Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1303. fundur 18. nóvember 2024 kl. 08:10 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Gissur Skarphéðinsson, Kristinn Hróbjartsson, Þorsteinn Másson og Úlfur Þór Úlfarsson, mæta til fundar við bæjarráð til að ræða gerð kláfs upp í Eyrarhlíð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Gestir yfirgáfu fund kl. 8:40.

Gestir

  • Gissur Skarphéðinsson - mæting: 08:10
  • Þorsteinn Másson
  • Úlfur Þór Úlfarsson - mæting: 08:10
  • Kristinn Hróbjartsson - mæting: 08:10

2.Frístundastyrkir - 2024110087

Mál lagt fram að beiðni formanns bæjarráðs, en á 541. fundi bæjarstjórnar, þann 31. október 2024, undir 4. lið um fjárhagsáætlun Ísfjarðarbæjar 2025, lögðu bæjarfulltrúar B-lista Framsóknarflokks, fram bókun varðandi frístundastyrki í Ísafjarðarbæ.

Bókunin var eftirfarandi:
„Bæjarfulltrúar framsóknarflokksins fagna jákvæðri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2025. Ljóst er að samstaða og samvinna bæjarstjórnar ásamt uppsveiflu í atvinnulífi í sveitarfélaginu er að skila sér í betri árangri. Framsókn styður lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda enda eiga íbúar sveitarfélagsins að njóta þess þegar betur árar. Við vinnu milli áætlana myndi Framsókn vilja skoða að gera enn betur og horfir þá sérstaklega til fjölskyldufólks. Í mörgum sveitarfélögum er veittur frístundastyrkur. Frístundaiðkun barna er kostnaðarsöm og myndi frístundastyrkur vera góð búbót til barnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ. Einnig er þetta hvati til íþrótta og tómstundaþátttöku barna og unglinga og styrki grunn þess að öll börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Framsókn telur frístundakort gera sveitarfélagið enn samkeppnishæfara þegar kemur að búsetuákvörðun fjölskyldufólks. Framsókn leggur til að tekið verði til athugunar að taka upp frístundastyrk barna fyrir árið 2025, skoða hvernig önnur sveitarfélög vinna með frístundastyrk og kostnaðarmeta verkefnið.“

Lagt er fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 15. nóvember 2024, um útfærslu frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum ásamt kostnaðargreiningu fyrir Ísafjarðarbæ á sambærilegum styrkjum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að kr. 10.000.000 verði eyrnamerktar verkefni um frístundastyrk á árinu 2025 og að fjárhæðin verði hluti af fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vísa gerð reglna og verklags um úthlutun frístundastyrkja Ísafjarðarbæjar til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Hafdís yfirgaf fund kl. 9:10.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:40

3.Ársfjórðungsuppgjör 2024 - 2024040066

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 14. nóvember 2024, um niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2024 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok þriðja ársfjórðungs. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.214 m.kr. fyrir janúar til september 2024. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.007 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 206 m.kr. hærri en áætlað var á þriðja ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 09:15

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - stofnframlög kaup Brákar Suðureyri og Þingeyri - 2024040018

Á 1291. fundi bæjarráðs, þann 12. ágúst 2024 var samþykkt umsókn Ísafjarðarbæjar, um stofnframlag vegna kaupa á 11 íbúðum á Suðureyri og 9 íbúðum á Þingeyri, f.h. Brákar íbúðafélags hses., að fjárhæð kr. 200.300.000 annars vegar og kr. 126.880.000 hins vegar. Bæjarráð samþykkti að veita 12% stofnframlag til kaupanna að fjárhæð kr. 24.036.000 annars vegar og kr. 15.225.600 hins vegar, alls kr. 39.261.600. Var bæjarstjóra falið að útbúa viðauka vegna málanna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi. Var umræddur viðauki lagður fram til samþykktar í bæjarráði þann 16. ágúst 2024 og samþykktur í sumarleyfi bæjarstjórnar.

Er nú lagður fram til samþykktar viðauki 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna þessara stofnframlagaverkefna.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 185.800.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 738.700.000
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauki 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar vegna þessara stofnframlagaverkefna.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 185.800.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 738.700.000
Edda yfirgaf fund kl. 9:25.

5.Eignarhald félagsheimili Flateyri - 2023010161

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. nóvember 2024, um eignarhald og framtíð Félagsheimilisins á Flateyri.

Jafnframt lögð fram þinglýst gögn, eignayfirlýsing, grunnleigusamningur og lóðablað, svo og fasteignayfirlit.
Bæjarráð er enn fylgjandi sölu á fasteigninni og felur bæjarstjóra að gera tillögu að útfærslu á næstu skrefum.
Bæjarráð telur mikilvægt að söluandvirði verði nýtt til uppbyggingar á Flateyri og eins gert var með söluandvirði Bakkaskjóls í Hnífsdal.

6.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2024 - 2024030070

Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 13. nóvember 2024, vegna launakostnaðar fyrir janúar til október 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustustefna 2023-2026 - 2022110084

Á 1258. fundi bæjarráðs þann 9. október 2023 var lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. innviðaráðuneytis, dagsettur 29. september 2023, vegna lögbundinnar skyldu sveitarfélaga til að móta þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga, fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það. Skal mótun stefnunnar unnin samhliða fjárhagsáætlunargerð, leitast skal við að hún verði unnin í samráði við íbúa, og skal sveitarstjórn fjalla um hana á tveimur fundum með minnst tveggja vikna millibili. Bæjarráð fól bæjarstjóra að hefja vinnu við gerð þjónustustefnu fyrir Ísafjarðarbæ og leggja drög fram til samþykktar í bæjarráði.

Er nú lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 12. nóvember 2024, kortlagning sviðsstjóra á þjónustu sveitarfélagsins, drög að byggðaáætlun, þ.e. aðgerð A.15 Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis, leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga, frá Byggðastofnun, og þjónustustefna Norðurþings 2023.
Bæjarráð telur að eftir rýni kjörinna fulltrúa fari frekari vinnsla stefnunnar fram eftir áramót. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipuleggja vinnufund bæjarfulltrúa á nýju ári og íbúasamráð í kjölfarið.

8.Ívilnanaheimildir A.6 Aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði - 2024110071

Lagður er fram tölvupóstur Reinhards Reynissonar f.h. Byggðastofnunar, þar sem upplýst er um stöðu mála varðandi nýtingu ívilnanaheimilda í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 ásamt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um nýtingu ívilnanaheimildanna og svæðaskilgreiningu Byggðastofnunar skv. 1. mgr. 28. gr. laganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til samráðs um málið.

9.Fundargerðir og fleira 2024 - 2024110097

Lögð fram til kynningar fundargerð 77. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundar var haldinn 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 - 2410019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 641. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 14. nóvember 2024.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 Skipulags- og mannvirkjanenfd vísar Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum 2024-2035, til samþykktar í bæjarstjórn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna efnistökusvæðis við Kýrá nnr. 22694, skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar reglur um stöðuleyfi.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 641 Skipulags- mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis, í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn. Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag var staðfest hjá Skipulagsstofnun 8. nóvember 2024.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 152 - 2410026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. nóvember 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 152 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?