Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1330. fundur 23. júní 2025 kl. 08:10 - 09:28 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Birkir Helgason
Starfsmenn
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Act Alone - beiðni um tjaldsvæði 6.-9. ágúst - 2025060111

Lagt fram erindi Elfars Loga Hannessonar, f.h. Act Alone, dags. 4. júní 2025, varðandi beiðni um að koma upp tjaldsvæði með salernisaðstöðu fyrir hátíðina 6.-9. ágúst 2025.



Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. júní 2025, varðandi málið.
Í gildi er styrktarsamningur milli Ísafjarðarbæjar og Act Alone, þar sem uppsetning á tjaldsvæði er ekki hluti samnings. Ísafjarðarbær rekur ekki tjaldsvæði á Suðureyri en er opið fyrir aðkomu einkaaðila að þróun þess.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Hrafnatangi og Skarfatangi - Lagnir og burðarlag - 2025030031

Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjögurra verkfunda varðandi Hrafnatanga og Skarfatanga, lagnir og burðarlag.



Fundir voru haldnir 15. apríl, 2. maí, 19. maí og 6. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar og úrbætur mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagðar fram til kynningar 16 verkfundagerðir vegna ofanflóðavarna á Flateyri, en fundir voru haldnir 12. júní, 3. júlí, 17. júlí, 7. ágúst, 26. ágúst, 11. september, 25. september, 9. október, 23. október, 6. nóvember, 20. nóvember, 4. desember, 18. desember 2024, og 4. maí, 3. júní og 16. júní 2025.
Verkfundagerðir lagðar fram til kynningar.

Bæjarstjóra er falið að skoða ódýrar lausnir til að takmarka lausagöngu sauðfjár innan þorpsins.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl: 08:30

4.Samkomuhúsið á Flateyri - beiðni um meðgjöf ásamt rekstrarsamningi - 2025060110

Lagt fram til kynningar erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur, f.h. Hollvinasamtaka Samkomuhússins á Flateyri, þar sem óskað er eftir meðgjöf með húsinu vegna viðhaldsþarfar, samhliða gjöf sveitarfélagsins til Hollvinasamtakanna og rekstrarsamningi.
Bæjarráð vísar erindi til fjárhagsáætlunargerðar 2026 og bæjarstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn Hollvinasamtaka Samkomuhússins á Flateyri í samræmi við umræður á fundinum.

5.Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum - 2025050045

Lagt fram svarbréf frá Braga Þór Thorodden, sveitarstjóra, f.h. sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps dags. 18. júní 2025 þar sem vísað er í bréf dags. 2. júní 2025 varðandi sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps þakkar erindið, en hefur þegið boð Strandabyggðar um sameiningarviðræður og mun halda þeim áfram. Sveitarstjórnin tekur hins vegar jákvætt í boð Ísafjarðarbæjar um sams konar óformlegar sameiningarviðræður og tekur undir að heppilegt væri að skoða greiningu á kostum sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum.



Jafnframt lögð fram bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, dags. 18. júní 2025, þar sem Bæjarstjórn Vesturbyggðar þakkar Ísafjarðarbæ erindið. Nýlega voru Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinuð, og er sú vinna enn í fullum gangi. Á meðan á því ferli stendur, er ekki tímabært fyrir Vesturbyggð að leggja mat á eða taka þátt í frekari sameiningarviðræðum.



Að lokum lögð fram bókun hreppsnefndar Árnesshrepps, dags. 13. júní 2025, þar sem fram kemur að Hreppsnefnd Árneshrepps er að hefja viðræður við Kaldrananeshrepp varðandi sameiningarmál og telur rétt að skoða hvað út úr þeim kemur.
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi frá hafnarstjórum og framkvæmdastjórum sveitarfélögum vegna nýs innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa - 2025060109

Lagt fram erindi frá hafnarstjórum og framkvæmdastjórum skemmtiferðaskipa vegna gjaldtöku á skemmtiferðaskip, dags. 16. júní 2025, sent atvinnuvegaráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptanefnd.



Jafnframt lagt fram afrit af Facebook pósti Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, dags. 20. júní 2025, vegna málsins.
Bæjarráð fagnar þeirri stefnubreytingu sem atvinnuvegaráð hefur boðað.

7.Erindi frá CLIA vegna nýs innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa - 2025020080

Lagt fram erindi CLIA, dags. 20. júní 2025, er varðar yfirlit fundar CLIA með þingmönnum þann 11. júní 2025, vegna innviðaskatts á skemmtiferðaskip, þar sem lagðar voru fram tillögur að breytingum á álagningu fyrirhugaðs gjalds.



Jafnframt lögð fram gögn frá CLIA um stjórnun skemmtiskipaferða og rekstur félagsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 981. og 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí, 13. júní og 16.júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Brákar íbúðafélags hses. 2023-2025 - 2025010201

Lögð fram til kynningar fundargerð Ársfundar Brákar íbúðafélags hses., fyrir árið 2024 sem haldin var þann 11 júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087

Mál tekið á dagskrá að beiðni formanns, en fundargerð 25. fundur skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar var lögð fram til kynningar á 1330. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka vegna málsins og leggja fram á fundi bæjarráðs.

11.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 4 - 2506022F

Lögð fram fundargerð 4. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði sem haldin var þann 19. júní 2025.



Fundargerð er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 25 - 2506016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 25. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 18. júní 2025.



Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarstjóra er falið að undirbúa viðauka vegna þriðja dagskráliðar í fundargerðinni: Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 25 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki í samræmi við minnisblað svo hægt verði að uppfæra rafbúnað í skíðalyftum á skíðasvæðinu í Tungudal á árinu 2025.

Fundi slitið - kl. 09:28.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?