Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
247. fundur 29. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Halldór Karl Valsson aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 17. nóvember 2023 þar sem lagt er til að sameina fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt er gerð tillaga um að sameinuð nefnd muni heita skóla- og tómstundanefnd.

Á 1263. fundi bæjarráðs, þann 2023, var málinu vísað til umsagnar í fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd setur sig ekki upp á móti tillögunni en hefur verulegar áhyggjur af vægi íþrótta- og tómstundamála innan sameinaðar nefndar.

Fulltrúar í-listans leggja til að nefndarmönnum verði fjölgað í sameinaðri nefnd til að tryggja að málaflokkurinn fái sína fulltrúa.

2.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - 2023 - 2023060026

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 24. nóvember 2023 varðandi nýjan samning Ísafjarðarbæjar og HSV. Jafnframt lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar og HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar - 2023110183

Lögð fram drög að reglum um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að kalla eftir umsögn um reglurnar frá forstöðumönnum og þeim íþróttafélögum sem nota íþróttamannvirki og íþróttasvæði í Ísafjarðarbæ.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?