Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Erla Bryndís Kristjánsdóttir mætti til fundar um fjarfundarbúnað kl. 13:35.
1.Deiliskipulag á Torfnesi - menntastofnanir og dæluhús - 2025030193
Erla Bryndís Kristjánsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Verkís ehf. mætir til fundar til að ræða vinnslutillögu að breytingum á deiliskipulagi Torfness, menntastofnanir og dæluhús.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir fór af fundi kl. 13:55.
Gestir
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 13:35
2.Mjólkárlína II - kæra framkvæmdaleyfis til UUA - 2025050030
Lagður fram úrskurður dags. 30. maí 2025 í máli nr. 70/2025, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 3. apríl 2025 um að samþykkja umsókn um framkvæmdarleyfi vegna lagningar jarðstrengs í norðanverðum Arnarfirði vegna framkvæmdarinnar Mjólkárlínu 2.
Lagt fram til kynningar.
3.Freyjugata 1, Suðureyri. Umsókn um íbúðarhúsalóð - 2025050015
Lögð fram umsókn um lóð við Freyjugötu 1 á Suðureyri, undir einbýlishús, frá Annasi Jóni Sigmundssyni, dags. 28. apríl 2025.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 6. júní 2025.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 6. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Annas Jón Sigmundsson fái lóðina við Freyjugötu 1 á Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
4.Kaplaskjól 5, Engidal. Umsókn um lóð undir hesthús - 2025060020
Lögð fram umsókn um hesthúsalóð í Engidal, Skutulsfirði við Kaplaskjól 5, frá Ólafíu Þorsteinsdóttur, dags. 3. júní 2025. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 6. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ólafía Þorsteinsdóttir fái lóðina við Kaplaskjól 5, Skutulsfirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Anton Helgi Guðjónsson vék af fundi undir þessum lið.
5.Sindragata 2 á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2025060005
Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eiganda fasteignarinnar við Sindragötu 2 á Ísafirði, dags. 2. júní 2025. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 6. júní 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Sindragötu 2 á Ísafirði.
Anton Helgi Guðjónsson mætti aftur til fundar undir þessum lið.
6.Útsýnispallur við Brimnesveg, Flateyri. - 2016080025
Erindið var grenndarkynnt var frá 18. mars 2024 til og með 18. apríl 2024.
Umsögn barst frá Vegagerðinni 19. mars 2024 þar sem tryggja þarf að öldumögnun hafi ekki áhrif á grjótgarðinn og tryggja þarf að virkni sjóvarnar haldist óbreytt.
Athugasemdir bárust frá hverfaráðinu og svo íbúum varðandi útsýnisskerðingu og sýnileika inn í íbúðir ásamt ónæði, einnig varðandi snjósöfnunarsvæði. Óskað var eftir að pallurinn yrði færður um 20-30 metra og hann speglaður.
Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 629 var bókað að taka tillit til athugasemda.
Verkís hefur verið falið að snúa pallinum og færa nær sundlaug, en þó þannig að aðgengi verði frá gangstétt sem liggur að sundlaug.
Umsögn barst frá Vegagerðinni 19. mars 2024 þar sem tryggja þarf að öldumögnun hafi ekki áhrif á grjótgarðinn og tryggja þarf að virkni sjóvarnar haldist óbreytt.
Athugasemdir bárust frá hverfaráðinu og svo íbúum varðandi útsýnisskerðingu og sýnileika inn í íbúðir ásamt ónæði, einnig varðandi snjósöfnunarsvæði. Óskað var eftir að pallurinn yrði færður um 20-30 metra og hann speglaður.
Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 629 var bókað að taka tillit til athugasemda.
Verkís hefur verið falið að snúa pallinum og færa nær sundlaug, en þó þannig að aðgengi verði frá gangstétt sem liggur að sundlaug.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu í samræmi við 3. málsgrein 44. gr. skipulagslaga. Nefndin telur að með breytingu á gögnum þá hafi verið komið til móts við innsendar athugasemdir á grenndarkynningartímabili, en þó þannig að aðgengi verði frá gangstétt sem liggur að sundlaug.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við breytt gögn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við breytt gögn.
7.Seljalandsvegur 2. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2025050147
Lögð er fram fyrirspurn Samúels Orra Stefánssonar til byggingarfulltrúa, dags. 20. maí 2025, um áform húseiganda að byggja viðbyggingu ofan á bílgeymslu, grenndarkynning hefur farið fram fyrir nærliggjandi húseigendum sbr. undirritanir á fylgiskjali. Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið þá er óskað álits nefndarinnar á málinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að skilyrðum grenndarkynningar hafi verið fullnægt í samræmi við 3. mgr. 44 greinar skipulagslaga.
"Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda".
"Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda".
8.Sumarhúsalóðir á landi L138011 Ytri-húsa í Arnardal, Skutulsfirði. - 2025050125
Lagður fram tölvupóstur dags. 14. maí 2025, frá Auði Örnu Höskuldsdóttur, f.h. landeigenda Ytri Húsa í Arnardal þar sem er ítrekað erindi frá árinu 2012, þá var sótt um að gera 9 sumarhúsalóðir í landi Ytri-Húsa í Arnardal. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar bókaði þann 9. janúar 2013, að landeigendur hefðu heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi inn í endurskoðun aðalskipulags.
9.Mánagata 6 - Umfangsflokkur 2 - 2025050119
Lögð er fram umsókn Samúels Orra Stefánssonar f.h. Hnífa ehf. vegna breyttrar notkunar húsnæðisins ásamt því að koma upp tvennum svölum. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu.
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem ekki er gert grein fyrir bílastæðum í umsókn en skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja íbúð á svæðinu.
Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem ekki er gert grein fyrir bílastæðum í umsókn en skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja íbúð á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við að fallið verði frá kröfum um almenn bílastæði en bílastæði ætlað fötluðum verði í samræmi við byggingarreglugerð.
10.Gemlufall, Dýrafirði. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna smáhýsa - 2025050023
Lögð fram fyrirspurn dags. 6. apríl 2025 frá Jóni Skúlasyni, eiganda jarðarinnar L140949, Gemlufall í Dýrafirði vegna áforma um tvö smáhýsi til útleigu innan jarðarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í þriðja húsið en komi til þess að viðkomandi vilji fara í frekari uppbyggingu þarf að breyta aðalskipulagi þ.e. landnotkun úr landbúnaðarnotum í verslun og þjónustu, sem- og að unnið verði deiliskipulag.
Skv. Ask 2008-2020 er heimilt að byggja 3 frístundahús, þar sem rými leyfir. Umsækjandi er með þessari umsókn að sækja um fyrir þriðja og fjórða frístundahúsinu.
Skv. Ask 2008-2020 er heimilt að byggja 3 frístundahús, þar sem rými leyfir. Umsækjandi er með þessari umsókn að sækja um fyrir þriðja og fjórða frístundahúsinu.
11.Vallargata 1A - Umfangsflokkur 2 - 2025050120
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 82, þann 18. mars síðastliðinn, var lögð fram fyrirspurn frá Trípóli arkitektum, þar sem óskað er eftir áliti nefndar á því að bílastæði fyrir framan hús en utan lóðar, hvort lóðarhafa sé heimilt að nýta bílastæðin vegna reksturs hússins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndar að útbúa samkomulag í lóðarleigusamningi þegar til þess kemur.
12.Tímabundin notkun á bílastæði - sumar 2025 - 2025060048
Lagður fram tölvupóstur frá Odd Andra Thomasson, dags. 17. maí sl., f.h. Bubbly Bistró og Vín, á horni á Hafnarstrætis og Austurvegar þar sem óskað er eftir að fá að nýta eitt (til tvö) bílastæði í sumar fyrir útiborð. Hugmyndin er að setja blómaker með trjám og blómum og tvö til þrjú borð milli þeirra. Bubbly stendur straum af öllum kostnaði og kerin yrðu fjarlægð fyrir veturinn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í hugmyndina og felur starfsmanni nefndar að komast að samkomulagi um tímabundna notkun bílastæða fyrir útisvæði sumarið 2025.
13.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 18. og 19. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundir voru haldnir 26. maí og 3. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.
Nanný Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
14.Söluaðstöðugámur, Mávagarði á Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2025050145
Lögð er fram umsókn Rúnars Óla Karlssonar um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám að Mávagarði.
Jafnframt eru lagðar fram loft- og ljósmyndir er sýna staðsetningu gáms.
Stefna Ísafjarðarbæjar er að veita stöðuleyfi sem tímabundna lausn til 12 mánaða að hámarki.
Þar sem umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi fyrir umræddan gám á sama stað er óskað álits skipulags- og mannvirkjanefndar á umsókninni.
Jafnframt eru lagðar fram loft- og ljósmyndir er sýna staðsetningu gáms.
Stefna Ísafjarðarbæjar er að veita stöðuleyfi sem tímabundna lausn til 12 mánaða að hámarki.
Þar sem umsækjandi hefur áður fengið stöðuleyfi fyrir umræddan gám á sama stað er óskað álits skipulags- og mannvirkjanefndar á umsókninni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúa gefi út stöðuleyfi skv. byggingarreglugerð.
15.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 84 - 2505023F
Lögð fram fundargerð frá 84. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?