Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1235. fundur 20. mars 2023 kl. 08:10 - 09:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Bryndís Ósk Jónsdóttir situr fundinn í gegn um fjarfundabúnað.

1.Kæra Þrúðheima vegna stjórnvaldsákvörðunar - 2022070004

Lagt fram til kynningar samkomulag um greiðslu bóta, milli Ísafjarðarbæjar og Þrúðheima ehf., vegna kæru Þrúðheima ehf. til innviðaráðuneytisins um að málsmeðferð Ísafjarðarbæjar um töku ákvörðunar um að samþykkja samning um greiðslu líkamsræktarstyrks árið 2020 hafi gengið gegn stjórnsýslureglum. Samkomulagið er trúnaðarmál.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál á umhverfis- og eignasviði - 2023030090

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20

3.Bakkavegur 19 - Bakkaskjól - 2023030086

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. mars 2023, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til sölu Bakkaskjóls í Hnífsdal.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignina við Bakkaveg 19, Bakkaskjól, til sölu, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra, og leggja kauptilboð fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Söluandvirðið verður lagt í endurbætur á fasteignum í eigu Ísafjarðarbæjar í Hnífsdal.

4.Grunnskólinn á Suðureyri, mygla í skólahúsnæði 2023 - 2023030083

Á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023, var lagt fram minnisblað Eflu ehf., dags. 2. mars 2023, vegna sýnatöku í Grunnskólanum á Suðureyri, ásamt grunnmyndum. Bæjarráð bókaði að það teldi mikilvægt að brugðist yrði við á sama hátt við myglu í skólahúsnæði í öllum byggðakjörnum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að útbúa minnisblað um fyrirkomulag við breytingar á skólahaldi svo minnst röskun verði á skólahaldi, svo hægt sé að taka ákvörðun um framhald málsins.

Er nú lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 16. mars 2023 varðandi skólastarf í Grunnskólanum á Suðureyri eftir að mygla greindist í skólahúsnæðinu.
Lagt fram til kynningar.
Axel og Hafdís yfirgáfu fund kl. 08:44.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:40

5.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2023 - fasteignagjöld - 2023030062

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 16. mars 2023, vegna umsókna félagasamtaka um styrki vegna fasteignagjalda ársins 2023, alls fjárhæð kr. 952.661, í samræmi við reglur sveitarfélagsins, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995.

Óskað er samþykkis bæjarráðs fyrir veitingu styrkjanna en gert er ráð fyrir fjármunum vegna þessa í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrkja til félaga og félagasamtaka skv. umsóknum og minnisblaði sviðsstjóra, og felur bæjarstjóra að upplýsa viðkomandi félög um niðurstöðuna og ganga frá styrkjum í bókhaldi sveitarfélagsins.

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að uppfæra reglur um veitingu styrkja til félagasamtaka vegna fasteignagjalda og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

6.Björgunarfélag Ísafjarðar - samstarfssamningur - 2017120003

Lagt fram bréf Teits Magnússonar f.h. Björgunarfélags Ísafjarðar, ódagsett, en barst með tölvupósti 7. mars 2023, þar sem óskað er eftir viðauka við þjónustusamning Ísafjarðarbæjar og Björgunarfélagsins, þ.e. að styrkur vegna fasteignagjalda gildi einnig fyrir nýlegt geymsluhúsnæði björgunarfélagsins að Sindragötu 9. Núverandi samningur kveður á um styrk vegna fasteignar björgunarfélagsins að Sindragötu 6.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 10. mars 2023, vegna málsins.

Afgreiðslu málsins var frestað á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023.
Bæjarráð samþykkir beiðni Björgunarfélags Ísafjarðar um að samningur við Ísafjarðarbæ um styrk vegna fasteignagjalda af eignum félagsins, taki jafnframt mið af nýrri eign félagsins að Sindragötu 9 á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra þjónustusamning við félagið og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

7.Karamelluregn - 2023030074

Tillaga frá 167. fundi menningarmálanefndar, sem fram fór 15. mars 2023, um að bæjarráð samþykki að segja upp samningi við Flugáhugamannafélag á Ísafirði, um styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á flugskýli á Ísafjarðarflugvelli, fnr. 212-0980, gegn greiðslu í formi þess að annast ýmis atriði á uppákomum á vegum sveitarfélagsins sem krefjast notkunar lítilla flugvéla.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningarmálanefndar um að segja upp samningi við Flugáhugamannafélagið á Ísafirði, um styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á flugskýli á Ísafjarðarflugvelli, fnr. 212-0980, gegn greiðslu í formi þess að annast ýmis atriði á uppákomum á vegum sveitarfélagsins sem krefjast notkunar lítilla flugvéla, með hliðsjón af ákvörðun menningarmálanefndar um að hætta notkun lítilla flugvéla við karamelluregn á hátíðum í sveitarfélaginu, þó þessi skemmtilega og gamla hefð verði áfram við lýði, í nýrri mynd.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að segja samningnum upp, miðað við næstu áramót 2023/2024, ganga frá málinu gagnvart samningsaðila.

