Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1215. fundur 17. október 2022 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 11. október 2022, með samantekt um launakostnað fyrir fyrstu 9 mánuði ársins.

Launakostaður fyrir níu mánuði ársins 2022 nemur 2.406.198.233 kr. samanborið við áætlun upp á 2.463.577.281 kr. Launakostnaður er því 57,4 m.kr. undir áætlun eða 2,3%.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgaf fund kl. 8.20.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:10

2.Sundstræti 14, Ísafirði - 2018110068

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, dags. 12. október 2022, þar sem lögð er til sala tveggja íbúða að Sundstræti 14 á Ísafirði, á almennum markaði. Auk þessa er lagt fram verðmat frá Fasteignasölu Vestfjarða, dags. 10. október 2022, vegna annarrar íbúðarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að selja tvær íbúðir að Sundstræti 14 á Ísafirði á almennum markaði.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20

3.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Lögð fram til kynningar drög að afsali Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, kt. 420919-0260, til handa Nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri hses., kt. 500622-1800, vegna Hafnarstrætis 29 á Flateyri, lnr. 141152, alls 668,4 m2 lóð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að útbúa yfirlýsingu Ísafjarðarbæjar um heimild til veðsetningar lóðarinnar, með vísan til þinglýstrar kvaðar, dags. 23. september 2022, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar, með þeim fyrirvara að framlögðu afsali Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, kt. 420919-0260, til handa Nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri hses., kt. 500622-1800, verði þinglýst án athugasemda.
Axel yfirgaf fund kl. 8.40.

4.Umsögn Vestjarðastofu um frumvarp til fjárlaga 2023 - 2022100046

Lögð fram til kynningar umsögn Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Vestfjarðastofu, um frumvarp til fjárlaga 2023, dagsett 10. október 2022, sem send var fjárlaganefnd Alþingis.
Bæjarráð tekur undir umsögn Vestfjarðastofu um frumvarp til fjárlaga 2023 og felur bæjarstjóra að útbúa umsögn Ísafjarðarbæjar vegna málsins og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa, dagsett í september 2022. Skýrslan var lögð fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda frá 27. sepmteber til 12. október 2022, engar umsagnir bárust.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram umsagnarbeiðni frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 7. október 2022, vegna málsins Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir, mál nr. 188/2022. Umsagnarfrestur er til 21. október.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. október 2022, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort tilefni sé til að veita umsögn um málið og sé svo að leggja umsögn fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

8.Hverfisráð - fundargerðir 2022 - 2022050143

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir frá hverfisráðinu Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri, frá fundum sem haldnir voru 7. september og 4. október 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir og ýmis mál 2022 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2022060016

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir frá Náttúrustofu Vestfjarða. Annars vegar fundargerð 137. stjórnarfundar NAVE, og hins vegar fundargerð ársfundar NAVE, en báðir fundirnir voru haldnir 22. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 445 - 2210009F

Fundargerð 445. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 13. október 2022.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Menningarmálanefnd - 165 - 2210007F

Fundargerð 165. fundar menningarmálanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 11. október 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 38 - 2210005F

Fundargerð 38. fundar sameinaðrar almannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 12. október 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 594 - 2210010F

Fundargerð 594. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 13. október 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 594 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 594 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að 1989. ehf. fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 594 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 594 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að uppfærður uppdráttur verði auglýstur skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125 - 2210008F

Fundargerð 125. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. október 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að taka tillit til fráveituframkvæmdar í Hafnarstræti á Ísafirði í framkvæmdaáætlun

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?