Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156
Þorsteinn Másson, mætir til fundar til að ræða vinnslutillögur Eyrarkláfsverkefnis.
Þorsteinn Másson yfirgefur fund klukkan 14:00.
Gestir
- Þorsteinn Másson - mæting: 13:30
2.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077
Lagt fram erindi Silju Traustadóttur hjá EFLU f.h. landeigenda, með ósk um heimild til breytingar á skipulagi landeigna við Núp í Dýrafirði, L140979, áður skólabyggingar og lóðir Héraðsskólans, dags. 10. desember 2024. Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd var jákvæð fyrir erindinu á fundi nr. 655 en sviðsstjóra var falið að taka saman minnisblað með kostnaðargreiningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd var jákvæð fyrir erindinu á fundi nr. 655 en sviðsstjóra var falið að taka saman minnisblað með kostnaðargreiningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir nýjum byggðarkjarna í sveitarfélaginu á Núpi í Dýrafirði. Vinna er nú þegar hafin við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og telur nefndin að svo stór breyting eigi heima í endurskoðun aðalskipulags.
3.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001
Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi Fertram, dags. 11. október 2024 með ósk stækkun á lóðinni við Hlíðarveg 15 á Ísafirði, til að hægt sé að gera umbeðið svæði hluta af skipulagðri lóð við Hlíðarveg 15, með grasi, blómum, öðrum gróðri, gönguleið og slíku.
Jafnframt er lagður fram tölvupóstur, dags. 19. mars 2025 þar sem umsækjandi fellur frá áformum.
Jafnframt er lagður fram tölvupóstur, dags. 19. mars 2025 þar sem umsækjandi fellur frá áformum.
Lagt fram til kynningar.
4.Flateyraroddi - endurgerð deiliskipulags - 2020100066
Á 547. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. nóvember 2020, var lagt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að heimila endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda. Bæjarstjórn samþykkti tillögu nefndarinnar þann 26. nóvember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
5.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Á 626. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn dags. 2. október 2023 frá Má Erlingssyni f.h. Gallons ehf. eigendum fasteignar við Oddaveg 5 á Flateyri vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi.
Jafnframt var lagt fram erindi frá Má Erlingssyni f.h. Gallons ehf. dags. 21. febrúar 2024 um skil á lóðinni skv. skilyrðum lóðarleigusamnings dags. 29. júlí 1945.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestaði endurnýjun lóðarleigusamnings við Oddaveg 5 á Flateyri, þar til niðurstöður jarðvegssýnatöku liggja fyrir.
Nú eru lagðar fram niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. júní 2025, sem eru innan marka nema í sýnum sem eru tekin í holum 2 og 3. Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd við hreinsunaraðferð sem lögð er til en leggur áherslu á að taka verður sýni í jaðri svæðisins (holanna) þegar búið er að grafa jarðveginn burt til að tryggja að allur jarðvegur sem er yfir mörkum fari í meðhöndlun. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. júlí 2025.
Jafnframt var lagt fram erindi frá Má Erlingssyni f.h. Gallons ehf. dags. 21. febrúar 2024 um skil á lóðinni skv. skilyrðum lóðarleigusamnings dags. 29. júlí 1945.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestaði endurnýjun lóðarleigusamnings við Oddaveg 5 á Flateyri, þar til niðurstöður jarðvegssýnatöku liggja fyrir.
Nú eru lagðar fram niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. júní 2025, sem eru innan marka nema í sýnum sem eru tekin í holum 2 og 3. Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd við hreinsunaraðferð sem lögð er til en leggur áherslu á að taka verður sýni í jaðri svæðisins (holanna) þegar búið er að grafa jarðveginn burt til að tryggja að allur jarðvegur sem er yfir mörkum fari í meðhöndlun. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. júlí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka fyrir erindið að nýju þegar hreinsunarstarfi við holu 2 og 3 er lokið við Oddaveg 5 á Flateyri.
6.Fiskhjallur við Hafnarbakka 5 á Flateyri, lóðarmál - 2025060087
Lagður fram tölvupóstur frá Elíasi Guðmundssyni hjá Nostalgíu ehf., eiganda fasteigna við Hafnarbakka 5 á Flateyri dags. 12. júní 2025 með ósk um lóðarleigusamning undir fiskhjall sem var reistur árið 1991. Skv. deiliskipulagi Flateyrarodda frá 1999 er hjallur víkjandi af skipulagi, á lóð við Oddaveg 5.
Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er umræddur fiskhjallur á lóð við Oddaveg 5. Jarðvegur við Oddaveg 5 er mengaður og ekki er hafið hreinsunarstarf.
Nefndin vísar því umsókninni frá og bendir á að hafin er endurskoðun á deiliskipulagi Flateyrarodda.
Nefndin vísar því umsókninni frá og bendir á að hafin er endurskoðun á deiliskipulagi Flateyrarodda.
