Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Stjórnendur í Grunnskólanum á Ísafirði - 2025050040
Lagt fram erindi Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 8. maí 2025 þar sem greint er frá stöðunni í stjórnendateymi Grunnskólans á Ísafirði. Lagt er til að bætt verði við 50% stöðu deildarstjóra við skólann vegna fjölgunar nemenda og aukinna sérþarfa barna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til afgreiðslu í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Baldur yfirgaf fund kl. 8:28.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:10
- Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:10
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 11 - Grunnskólinn á Ísafirði - 2025020006
Lagður fram til samþykktar viðauki 11 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna aukins kostnaðar í rekstri Grunnskólans á Ísafirði. Kostnaður er alls kr. 21.316.305 en honum er mætt með tilfærslu á öðrum deildum A hluta.
Nauðsynlegt er að uppfæra tölvubúnað og öryggisbúnað fyrir hærri fjárhæð en áætlað var, eða kr. 7,7 m.kr. Aukið svigrúm er nauðsynlegt í kaffi- og matarkostnaði, og kostnaður vegna skólaaksturs er hærri en áætlað var. Þá var samið við ræstifyrirtæki um þrif vegna breyttra forsendna í starfsmannahaldi og kostnaður ársins áætlaður um 8 m.kr. fyrir árið. Samanlagt aukinn kostnaður við GÍ nemur 21,3 m.kr. og er því mætt með hagræðingu á öðrum deildum A hluta.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Nauðsynlegt er að uppfæra tölvubúnað og öryggisbúnað fyrir hærri fjárhæð en áætlað var, eða kr. 7,7 m.kr. Aukið svigrúm er nauðsynlegt í kaffi- og matarkostnaði, og kostnaður vegna skólaaksturs er hærri en áætlað var. Þá var samið við ræstifyrirtæki um þrif vegna breyttra forsendna í starfsmannahaldi og kostnaður ársins áætlaður um 8 m.kr. fyrir árið. Samanlagt aukinn kostnaður við GÍ nemur 21,3 m.kr. og er því mætt með hagræðingu á öðrum deildum A hluta.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 11 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna aukins kostnaðar í rekstri Grunnskólans á Ísafirði. Kostnaður er alls kr. 21.316.305 en honum er mætt með tilfærslu á öðrum deildum A hluta.
Nauðsynlegt er að uppfæra tölvubúnað og öryggisbúnað fyrir hærri fjárhæð en áætlað var, eða kr. 7,7 m.kr. Aukið svigrúm er nauðsynlegt í kaffi- og matarkostnaði, og kostnaður vegna skólaaksturs er hærri en áætlað var. Þá var samið við ræstifyrirtæki um þrif vegna breyttra forsendna í starfsmannahaldi og kostnaður ársins áætlaður um 8 m.kr. fyrir árið. Samanlagt aukinn kostnaður við GÍ nemur 21,3 m.kr. og er því mætt með hagræðingu á öðrum deildum A hluta.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Nauðsynlegt er að uppfæra tölvubúnað og öryggisbúnað fyrir hærri fjárhæð en áætlað var, eða kr. 7,7 m.kr. Aukið svigrúm er nauðsynlegt í kaffi- og matarkostnaði, og kostnaður vegna skólaaksturs er hærri en áætlað var. Þá var samið við ræstifyrirtæki um þrif vegna breyttra forsendna í starfsmannahaldi og kostnaður ársins áætlaður um 8 m.kr. fyrir árið. Samanlagt aukinn kostnaður við GÍ nemur 21,3 m.kr. og er því mætt með hagræðingu á öðrum deildum A hluta.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:35.
3.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2024 - fjárhagsleg markmið - 2025020192
Lögð fram til kynningar uppfærð gögn vegna fjárhagslegra markmiða sveitarfélagsins miðað við Ársreikning Ísafjarðarbæjar 2024.
Lagt fram til kynningar.
4.Ársfjórðungsuppgjör 2025 - 2025050010
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. maí 2025, um niðurstöðu fyrsta ársfjórðungs 2025 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok fyrsta ársfjórðungs.
Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.047 m.kr. fyrir janúar til mars 2025. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.015 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 32 m.kr. hærri en áætlað var á fyrsta ársfjórðungi.
Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.047 m.kr. fyrir janúar til mars 2025. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.015 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 32 m.kr. hærri en áætlað var á fyrsta ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:15.
5.Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum - 2025050045
Mál sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs varðandi mögulegar sameiningar sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Strandabyggð hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við þrjú önnur sveitarfélög á Vestfjörðum; Kaldrananeshrepp, Súðavíkurhrepp og Árneshrepp, sjá fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar nr. 1375, frá 8. apríl 2025.
Í stefnuyfirlýsingu Í-listans fyrir kjörtímabilið segir: „Ísafjarðarbær er opinn fyrir öllu samstarfi sveitarfélaga á svæðinu og hugmyndum um sameiningu þeirra.“ Fyrr á kjörtímabilinu lýsti Árneshreppur yfir vilja til sameiningar sem bæjarráð tók vel í, en ekkert varð meira úr málinu.
Formaður hefur á síðustu vikum átt samtöl við forsvarsmenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum. Almennt sjá þau fyrir sér að frekari sameiningar séu skynsamlegar og óumflýjanlegar á næstu 5-15 árum, en misjafnt er hversu mikill áhugi er á sameiningum að sinni.
Formaður leggur til að bæjarráð lýsi yfir skýrum vilja til sameininga sveitarfélaga á Vestfjörðum og að bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum sem kunna að skapast í tengslum við það. Það sé skýrt af hálfu bæjarins að sameiningarvilji eigi ekki að koma í veg fyrir smærri sameiningar annarra sveitarfélaga ef þær eru taldar heppilegri til skemmri tíma.
