Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
656. fundur 14. ágúst 2025 kl. 13:30 - 15:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Edda María Hagalín mætir til fundar um fjarfundarbúnað kl. 13:30.

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lagðar fram gjaldskrár sem heyra undir skipulags- og mannvirkjanefnd, til fyrri umræðu.
Almenn umræða um gjaldskrár. Umræðu verður haldið áfram á næstu fundum.
Guðmundur Ólafsson yfirgaf fund kl. 14:20. Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 14:23.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 13:30

2.Umsagnarbeiðni. Stærð seiða Arctic Sea Farm í Arnarfirði, 584. mál - 2025050019

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 8. júlí 2025, mál nr. 0584/2025, stærð seiða Arctic Sea Farm í Arnarfirði.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

3.Stórholt 27, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025070067

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Stórholt 27 á Ísafirði, dags. 17. júlí 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning vegna fasteignar við Stórholt 27 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

4.Ránargata 6, Flateyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2025070042

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá þinglýstum eiganda fasteignar við Ránargötu 6 á Flateyri, dags. 9. júlí 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun lóðarleigusamnings fasteignar við Ránargötu 6 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

5.Brimnesvegur 8, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025080020

Lögð fram umsókn dags. 30. júlí 2025 frá þinglýstum eigendum við Brimnesveg 8 á Flateyri. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Brimnesveg 8 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 11. ágúst 2025.

6.Brekkugata 34 og 36, Þingeyri. Breytt lóðarmörk - 2025060112

Lagður fram tölvupóstur dags. 22. apríl 2025 frá Ásgeiri Jónssyni f.h. þinglýstra eiganda Brekkugötu 34 og 36 vegna samkomulags um lóðarmarkabreytingar. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarmarkabreytingar við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 17. júní 2025. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að gerðir verði nýir lóðarleigusamninga vegna innbyrðis færslu á lóðarmörkum við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri.

7.Brekkugata 18, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080045

Lögð fram umsókn dags. 10. ágúst 2025 frá þinglýstum eigendum við Brekkugötu 18 á Þingeyri. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Brekkugötu 18 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.

8.Brekkugata 18a, Þingeyri. Lóðarleigusamningur undir spennistöð - 2025080050

Lagt fram mæliblað tæknideildar fyrir lóð undir spennistöð Orkubús Vestfjarða ohf. við Brekkugötu 18a á Þingeyri, dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning undir spennustöð við Brekkugötu 18a á Þingeyri í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.

9.Hjallavegur 2, Ísafirði. Ósk um lóðarleigusamning - 2025080041

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning, dags. 5. ágúst 2025, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Hjallaveg 2 á Ísafirði. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Hjallaveg 2 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 11. ágúst 2025.

10.Ártunga 1, Ísafirði. Sólpallaframkvæmd - 2025080043

Lagður fram tölvupóstur dags. 5. ágúst 2025 frá eiganda fasteignar við Ártungu 1 á Ísafirði með ósk um að reisa skjólveggi á lóðarmörkum við Daltungu 2, þar sem Ísafjarðarbær er eigandi. Einnig lagt fram teikningasett dags. 15. júlí 20205, unnið af BM Vallá.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að sett verði upp skjólgirðing á lóðarmörkum Daltungu 2 og Ártungu 1 á Ísafirði og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

11.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 85 - 2506031F

Lögð fram til kynningar fundargerð 85. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 30. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 NÝTT - 2025060065

Skipulagsfulltrúi fer yfir vinnu áætlunar vinnuhóps aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?