Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1262. fundur 13. nóvember 2023 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar sendir fyrir hönd íbúa hlýjar kveðjur til Grindvíkinga sem hafa þurft að rýma hús sín. Hugur okkar er hjá íbúum í Grindavík og tekur Ísafjarðarbær vel á móti þeim sem leita vestur.

1.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Lögð fram til kynningar uppfærð drög rekstrarreiknings Ísafjarðarbæjar 2024, sem hluta af fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram til kynningar uppfærð drög framkvæmdaáætlunar eftir 245. fund hafnarstjórnar, sem haldinn var 1. nóvember 2023.

Hafnarstjórn gerði tillögu til bæjarstjórnar að uppfærðum drögum að framkvæmdaáætlun fyrir Hafnarsjóð árið 2024, með lækkun framkvæmda úr 410 m.kr. í 340 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35

3.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. nóvember 2023, vegna afskrifta eignfærðs kostnaðar við áður fyrirhugað knattspyrnuhús á Torfnesi.
Bæjarráð samþykkir afskrift eignfærðs kostnaðar við áður fyrirhugað knattspyrnuhús á Torfnesi og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Edda yfirgaf fund kl. 8:50.

4.Sundlaug Þingeyrar - Leki sundlaugakar - 2023110033

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Axels Rodriguez Överby, dags. 7. nóv. 2023, vegna leka í sundlaug Þingeyrar.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 09:00

5.Kæra BB vegna synjunar um aðgang að gögnum - fjárhagsáætlun drög - 2022120077

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. nóvember 2023, vegna úrskurðar kærunefndar upplýsingamála nr. 1159/2023, ásamt fylgigögnum sem heimilt er að birta. Í flestum atriðum var synjun Ísafjarðarbæjar staðfest, en þó gert að afhenda tvö skjöl að hluta.

Í samræmi við úrskurð nefndarinnar hefur erindið verið tekið aftur til afgreiðslu og kæranda svarað.
Lagt fram til kynningar.

6.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Lagt fram erindi Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, til annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum, dags. 11. október 2023, um að tilnefna þurfi í fulltrúaráð og framkvæmdaráð vegna samnings um Velferðarþjónustu Vestfjarða.

Lagt er til við bæjarráð að tilnefna aðila fyrir hönd Ísafjarðarbæjar til setu í ráðunum.
Bæjarráð leggur til að Arna Lára Jónsdóttir og Edda María Hagalín verði fulltrúar í framkvæmdaráði og að Nanný Arna Guðmundsdóttir og Jóhann Birkir Helgason verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði vegna samnings um Velferðarþjónustu Vestfjarða.

7.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 8. nóvember 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar til október 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Menntastefna Vestfjarða - 2023100087

Á 1260. fundi bæjarráðs þann 23. október 2023 var lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 13. október 2023, ásamt drögum að Menntastefnu Vestfjarða 2023-2040, dagsett í október 2023, til umfjöllunar hjá sveitarfélögum. Jafnframt lagt fram vinnuskjal sem sveitarfélög eru hvött til að nýta við vinnu við skólastefnur sveitarfélaga. Bæjarráð vísaði málinu til fræðslunefndar til umsagnar.

Á 459. fundi fræðslunefndar þann 9. nóvember 2023 var málið tekið til umsagnar.
Umsögn var eftirfarandi: „Fræðslunefnd fagnar útgáfu Menntastefnu Vestfjarða. Slík stefna styrkir lærdómssamfélagið á Vestfjörðum og býr til heildræna mynd á sýn þeirra sem koma að fræðslumálum til langs tíma. Það er mikilvægt að vita hvernig skal stuðla að uppbyggingu og byggja samhljóm á milli samfélagslegra þátta líkt og atvinnugreina sem hafa áhrif á innviði Vestfjarða og styrkja búsetumöguleika á svæðinu. Til þess að ná fram markmiðum er lagt til að fylgja hugmyndum stefnunnar, leita allra leiða til að hækka menntunarstig og kalla eftir betra aðgengi að vönduðu framhaldsnámi sem hefur verið kallað eftir í lengri tíma. Ákjósanlegast væri að stefnan væri með mælanleg árangursviðmið til þess að fara eftir það mundi styrkja vægi hennar og fylgni. Þrátt fyrir fjarlægð er ekkert sem á að stöðva samfélög á Vestfjörðum í að nýta sér möguleika menntunar og samvinnu. Þrátt fyrir smæð á landsvísu er vestfirskt samfélag stórhuga. Menntastefna Vestfjarða mun vonandi nýtast í vinnu við aðrar stefnugerðir og vera leiðarljós í skólasamfélaginu í Ísafjarðarbæ.“

Er umsögn þessi lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð tekur undir umsögn fræðslunefndar, og felur bæjarstjóra að útbúa formlega umsögn sveitarfélagsins til Vestfjarðastofu.

9.Varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi - 2023110012

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. nóvember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2023, „Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.“ Umsagnarfrestur er til og með 15.nóvember 2023.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að lokið verði við að verja íbúabyggð áður en hafist verði handa við að verja atvinnuhúsnæði.

10.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 936. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 459 - 2310012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 245 - 2310026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 1. nóvember 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Hafnarstjórn - 245 Hafnarstjórn samþykkir uppfærð drög um framkvæmdaáætlun hafna Ísafjarðarbæjar 2024-2034 þar sem áætlun fyrir árið 2024 er lækkuð úr 410 m.kr. í 340 m.kr. og vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • Hafnarstjórn - 245 Hafnarstjórn samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2024 og vísar þeim til umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 - 2311002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 619. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2023.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Guðfinnu Hinriksdóttur fyrir góða kynningu.

  Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarhafa að hefja vinnu við deiliskipulagsgerð vegna sameiningu lóða við Hafnarbakka 1 og Túngötu 5 á Flateyri.

  Jafnframt bendir nefndin á að lóðarhafi þarf að sækja um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar.

  Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til umfjöllunar í bæjarráði.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en nefndin telur ekki þörf á grenndarkynningu enda breyting óveruleg.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 619 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun lóðar við Hlíðarveg 15 L138371 á Ísafirði miðað við grenndarkynntan uppdrátt dags. 29. janúar 2019.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139 - 2311005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 139. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. nóvember 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139 Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir uppfærða samþykkt um fráveitu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?