Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1334. fundur 11. ágúst 2025 kl. 08:10 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Gylfi Ólafsson
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna afskrifta 2025. Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er aukning afskrifta um 38.500.000 kr. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru auknar afskriftir um 19.300.000 kr. eða lækkun afkomu úr 214.000.000 kr. í 194.700.000 kr. Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er 38.500.000 kr. eða lækkun afkomu úr 986.000.000 kr. í 947.500.000 kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka 15 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna afskrifta 2025.

Áhrif viðaukans á rekstur Ísafjarðarbæjar er aukning afskrifta um 38.500.000 kr. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru auknar afskriftir um 19.300.000 kr. eða lækkun afkomu úr 214.000.000 kr. í 194.700.000 kr. Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er 38.500.000 kr. eða lækkun afkomu úr 986.000.000 kr. í 947.500.000 kr.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 14. júlí 2025, um launakostnað fyrir janúar til júní árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Dagverðardalur - Nöfn á götum, tilllögur - 2025070017

Tillaga frá 655. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki götuheiti á þremur nýjum götum í frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði, þannig að gata 1 fái heitið Hádegislaut, gata 2 fái heitið Skíðalaut og gata 3 fái heitið Hnífalaut.
Bæjarráð þakkar fyrir þær fjölmörgu tillögur sem bárust og samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Suðurtangi 1- Lóð slökkvistöðvar - 2025030202

Tillaga frá 5. fundi nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, dags. 8. ágúst 2025, um að ganga til samninga við lægstbjóðanda í útboði vegna hreinsunar á lóð slökkvistöðvar við Suðurtanga 1, Ísafirði.
Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. ágúst, vegna opnunar útboðsins.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Verkhaf ehf., vegna hreinsunar á lóð slökkvistöðvar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Bræðratunga 2-12, Ísafirði. Umsókn um lóðir undir raðhús - 2025070033

Tillaga frá 655. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. júlí 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Norís ehf. fái lóðirnar nr. 2-12 við Bræðratungu samkvæmt umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Hrafnatangi og Skarfatangi - Lagnir og burðarlag - 2025030031

Lagðar fram til kynningar verkfundagerðir nr. 6 og 7 vegna verksins „Hrafnatangi og Skarfatangi lagnir og burðarlag“.
Lagt fram til kynningar.

7.Hjúkrunarheimilið Eyri - afnotasamningur við HVEST - 2025070024

Lagt fram til staðfestingar nýtt samkomulag milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um afnot af húsnæði fyrir hjúkrunarheimilið Eyri að Torfnesi á Ísafirði.
Bæjarráð staðfestir samkomulag Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um afnot af húsnæði fyrir hjúkrunarheimilið Eyri að Torfnesi á Ísafirði.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

8.Tímabundinn undirbúningshópur farsældarráðs Vestfjarða - 2025080023

Lagt fram erindi Ernu Leu Bergsteinsdóttur, verkefnastjóra farsældarráðs Vestfjarðastofu, dags. 21. júlí 2025, þar sem óskað er eftir tilnefningu sveitarfélaganna í tímabundinn undirbúningshóp farsældarráðs Vestfjarða.
Bæjarráð tilnefnir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í undirbúningshópnum.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - 2025040016

Lögð fram til kynningar yfirlýsing stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 7. júlí 2025, vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 655 - 2507004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 655. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. júlí 2025.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 655 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Norís ehf. fái lóðirnar nr. 2-12 við Bræðratungu skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 655 Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir þær tillögur sem bárust. Mikið af skemmtilegum tillögum bárust frá um tuttugu aðilum og sumir með fleiri en eina tillögu.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gata 1 fái heitið Hádegislaut, gata 2 fái heitið Skíðalaut og gata 3 fái heitið Hnífalaut.

11.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 5 - 2508002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn föstudaginn 8. ágúst 2025
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?