Bæjarráð

1219. fundur 14. nóvember 2022 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009

Lögð fram til kynningar uppfærð drög að fjárhagsáætlun 2023-2026, ásamt framkvæmdaáætlun 2023-2033, með þeim breytingum sem samþykktar voru á 501. fundi bæjarstjórnar, þann 3. nóvember 2022.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. nóvember 2022, til skýringa á breytingum á fjárhagsáætlun eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:10.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Ráðning hafnarstjóra - 2022090142

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, dags. 11. nóvember 2022, um ráðningu hafnarstjóra, en viðtöl umsækjenda hafa farið fram.
Málinu vísað til bæjarstjórnar, í samræmi við 51. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Baldur yfirgaf fund kl. 9:22.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:10

3.Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087

Lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, f.h. Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 7. nóvember 2022, en óskað er eftir því að Ísafjarðarbær tilnefni stjórnarmann í stað Birgis Gunnarssonar, fv. bæjarstjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipa Bernharð Guðmundsson sem stjórnarmann í Minjasjóði Önundarfjarðar í stað Birgis Gunnarssonar, frá 1. janúar 2023.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram til samþykktar umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, vegna máls nr. 208/2022, um breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga).
Bæjarráð samþykkir umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, vegna máls nr. 208/2022, um breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga), og felur bæjarstjóra að skila umsögninni inn í samráðsgátt stjórnvalda.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, dagsettur 7. nóvember 2022, þar sem vakin er athygli á að innviðaráðuneyti hefur birt áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 23. nóvember.
Bæjarráð fagnar áformum um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga með þeim markmiðum sem fram koma í greinargerðinni um að styðja betur við bakið á millistórum sveitarfélögum og fjölkjarna sveitarfélögum með flóknar útgjaldaþarfir, auk þess að í regluverki sjóðsins séu innbyggðir hvatar til sameiningar sveitarfélaga.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. nóvember 2022, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 215/2022, reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 28. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð - fundargerðir 2022 - 2022050143

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins í Dýrafirði, sem fram fór 26. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Fræðslunefnd - 446 - 2211004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 446. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 235 - 2211002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 596 - 2211006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 596. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?