Bæjarráð

1213. fundur 03. október 2022 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Útkomuspá 2022 - 2022090136

Lögð fram til kynningar útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.
Útkomuspá Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 lýsir mjög alvarlegri stöðu fjármála og ljóst er að grípa þarf til mikilla aðgerða.

Gjaldamegin þarf að fara í erfiðar aðgerðir. Tekjumegin er ljóst að stærstu málaflokkarnir eru vanfjármagnaðir af hendi ríksins, s.s málaflokkur fatlaðs fólks og málaflokkur barna með fjölþættan vanda.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna verðbótahækkana, framkvæmdaáætlunar, sölu eigna og endurmats tekna.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er neikvæð sem nemur 130.780.231,-. Því er mætt með lækkun á handbæru fé.

Fjárfesting varanlegra rekstrarfjármuna er lækkuð um 200 m.kr., lántaka er lækkuð um 170 m.kr., söluverð eigna Fastís er lækkað um 97,5
m.kr. og afborgun lána Fastís er aukin um 94 m.kr. vegna sölu eigna. Áhrif söluhagnaðar á varanlega rekstrarfjármuni er 52 m.kr. og hækka
langtímaskuldir sem nemur verðbótum um 277 m.kr. Áhrif þessa er að handbært fé hækkar um 37 m.kr. í viðaukanum.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru jákvæð um 26.345.519,- og lækkar rekstrarhalli því úr kr. 407.630.592 í,- í kr. 381.285.073,-

Áhrif viðaukans á samantekna A og B hluta eru neikvæð um 130.780.231,- og hækkar rekstrarhalla því úr kr. 19.001.813,- í kr. 149.782.044,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna verðbótahækkana, framkvæmdaáætlunar, sölu eigna og endurmat tekna.

3.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023-2033.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu til vinnufundar bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun, auk þess sem drögin verða jafnframt lögð fram til umræðu á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar síðar í dag, 3. október 2022.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:30.

4.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009

Á 1212. fundi bæjarráðs voru lögð fram til samþykktar drög að Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, en skipulags- og mannvirkjanefnd tók drögin til umfjöllunar á 586. fundi sínum þann 27. júní 2022, þar sem nefndin fól starfsmanni að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að uppfæra drögin út frá umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Er Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar lögð fram að nýju til samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka við Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar í kerfum HMS og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.

5.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Á 1185. fundi bæjarráðs, þann 31. janúar 2022, var mál um niðurfellingu gatnagerðargjalda sett á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa Framsóknarflokks. Var jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. janúar 2022, um málið.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir fund bæjarráðs.

Á 1212. fundi bæjarráðs, þann 26. september 2022, var lögð fram beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Ártungu 3 á Ísafirði, auk þess sem lagt var lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. sept. 2022, vegna málsins.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að yfirfara þær lóðir í sveitarfélaginu sem gætu fallið undir sérstaka lækkunarheimild, og útfæra samþykkt vegna sérstakrar niðurfellingarheimildar og leggja fram til samþykktar.

Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 30. september 2022, þar sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki sérstaka niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna ákveðinna lóða í sveitarfélaginu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu sviðsstjóra um sérstaka niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna þeirra lóða sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, en sækja þarf þó sérstaklega um niðurfellingu til bæjarstjórnar í hverju tilfelli, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld, sbr. og 7. gr. samþykktar Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjöld.

6.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050117

Á 1212. fundi bæjarráðs þann 26. september 2022, var lögð fram beiðni Teits Magnússonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Ártungu 3 á Ísafirði, en fjárhæð gjalds er kr. 6.130.575.

Var afgreiðslu málsins frestað, og er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðni Teits Magnússonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Ártungu 3 á Ísafirði, enda er lóðin á lóðalista skv. minnisblaði sviðsstjóra, um sérstaka niðurfellingarheimild gatnagerðargjalda.

