pollinum verði bætt.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa - 2025070039

Á 1333. fundi bæjarráðs, þann 14. júlí 2025, voru lagðar fram reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júlí 2025, en óskað er eftir afstöðu til reglnanna og hlutfalls þóknunar til frekari vinnslu málsins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra reglurnar með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Eru nýjar reglur Ísafjarðarbæjar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

6.Erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna 2025 - 2025070040

Á 1333. fundi bæjarráðs, þann 14. júlí 2025, var lagt fram til samþykktar erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna Ísafjarðarbæjar, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. júlí 2025, vegna málsins. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra erindisbréf með hliðsjón af umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Er erindisbréf yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð frestar ákvörðun til næsta fundar.

7.Þjónustusamningur Björgunarsveitin Dýri - 2025080028

Lagður fram til samþykktar þjónustusamningur Ísafjarðarbæjar við Björgunarsveitina Dýra á Þingeyri, sem gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2029.

Jafnframt er meðfylgjandi minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. ágúst 2025.
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamning Ísafjarðarbæjar við Björgunarsveitina Dýra á Þingeyri, sem gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2029.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa frumkvæði að sambærilegum samningum við aðrar björgunarsveitir í sveitarfélaginu.

8.Ránargata 6, Flateyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2025070042

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Ránargötu 6 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Ránargötu 6 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9.Brekkugata 18, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080045

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Brekkugötu 18 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Brekkugötu 18 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

10.Stórholt 27, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025070067

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar við Stórholt 27 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Stórholt 27 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

11.Brekkugata 18a, Þingeyri. Lóðarleigusamningur undir spennistöð - 2025080050

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Brekkugötu 18a á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Brekkugötu 18a á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

12.Brimnesvegur 8, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025080020

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi á Brimnesvegi 8 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Brimnesveg 8 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

13.Hjallavegur 2, Ísafirði. Ósk um lóðarleigusamning - 2025080041

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Hjallaveg 2 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Hjallaveg 2 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

14.Brekkugata 34 og 36, Þingeyri. Breytt lóðarmörk - 2025060112

Tillaga frá 656. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarmarkabreytingar við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 17. júní 2025. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að gerðir verði nýir lóðarleigusamninga vegna innbyrðis færslu á lóðarmörkum við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri.
Bæjarráð samþykkir að heimila lóðarmarkabreytingar við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 17. júní 2025. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að gera nýja lóðarleigusamninga vegna innbyrðis færslu á lóðarmörkum við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, og leggja fram til samþykkis.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 11. ágúst 2025, þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 144/2025, "Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 26. ágúst 2025. Bent er sérstaklega á spurningar til hagsmunaaðila á síðustu síðu.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

16.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar og úrbætur mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lögð fram verkfundargerð nr. 19, vegna verksins "Ofanflóðavarnir Flateyri - Endurbygging", frá 29. júlí 2025.
Lagt fram til kynningar.

17.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir og fleira 2025 - 2025010311

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 80 og 81. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundirnir voru haldnir 12. mars og 21. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjallskil 2025 - 2025080037

Mál sett á dagskrá með afbrigðum að beiðni nefndarmanns B-lista Framsóknarflokks.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta þess að fjallskilanefnd fundi fyrr að sumri og að fjallskilaseðill verði gefinn út eigi síðar en um miðjan júní ár hvert.

19.Fjallskilanefnd - 19 - 2508005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar fjallskilanefndar, en fundur var haldinn 13. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 - 2508006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 656. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning vegna fasteignar við Stórholt 27 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Ránargötu 6 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Brimnesveg 8 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarmarkabreytingar við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 17. júní 2025. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að gerðir verði nýir lóðarleigusamninga vegna innbyrðis færslu á lóðarmörkum við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Brekkugötu 18 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning undir spennustöð við Brekkugötu 18a á Þingeyri í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 656 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Hjallaveg 2 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.

21.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 27 - 2507002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 159 - 2507005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 159. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 13. ágúst 2025

Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:54.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?