Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1287. fundur 10. júní 2024 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024 - 2024020041

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fundinn kl.8:35.

Gestir

 • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2022090032

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 4. júní 2024, vegna næstu skrefa í innleiðingu svæðisbundinna farsældarráða.
Jafnframt lagt fram minnisblað Sigríðar, dagsett 4. apríl 2024, sem Sigríður kynnti fyrir mennta- og barnamálaráðherra og sendi í kjölfarið inn til ráðuneytisins þar sem lögð er til leið til að samhæfa verkefni á Vestfjörðum tengd farsæld barna, menntastefnu og fleiri þátta.
Bæjarráð tekur vel í hugmyndina.

3.Slökkvistöð Ísafjörður - Viðhald 20232024 - 2024020007

Lagt er fram minnisblað Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignarsviðs dags. 5. júní 2024, vegna nauðsynlegra aðgerða í Slökkvistöð Ísafjarðar, í Fjarðarstræti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta gera þarfagreiningu á stærð og búnaði nýrrar slökkvistöðvar.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

4.Sumarróló á Suðureyri - Ágústa ÍS bátur leiktæki - 2024040077

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar við Hollvinasamtök Ágústu ÍS-65, um uppgerð bátsins á Sumarróló á Suðureyri.
Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar. Ekki er þörf á viðauka vegna samningsins.
Axel yfirgaf fund kl.09:02.

5.Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar 2024. - 2024010134

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns en málið var tekið fyrir á 6. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þann 5. júní 2024, vegna tillagna starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Með málinu er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. júní 2024, um tillögur starfshópsins.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd bókaði að hún legði til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar nema útfærslu á skráningardögum. Lagði hún til að í stað þess að setja á gjald fyrir skráningardaga verði veittur afsláttur af dvalargjöldum fyrir hvern skráningardag sem ekki er nýttur.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Gestir

 • Hafdís Gunnarsdóttir - mæting: 09:02

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 26. apríl 2024, til Ísafjarðarbæjar, vegna umsóknar Odds Andra Thomassonar Ahrens, f.h. Pasta og Panini ehf., nú Vaikee ehf., vegna umsóknar um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, að Austurvegi 1 Ísafirði, Bubbly. Jafnframt lagðar fram jákvæðar umsóknir Heilbrigðiseftirlits, dags. 8. maí 2024, eldvarnareftirlits dags. 23. maí 2024, og byggingafulltrúa, dags. 5. júní 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis Bubbly á Ísafirði.

7.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 30. maí 2024 varðandi gjaldskrárbreytingar vegna kjarasamninga.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

8.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 6 - 2405022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. júní 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögur starfshópsins verði samþykktar að öllu leyti nema útfærslu á skráningardögum. Lagt er til að fjöldi skráningardaga verði sá sami og kemur fram í tillögum starfshópsins. Nefndin leggur til að í stað þess að rukkað verði gjald fyrir hvern skráningardag þá fái foreldrar/forsjáraðilar afslátt af dagvistundargjöldum sem nemur dagvistargjaldi fyrir einn dag, fyrir hvern skráningardag sem ekki er nýttur. Með því geti foreldrar/forsjáraðilar lækkað mánaðarlegt dagvistunargjald í þeim mánuði sem skráningardagar eru ekki nýttir.

 • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 6 Nefndin leggur til að gjaldskrá leikskóla breytist þannig að 4-6 klst. vistun á leikskóla lækki um 3% á meðan aðrir liðir haldast óbreyttir. Jafnframt að veittur verði afsláttur af dagvistunargjöldum sem nemur dagvistunargjaldi fyrir einn dag ef skráningardagur er ekki nýttur.

  Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár leikskóla fyrir skólaárið 2024-2025.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?