Fræðslunefnd

446. fundur 10. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Margrét Jónasdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Lagt fram til kynningar.

2.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2022-2023 - 2022080078

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Grænagarðs á Flateyri, fyrir skólaárið 2022-2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Skólaakstur í Skutulsfirði - 2022100030

Lagt fyrir að nýju mál varðandi skólaakstur í Skutulsfirði, en málið var tekið fyrir á 445. fundi fræðslunefndar þann 13. október. Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. nóvember ásamt minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarrjáð þann 31. október 2022.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að lágmarksfjarlægð frá skóla til heimilis barna varðandi rétt til skólaaksturs verði 1,2 km. Samningur Ísafjarðarbæjar um skólaakstur rennur út í júní 2023 og skal hann þá endurskoðaður með tilliti til fjölda barna sem þurfa að nýta sér skólaakstur innan þéttbýlis Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?