Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1219. fundur 14. nóvember 2022 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009

Lögð fram til kynningar uppfærð drög að fjárhagsáætlun 2023-2026, ásamt framkvæmdaáætlun 2023-2033, með þeim breytingum sem samþykktar voru á 501. fundi bæjarstjórnar, þann 3. nóvember 2022.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 11. nóvember 2022, til skýringa á breytingum á fjárhagsáætlun eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:10.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Ráðning hafnarstjóra - 2022090142

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, dags. 11. nóvember 2022, um ráðningu hafnarstjóra, en viðtöl umsækjenda hafa farið fram.
Málinu vísað til bæjarstjórnar, í samræmi við 51. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Baldur yfirgaf fund kl. 9:22.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:10

3.Minjasjóður Önundarfjarðar - stjórn - 2022030087

Lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, f.h. Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 7. nóvember 2022, en óskað er eftir því að Ísafjarðarbær tilnefni stjórnarmann í stað Birgis Gunnarssonar, fv. bæjarstjóra.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipa Bernharð Guðmundsson sem stjórnarmann í Minjasjóði Önundarfjarðar í stað Birgis Gunnarssonar, frá 1. janúar 2023.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram til samþykktar umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, vegna máls nr. 208/2022, um breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga).
Bæjarráð samþykkir umsögn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, vegna máls nr. 208/2022, um breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga), og felur bæjarstjóra að skila umsögninni inn í samráðsgátt stjórnvalda.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, dagsettur 7. nóvember 2022, þar sem vakin er athygli á að innviðaráðuneyti hefur birt áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 23. nóvember.
Bæjarráð fagnar áformum um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga með þeim markmiðum sem fram koma í greinargerðinni um að styðja betur við bakið á millistórum sveitarfélögum og fjölkjarna sveitarfélögum með flóknar útgjaldaþarfir, auk þess að í regluverki sjóðsins séu innbyggðir hvatar til sameiningar sveitarfélaga.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 10. nóvember 2022, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 215/2022, reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 28. nóvember.
Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð - fundargerðir 2022 - 2022050143

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins í Dýrafirði, sem fram fór 26. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Fræðslunefnd - 446 - 2211004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 446. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 235 - 2211002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 9. nóvember 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 596 - 2211006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 596. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. nóvember 2022.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?