7.Hafnarstræti 25 og 26, Þingeyri. Umsókn um lóðir undir sjósundsaðstöðu - 2022030075

Lögð fram til samþykktar viljayfirlýsing Ísafjarðarbæjar til handa Fasteignafélagi Þingeyrar vegna uppbyggingar sjósundsaðstöðu með gufuböðum og heitum pottum við Hafnarstræti á Þingeyri.
Bæjarráð tekur vel í verkefnið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar til handa Fasteignafélagi Þingeyrar vegna uppbyggingar sjósundsaðstöðu með gufuböðum og heitum pottum við Hafnarstræti á Þingeyri.
Fylgiskjöl:
Axel yfirgaf fund kl. 9:45.

8.Boðgreiðslur - 2022090140

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 30. september 2022, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja breytingar á þjónustu Ísafjarðarbæjar varðandi boðgreiðslur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á þjónustu Ísafjarðarbæjar varðandi boðgreiðslur, og að breytingin taki gildi 1. janúar 2023.
Fylgiskjöl:

9.Ráðning hafnarstjóra - 2022090142

Lögð fram drög að auglýsingu vegna ráðningar hafnarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að auglýsingu vegna ráðningar hafnarstjóra í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir bæjarráð.

10.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022 - 2022090132

Lagt fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar og Guðna Geirs Einarssonar f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 26. september 2022, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica, 12. október 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

11.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2022 - 2022020096

Lagður fram tölvupóstur Valverðar Freyju Ágústsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. september 2022 þar sem boðað er til aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica 12. október 2022. Jafnframt lögð fram fylgiskjöl fundarboðsins sem eru dagskrá fundarins, skýrsla stjórnar, ársreikningar 2020 og 2021 sem og tillaga að fjárhagsáætlun.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

12.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2022 - 2022030160

Lagt fram bréf Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 19. júlí 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um veitingu rekstrarleyfis vegna umsóknar Verslunarinnar Bræðurnir Eyjólfsson um rekstur gististaðar í flokki II-C, gististaður án veitinga, að Hafnarstræti 3-4 á Flateyri, þar sem hámarksfjöldi gesta eru 6. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 29. september 2022, umsögn heilbrigðiseftirlits dags. 25. júlí 2022 og umsögn slökkviliðs frá 20. júní 2022.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til handa Verzluninni Bræðurnir Eyjólfsson um rekstur gististaðar í flokki II-C.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 29. september 2022, ásamt fundargerð 140. fundar heilbrigðisnefndar frá 29. september, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2023 og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið hreinir Vestfirðir 2023.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2023 til samþykktar í bæjarstjórn, en telur þó að verkefnið „Hreinir Vestfirðir 2023“ skuli unnið innan fjárhagsramma áætlunar 2023.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124 - 2209024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 124. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 28. september 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 14.1 2022050015 Gjaldskrár 2023
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomnar tillögur um gjaldskrárbreytingar vegna sorphirðu- og förgunar, þjónustumiðstöðvar og vegna dýrahalds. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá fráveitu og vatnsveitu verði óbreytt.
 • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124 Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar framkvæmdaáætlun vatnsveitu og fráveitu til umfjöllunar í bæjarráði.

15.Hafnarstjórn - 234 - 2209020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 27. september 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 15.1 2022050015 Gjaldskrár 2023
  Hafnarstjórn - 234 Þráinn Ágúst Arnaldsson, starfsmaður stjórnsýslu- og fjármálasviðs, mætir til fundar til að fara yfir uppfærslur á gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir 2023.

  Hafnarstjórn samþykkir 6% hækkun á gjaldskrá fyrir árið 2023, að undanskildum aflagjöldum sem haldast í 1,58% af aflaverðmæti og rafmagnssölu sem hækkar í samræmi við gjaldskrá Orkubús Vestfjarða, og vísar gjaldskránni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
 • Hafnarstjórn - 234 Drög framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar rædd, samþykkt og vísað til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?