8.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 17. mars 2023, vegna umsóknar Edinborgar Bistro ehf. um tímabundið áfengisleyfi um páskahelgina.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna umsóknar Edinborgar Bistró ehf. um tímabundið áfengisleyfi um páskahelgina.
Fylgiskjöl:

9.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Jóns Karlssonar f.h. iCert, vegna jafnlaunakerfis, dagsett 6. mars 2023.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar uppfyllir áfram kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Úttektarstjóri mælir, að lokinni viðhaldsúttekt, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar innan hins tilgreinda gildissviðs, „allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar.“

Á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023, var málinu frestað til næsta fundar.
Lagt fram til kynningar.

10.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 3. mars 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar - febrúar 2023.

Á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023, var málinu frestað.
Lagt fram til kynningar.

Ásgerður yfirgaf fund kl. 09:20.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 09:14

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. mars 2023, um að innviðaráðuneytið kynni til samráðs mál nr. 64/2023, „Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.“
Umsagnarfrestur er til og með 27. mars.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn um málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

12.EFS erindi um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 - 2023030076

Lagt fram til kynningar bréf Þóris Ólafssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 28. febrúar 2023. Sveitarfélagið uppfyllir ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar fyrir A-hluta, og bendir eftirlitsnefndin á að þrátt fyrir bráðbirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórn er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun: „Í bréfinu er fjallað um almenn viðmið eftirlitsnefndar en ekki skilgreinda mælikvarða samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerðum. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur sett sér fjárhagsleg markmið sem unnið er eftir. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar er gert ráð fyrir að skilyrði um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga, eins og þau er skilgreind í lögum og reglugerðum, verði uppfyllt við lok áætlunartímabilsins árið 2026.“

13.68. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2023 - 2023030065

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 10. mars 2023, þar sem boðað er til 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, 12. apríl nk., sem haldið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á 1234. fundi bæjarráðs, þann 13. mars 2023, var málinu frestað til næsta fundar.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundarboð aðalfundur 2023 - 2023030096

Lagt fram erindi Óttars Guðjónssonar, framkvæmastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 13. mars 2023, um boð á aðalfund Lánasjóðsins þann 31. mars 2023, á Grand Hotel Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins, og fara með atkvæðisrétt þess.

15.Menningarmálanefnd - 167 - 2303009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 167. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 15. mars 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 167 Teknar eru til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrk vegna úthlutunar 2023. Alls bárust 24 umsóknir.

    Menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 2.500.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

    Jóhanna Eva Gunnarsdóttir f.h. Falda - Námskeið í bangsagerð fyrir börn - 200.000
    Steingrímur Rúnar Guðmundsson - PIFF Kvikmyndahátíð - 250.000
    Sigrún Aðalheiður Aradóttir f.h. Leikfélags MÍ - Söngleikurinn Rocky Horror - 250.000
    Elísabet Gunnarsdóttir f.h. Kol & salt/Gallerí Úthverfa - Sýningardagskrá í Gallerí Úthverfu 2023 - 200.000
    Elísabet Gunnarsdóttir f.h. Kol & salt - Vetrarljós á Veturnóttum - 250.000
    Steinunn Ása Sigurðardóttir f.h. Leikfélags Flateyrar - Uppsetning á farsa - 250.000
    Gunnar Ingi Hrafnsson f.h. Litla leikklúbbsins - Uppsetning á söngleik í samstarfi við TÍ - 250.000
    Björg Sveinbjörnsdóttir
    - Myndlistarsýning - 150.000
    Greipur Gíslason - Við Djúpið Tónlistarhátíð - 250.000
    Lísbet Harðardóttir f.h. Heimabyggðar - Ukulelenámskeið fyrir börn - 100.000
    Halldóra Jónasdóttir f.h. Leiklistarhóps Halldóru - Uppsetning á söngleik haustið 2023 - 200.000
    Maksymilian Haraldur Frach f.h. Fryderic Chopin tónlistarfélagsins - Tónlist fyrir eldri borgara - 150.000
  • Menningarmálanefnd - 167 Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verksamning Ísafjarðarbæjar við Auðlist ehf., um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025.
  • 15.3 2023030074 Karamelluregn
    Menningarmálanefnd - 167 Menningarmálanefnd samþykkir að hætta alfarið að nota flugvélar til karmelluregns á hátíðum og viðburðum hjá Ísafjarðarbæ, en nefndin leggur áherslu á að þessi skemmtilega og gamla hefð verði áfram við lýði, í nýrri mynd.

    Menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja að segja upp samningi við Flugáhugamannafélag á Ísafirði, um styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á flugskýli á Ísafjarðarflugvelli, fnr. 212-0980, gegn greiðslu í formi þess að annast ýmiss atriði á uppákomum á vegum sveitarfélagsins sem krefjast notkunar lítilla flugvéla.
  • Menningarmálanefnd - 167 Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 167 Lagt fram til kynningar.
  • Menningarmálanefnd - 167 Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 - 2303007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. mars 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja tillögur um tilhögun refa- minkaveiða fram á næsta fundi nefndarinnar með það fyrir augum að stefna að markvissari veiðum í sveitarfélaginu.


  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 Starfsmanni nefndar falið að kostnaðarmeta valmöguleika 1 og 2 í minnisblaði.
  • 16.5 2023030075 Hreinsun á Flateyrarodda
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar átaki um að hreinsa Flateyraroddann. Starfsmanni nefndar falið að kanna möguleika á aðkomu úrvinnslusjóðs að verkefninu.

Fundi slitið - kl. 09:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?