7.Flateyrarhöfn 6, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025070005
Lögð fram umsókn dags. 1. júlí 2025 frá Arctic Odda ehf. um endurnýjun lóðaleigusamnings við Flateyrarhöfn 6 á Flateyrarodda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögnum frá hafnarstjórn, siglingasviði Vegagerðar sem og Veðurstofu Íslands.
8.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088
Lögð fram umsagnarbeiðni að nýju úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, dags. 13. júní 2025 (mál nr. 0166/2024), kynning umhverfismatsskýrslu, vegna áforma Háafells ehf. um aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi.
Háafell áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi með því að auka hámarks lífmassa um 4.500 tonn, fækka eldissvæðum og stækka og breyta eldissvæðunum Ytra-Kofradýpi og Bæjahlíð. Hámarkslífmassi eldisins verður þá allt að 11.300 tonn á hverjum tíma. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja.
Frestur til athugasemda er til 24. júlí 2025.
Háafell áformar frekari uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi með því að auka hámarks lífmassa um 4.500 tonn, fækka eldissvæðum og stækka og breyta eldissvæðunum Ytra-Kofradýpi og Bæjahlíð. Hámarkslífmassi eldisins verður þá allt að 11.300 tonn á hverjum tíma. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja.
Frestur til athugasemda er til 24. júlí 2025.
Á 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 1. júlí 2025, fól nefndinni sviðsstjóra að taka saman minnisblað. Vegna sumarleyfa er minnisblaðið ekki klárt. Nefndin leggur áherslu á að Ísafjarðarbær skili inn umsögn og felur sviðsstjóra að skila umsögn.
Telur nefndin eðlilegt að frestur til athugasemda sé lengdur fram í miðjan ágúst.
Telur nefndin eðlilegt að frestur til athugasemda sé lengdur fram í miðjan ágúst.
9.Fljótandi hús á Pollinum, Ísafirði - 2025040120
Lögð fram kynning, dags. í júlí 2025, frá Ricarda Neehuis og Douglas Robinson um fljótandi hús "Fjarðarheimili" á Ísafirði. Ricarda fékk styrk frá Rannís og gerði mastersritgerð sem hún varði 2024. Doug kom inn í verkefnið á þessu ári og nú eru þau að vinna í og sækja um styrki til að setja upp prufuflotbryggju og seinna hús. Þau vilja reisa prufupall hjá Torfnesi og leita eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið en minnir jafnframt á ábyrgð umsækjanda og að flotbryggjan valdi ekki skemmdum á eigum annarra og mikilvægi þess að hreinsa að tilraunum loknum.
Áður en formlegt leyfi verður veitt er óskað umsagnar hafnarstjórnar og siglingasviðs Vegagerðar.
Áður en formlegt leyfi verður veitt er óskað umsagnar hafnarstjórnar og siglingasviðs Vegagerðar.
10.Kerfið - A Scale Model of the Solar System - 2025070034
Lögð fram kynning dags. 1. júlí 2025, frá Diego Ragnari Agnemi um Kerfið. Kerfið er fræðandi samfélags- og menningarverkefni sem snýst um að gera stórt módel af sólkerfinu á Vestfjörðum.
Á þessu stigi málsins leitar Diego aðstoðar Ísafjarðarbæjar til að fá leyfi til að nota hringtorgið á Ísafirði fyrir módelið fyrir sólina sem og stuðningsbréfi til að styðja við styrkumsóknir.
Á þessu stigi málsins leitar Diego aðstoðar Ísafjarðarbæjar til að fá leyfi til að nota hringtorgið á Ísafirði fyrir módelið fyrir sólina sem og stuðningsbréfi til að styðja við styrkumsóknir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar.
11.Bræðratunga 2-12, Ísafirði. Umsókn um lóðir undir raðhús - 2025070033
Lögð fram umsókn dags. 7. júlí 2025 frá Norís ehf. um raðhúsalóðir við Bræðratungu 2-12 í Tunguhverfi Ísafirði. Jafnframt lagt fram deiliskipulag við Bræðratungu, dags. samþykktar er 15. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Norís ehf. fái lóðirnar nr. 2-12 við Bræðratungu skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
12.Dagverðardalur - Nöfn á götum, tilllögur - 2025070017
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir tillögum að götuheitum á þrjár nýjar götur í frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði og var frestur til að skila inn tillögum til 30. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir þær tillögur sem bárust. Mikið af skemmtilegum tillögum bárust frá um tuttugu aðilum og sumir með fleiri en eina tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gata 1 fái heitið Hádegislaut, gata 2 fái heitið Skíðalaut og gata 3 fái heitið Hnífalaut.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gata 1 fái heitið Hádegislaut, gata 2 fái heitið Skíðalaut og gata 3 fái heitið Hnífalaut.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Nefndin er jákvæð fyrir verkefninu í heild sinni. Nefndin hefur áhyggjur af aukinni bílaumferð um Hlíðarveg, sérstaklega umferð stórra farartækja og hefur á fyrri stigum gert athugasemdir við stærð bílastæða. Í kynningunni var farið yfir nokkrar breytingar sem munu koma til móts við fyrri athugasemdir.