Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1265. fundur 04. desember 2023 kl. 08:15 - 09:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2023 - 2023020013

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður Ó Kristjánsdóttir fer af fundi kl 8:31.

Gestir

  • Sigríður Ó Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:20

2.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Lögð fram til kynningar lokaútgáfa fjárhagsáætlunnar 2024, og næstu þriggja ára þar á eftir, auk greinargerðar með áætluninni. Jafnframt lögð fram til kynningar sundurliðuð fjárhagsáætlun 2024 niður á deildir og lykla til samanburðar við fjárhagsáætlun 2023 og ársreikning áranna 2022 og 2021.
Lagt fram til kynningar og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hafdís Gunnarsdóttir yfirgefur fund kl 8:57.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:41
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:32

3.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram endanleg framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2027.
Lagt fram til kynningar og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Edda María Hagalín yfirgefur fund kl 9:04.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram minnisblað Guðmundar Rafns Kristjánssonar, verkefnastjóri á tæknideild, dagsett 29. nóvember 2023, vegna skipulagsmála sem hafa tafist vegna tafa á endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108

Á 1263. fundi bæjarráðs, þann 20. nóvember 2023, var lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 17. nóvember 2023 þar sem lagt er til að sameina fræðaslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt er gerð tillaga um að sameinuð nefnd muni heita skóla- og tómstundanefnd. Var málinu vísað til umsagnar í fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.

Fræðslunefnd tók málið fyrir á 460. fundi sínum þann 23. nóvember 2023, og bókaði eftirfarandi:
„Fræðslunefnd tekur vel í sameiningu nefnda og leggur til að íþróttir komi inn í nafn nýrrar nefndar.“

Íþrótta- og tómstundanefnd tók málið fyrir á 247. fundi sínum þann 29. nóvember 2023 og bókaði eftirfarandi:
„Íþrótta- og tómstundanefnd setur sig ekki upp á móti tillögunni en hefur verulegar áhyggjur af vægi íþrótta- og tómstundamála innan sameinaðar nefndar. Fulltrúar í-listans leggja til að nefndarmönnum verði fjölgað í sameinaðri nefnd til að tryggja að málaflokkurinn fái sína fulltrúa.“
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sameiningu nefndanna undir heitinu skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd og að nefndin verði skipuð fimm aðalfulltrúum og fimm til vara. Ný nefnd taki til starfa 1. janúar 2024. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafa í huga sjónarmið íþrótta- og tómstundanefndar um að málaflokkurinn fái vægi við skipan nýrra nefndarmanna.

6.Holt Inn, Önundarfirði - breyting á rekstrarleyfi - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni, Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 8. ágúst 2023, vegna breytingar á rekstrarleyfi Holt Inn ehf.
Jafnframt lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 10. ágúst 2023, umsögn byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 16. nóvember 2023, og umsögn slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 24. nóvember 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Halldóru Viðarsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 27. nóvember 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar 73. mál, Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 11. desember.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Halldóru Viðarsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, dagsettur 27. nóvember 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028. Umsagnarfrestur er til 11. desember.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 24. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Hafnarstjórn - 246 - 2311022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 246. fundar hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 29. nóvember 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 247 - 2311021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 247. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 29. nóvember 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 474 - 2311008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 474. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 21. nóvember 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?