Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1329. fundur 16. júní 2025 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Gylfi Ólafsson
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sjóvarnargarður við Brimnesveg á Flateyri - beiðni um úttekt - 2025060078

Lagt fram erindi hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 13. maí 2025, þar sem óskað er úttektar og áætlunar um sjóvarnir á Flateyri. Gera þurfi ástandsmat og mælingar á sjóvarnargarðinum við Brimnesveg/Kambinn vegna sigs, en garðurinn sé hættulegur á nokkrum stöðum. Verja þurfi eyrina jafnframt fyrir frekara rofi við stórstraum.



Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. júní 2025, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir heilstæðri úttekt á stöðu sjóvarnagarða í sveitarfélaginu öllu hjá Vegagerðinni.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Svæðisráð um strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2025060074

Lagt fram erindi Kristínar Söndru Karlsdóttur, f.h. félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, dags. 5. júní 2025, þar sem óskað er eftir sameiginlegri tilnefningu Vesturbyggðar, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Strandabyggðar og Súðavíkurhrepps í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði.



Óskað er eftir tilnefningu þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fulltrúi Ísafjarðarbæjar verði Jóhann Birkir Helgason, og að hann verði aðalfulltrúi í svæðisráði um strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði.

3.Fiskeldissjóður 2025 - 2025020199

Lagður fram til kynningar rökstuðningur stjórnar Fiskeldissjóðs, dags. 5. júní 2025, vegna úthlutunar til Ísafjarðarbæjar árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:30.

4.Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum - 2025050045

Lagt fram erindi Þorgeirs Pálssonar f.h. Strandabyggðar dags. 12. júní 2025 þar sem kynnt er bókun sveitarstjórnar Strandabyggðar frá sveitarstjórnarfundi 1378, þann 10. júní 2025 um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur vel í erindið og er jákvæð um samtal um sameiningar.
Bæjarráð þakkar svarið. Beðið er svara annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum.

5.Álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði. - 2025060052

Lagt fram erindi Ólafs Stephensen f.h. Félags atvinnurekenda, dags. 10. júní 2025 um fasteignamat fyrir árið 2026 og að sveitarfélög skoði að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum fasteignamatsins. Félagið hvetur jafnframt til uppbyggilegs samtals sveitarfélaganna og ríkisvaldsins um breytt kerfi skattlagningar fasteigna með minni sveiflur og meiri fyrirsjáanleika að markmiði.
Erindinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.

6.Mjólkárlína II - kæra framkvæmdaleyfis til UUA - 2025050030

Lagður fram úrskurður dags. 30. maí 2025 í máli nr. 70/2025, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 3. apríl 2025 um að samþykkja umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagningar jarðstrengs í norðanverðum Arnarfirði vegna framkvæmdarinnar Mjólkárlínu 2.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - Þingeyri - 2025010287

Lögð fram til kynningar fundargerð íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri
en fundur var haldinn 4. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Menningarmálanefnd - 176 - 2506008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 176. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 5. júní 2025.



Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 2 - 2505029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 30. maí 2025.



Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 3 - 2506012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 5. júní 2025.



Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 - 2506005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 653. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur varh haldinn 12. júní 2025.



Fundargerðin er í 15 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Annas Jón Sigmundsson fái lóðina við Freyjugötu 1 á Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ólafía Þorsteinsdóttir fái lóðina við Kaplaskjól 5, Skutulsfirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.


  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Sindragötu 2 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 653 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu í samræmi við 3. málsgrein 44. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að með breytingu á gögnum þá hafi verið komið til móts við innsendar athugasemdir á grenndarkynningartímabili, en þó þannig að aðgengi verði frá gangstétt sem liggur að sundlaug.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við breytt gögn.

12.Velferðarnefnd - 490 - 2505022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 490. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 4. júní 2025.



Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?