Strandabyggð hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við þrjú önnur sveitarfélög á Vestfjörðum; Kaldrananeshrepp, Súðavíkurhrepp og Árneshrepp, sjá fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar nr. 1375, frá 8. apríl 2025.
Í stefnuyfirlýsingu Í-listans fyrir kjörtímabilið segir: „Ísafjarðarbær er opinn fyrir öllu samstarfi sveitarfélaga á svæðinu og hugmyndum um sameiningu þeirra.“ Fyrr á kjörtímabilinu lýsti Árneshreppur yfir vilja til sameiningar sem bæjarráð tók vel í, en ekkert varð meira úr málinu.
Formaður hefur á síðustu vikum átt samtöl við forsvarsmenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum. Almennt sjá þau fyrir sér að frekari sameiningar séu skynsamlegar og óumflýjanlegar á næstu 5-15 árum, en misjafnt er hversu mikill áhugi er á sameiningum að sinni.
Formaður leggur til að bæjarráð lýsi yfir skýrum vilja til sameininga sveitarfélaga á Vestfjörðum og að bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum sem kunna að skapast í tengslum við það. Það sé skýrt af hálfu bæjarins að sameiningarvilji eigi ekki að koma í veg fyrir smærri sameiningar annarra sveitarfélaga ef þær eru taldar heppilegri til skemmri tíma.
Formaður leggur til að bæjarráð lýsi yfir skýrum vilja til sameininga sveitarfélaga á Vestfjörðum og að bæjarstjóra verði falið að vera fulltrúi sveitarfélagsins í óformlegum viðræðum sem kunna að skapast í tengslum við það. Það sé skýrt af hálfu bæjarins að sameiningarvilji eigi ekki að koma í veg fyrir smærri sameiningar annarra sveitarfélaga ef þær eru taldar heppilegri til skemmri tíma.
6.Eignarhald félagsheimili Flateyri - 2023010161
Lagt fram erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur, f.h. íbúa á Flateyri, dags. 1. maí 2025, þar sem fram kemur að hópur íbúa hefur hug á að stofna til hollvinasamtaka um húsið og ósa eftir að Ísafjarðarbær gefi hluta eignarinnar til þeirra. Þar með verði ákvörðun um fyrirhugaða sölu hússins dregin til baka. Forsenda stofnunar hollvinasamtaka sé að Ísafjarðarbær sé tilbúinn til að gera langtímasamning og standa straum af lágmarksrekstrarkostnaði og þátttöku í viðhaldi, í samræmi við önnur félagsheimili í sveitarfélaginu.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. maí 2025, um feril málsins og töluleg gögn félagsheimilanna fjögurra til samanburðar.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. maí 2025, um feril málsins og töluleg gögn félagsheimilanna fjögurra til samanburðar.
Bæjarráð telur rétt að gefa Hollvinasamtökum á Flateyri samkomuhúsið að öllu leyti og að gerður verði samningur um styrk sveitarfélagsins til greiðslu fasteignagjalda og hluta rekstrargjalda sambærilegt og gerður hefur verið við félagsheimilið á Suðureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn óstofnaðra Hollvinasamtaka í ljósi þessarar ákvörðunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn óstofnaðra Hollvinasamtaka í ljósi þessarar ákvörðunar.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2025010004
Á 1324. fundi bæjarráðs, þann 5. maí 2025, var lagt fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 29. apríl 2025, Þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 270. mál - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til og með 13.maí 2025 á umsagnagátt Alþingis.
Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar, og er það nú lagt fyrir á nýjan leik, ásamt tillögu bæjarstjóra að umsögn frumvarpsins.
Bæjarráð frestaði málinu til næsta fundar, og er það nú lagt fyrir á nýjan leik, ásamt tillögu bæjarstjóra að umsögn frumvarpsins.
Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og felur bæjarstjóra að senda hana inn í umsagnargátt f.h. Ísafjarðarbæjar.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða - 2025010004
Lagt fram erindi frá atvinnuvegaráðuneyti, dags. 6. maí 2025, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 83/2025, Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða. Umsagnarfrestur er til og með 20. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Evrópsk samgönguvika - 2025050044
Lagt fram til kynningar erindi frá Önnu Sigríði Einarsdóttur f.h. umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu þar sem kynnt er Evrópska Samgönguviku sem haldin er 16.-22. september ár hvert og hefur það að markmiði að kynna fyrir íbúum í þéttbýli fjölbreytta samgöngumáta.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram til kynningar fundargerð 978. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 22 - 2504017F
Lögð fram til kynningar fundargerð skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 7. maí 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 22 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá fyrir skólamat verði breytt á þann veg að þar standi "Í öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar er boðið upp á hressingu á morgnanna og hádegismat, án endurgjalds." Einnig leggur hún til að tímagjald leikskóla og máltíðir hækki um 4% en leggur jafnframt áherslu á að rukkað er fyrir 204 skóladaga. Áfram er greitt sérstaklega fyrir skráningardaga.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar gjaldskrám leikskóla, dagforeldra, dægradvalar og íþróttaskóla fyrir skólaárið 2025-2026 til bæjarstjórnar til samþykktar. -
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 22 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar samningum Ísafjarðarbæjar við skólasálfræðinga til bæjarstjórnar til samþykktar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 22 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar samningi Ísafjarðarbæjar við Rannsóknir og greiningu ehf. til bæjarstjórnar til samþykktar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 22 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í að Lýðskólinn fá 2 tíma gjaldfrjálsa í íþróttasal á Flateyri en telur að nemendur skólans eigi að borga sundkort skv. gjaldskrá eins og önnur ungmenni í sveitarfélaginu. Erindinu vísað til bæjarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?