Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
594. fundur 13. október 2022 kl. 10:30 - 11:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - 2022090091

Lagður fram uppdráttur og greinargerð af óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Erindi Ketils Bergs Magnússonar, f.h. Á sjó og landi ehf., þar sem óskað var eftir heimild til óverulegrar aðalskipulagsbreytingar var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 15. ágúst 2022. Í sumarleyfi bæjarstjórnar heimilaði bæjarráð á fundi 22. ágúst að hefja málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.

Skipulagsbreytingin snýr að textabreytingu þar sem svæði á A3 á Þingeyri breytist úr athafnasvæði í verslunar- og þjónustusvæði með svigrúm til reksturs gististaða og veitingasölu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

2.Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um byggingarlóð - 2022090105

Lögð fram umsókn frá Þórði J. Guðbrandssyni f.h. 1989 ehf. frá 13. september 2022, þar sem er sótt um byggingalóðina Fífutungu 4 á Ísafirði. Jafnfram er lagt fram mæliblað tæknideildar frá 14. mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að 1989. ehf. fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

3.Rannsóknaleyfi vegna jarðhita í Tungudal - 2022100017

Lagt fram erindi frá Maríu Guðmundsdóttur, f.h. Orkustofnunar, dagsett 3. október 2022, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Orkubús Vestfjarða um rannsóknarleyfi vegna jarðhitaleitar í Tungudal í Skutulsfirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar áformum um jarðhitaleit í Skutulsfirði. Nefndin felur starfsmanni nefndar að ræða við framkvæmdaaðila um nánari útfærslu á borplönum og hvernig frágangi verður háttað að borunum loknum.

4.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 22. september 2022, á matsáætlun Hábrúnar ehf. vegna fyrirhugaðrar
framleiðslu á 11.500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi, samkvæmt 21. gr. laga
um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sbr. lið 1.08 í 1. viðauka laganna.
Lagt fram til kynningar.

5.Langeyri í Súðavíkurhreppi, breyting á deiliskipulagi - 2022100024

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Langeyrar við Súðavík, á uppdrætti dags. 7. mars 2022 ásamt greinargerð og umhverfismatsskýrslu, unnin af Verkís ehf. fyrir Súðavíkurhrepp.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að breyttu deiliskipulagi Langeyrar í Súðavík.

6.Fjarðarstræti 20. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar - 2022020084

Lagður fram uppdráttur KOA arkitekta ehf. af deiliskipulagsbreytingu á reit 15 í deiliskipulagi eyrarinnar á Ísafirði. Bæjarstjórn heimilaði málsmeðferð vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi á fundi sínum þann 3. mars 2022.

Með deiliskipulagsbreytingunni er lóðin Fjarðarstræti 20 stækkuð, en þar er fyrirhuguð bygging nemendagarða Háskólasetursins. Aðrir skilmálar í skipulagi haldast óbreyttir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi eyrarinnar á Ísafirði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga 123/2010

7.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin snýr að vegagerð á Dynjandisheiði. Lagður er fram uppfærður uppdráttur og greinargerð eftir að athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að uppfærður uppdráttur verði auglýstur skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?