Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
139. fundur 08. nóvember 2023 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Valur Richter aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sorpbrennsla í Ísafjarðarbæ - 2023110019

Kynning á möguleikum á sorpbrennslustöð í Ísafjarðarbæ. Bragi Már Valgeirsson, Már Erlingsson og Stefán Guðsteinsson mæta til fundar í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu. Starfsmanni nefndar er falið að taka saman gögn um magntölur brennanlegs úrgangs.

2.Samþykkt um fráveitu - breytingar 2023 - 2023100136

Lögð fram til samþykktar uppfærð samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ, í kjölfar breytingar á álagningu og innheimtu, skv. gjaldskrá sem tekur gildi 1. janúar 2024.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir uppfærða samþykkt um fráveitu og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Tjaldsvæði Tunguskógi - Uppsögn á samning - 2023100081

Lagður fram tölvupóstur Gauts Ívars Halldórssonar, f.h. G.Í.H. ehf., þar sem óskað er eftir að samningi fyrirtækisins við Ísafjarðarbæ um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði sagt upp.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni nefndar að taka saman útboðsgögn vegna nýs útboðs á rekstri tjaldsvæðisins í Tungudal.

4.Varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi - 2023110012

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 1. nóvember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2023, „Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.“

Umsagnarfrestur er til og með 15.nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Gangstéttir 2023 - 2023070063

Lagðar fram niðurstöður könnunar á ástandi gangstétta í sveitarfélaginu ásamt forgangsröðun framkvæmda.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni nefndar falið að leggja fram tillögu að framkvæmdum næsta árs.

6.Sláttur opinna svæða 2024 - 2023110022

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, um slátt opinna svæða í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?