Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
130. fundur 15. mars 2023 kl. 10:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varaformaður
  • Valur Richter aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Bernharður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Grenjavinnsla 2022 - refa- og minkaveiði - 2022060002

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 13. mars 2023, um refa- og minkaveiðar í sveitarfélaginu.
Starfsmanni nefndar falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja tillögur um tilhögun refa- minkaveiða fram á næsta fundi nefndarinnar með það fyrir augum að stefna að markvissari veiðum í sveitarfélaginu.


2.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg í sveitarfélaginu - 2023020152

Lagður fram tölvupóstur dags. 27. febrúar 2023 frá Umhverfisstofnun, þar stofnunin vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg. Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að færa þekkt menguð svæði inn í gagnagrunninn ásamt svæðum þar sem grunur er um mengun. Þessi vinna mun þó taka talsverðan tíma. Umhverfisstofnun vill benda á að í 13. gr. reglugerðar nr. 1400/2020 kemur fram að sveitafélög skulu taka mið af gagnagrunninum við gerð skipulags. Stofnunin vill einnig benda á að opnaður hefur verið ábendingavefur inni á gagnagátt stofnunarinnar þar sem allir geta farið inn og sent inn ábendingu um menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun.
Lagt fram til kynningar.

3.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagður fram tölvupóstur dags. 27. febrúar 2023 frá Gauta Geirssyni hjá Háafelli þar sem er tilkynnt er viðbragðsáætlun vegna rifu á kví fyrirtækisins í Skötufirði sem kom í ljós við reglubundið eftirlit. Fyrirtækinu ber að tilkynna sveitarfélögum skv. viðbragðsáætlun og verkferlum.
Lagt fram til kynningar.

4.Tjaldsvæði Flateyrar - rekstur - 2021050025

Lagt fram minnisblað Hjörleifs Finnssonar, verkefnisstjóra á Flateyri, dags. 6. febrúar 2023, þar sem lagðar eru fram þrjár sviðsmyndir varðandi áframhaldandi rekstur tjalsvæðisins á Flateyri.
Starfsmanni nefndar falið að kostnaðarmeta valmöguleika 1 og 2 í minnisblaði.
Gestur:

Hjörleifur Finnsson

5.Hreinsun á Flateyrarodda - 2023030075

Lagt fram minnisblað Hjörleifs Finnssonar, verkefnisstjóra á Flateyri, dags. 14. mars 2023, þar sem lagðar eru til aðgerðir vegna hreinsunar á Flateyrarodda.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar átaki um að hreinsa Flateyraroddann. Starfsmanni nefndar falið að kanna möguleika á aðkomu úrvinnslusjóðs að verkefninu.
Gestur:

Hjörleifur Finnsson

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?