Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1212. fundur 26. september 2022 kl. 08:10 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009

Lögð fram til samþykktar drög að Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar, en skipulags- og mannvirkjanefnd tók drögin til umfjöllunar á 586. fundi sínum þann 27. júní 2022, þar sem nefndin fól starfsmanni að uppfæra drögin í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög að Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar út frá umræðum á fundinum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Smári yfirgaf fund kl. 8:30.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:10

2.Ártunga 3 - umsókn um lóð - 2022050117

Lögð fram beiðni Teits Magnússonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Ártungu 3 á Ísafirði, en fjárhæð gjalds er kr. 6.130.575.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. sept. 2022, vegna málsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að yfirfara þær lóðir í sveitarfélaginu sem gætu fallið undir sérstaka lækkunarheimild, og útfæra samþykkt vegna sérstakrar niðurfellingarheimildar og leggja fram til samþykktar.

Axel yfirgaf fund kl. 8:50.

3.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 19. september 2022, þar sem lagt er til að útsvar 2023 verði óbreytt 14,52%.

Jafnframt lagðar fram tillögur Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 23. september 2022, varðandi fasteignagjöld ársins 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, um að útsvar Ísafjarðarbæjar 2023 verði óbreytt 14,52%.

Varðandi tillögur fjármálastjóra vegna fasteignagjaldaálagningur árið 2023, felur bæjarráð bæjarstjóra að vinna frekar að málinu og leggja aftur fram til samþykktar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:50

4.Áskorun vegna álagningar fasteignagjalda - 2022090103

Lögð fram til kynningar sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara, dagsett 21. september 2021, þar sem lagðar eru til aðgerðir sem sveitarfélög geta gripið til, til að hindra að verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 9:15.

5.Starfshópur fiskeldissveitarfélaga um skiptinu tekna Fiskeldissjóðs - 2022090088

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 19. september 2022, vegna ályktunar frá 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, þar sem lagt var til að stofnaður yrði starfshópur fiskeldissveitarfélaga um skiptingu tekna Fiskeldissjóðs.

Óskað er skipunar Ísafjarðarbæjar í starfshópinn.
Bæjarráð skipar Gylfa Ólafsson, flutningsmann umræddrar tillögu á Fjórðungsþingi, í starfshópinn.

6.Starfshópur um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum. - 2022090090

Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 19. september 2022 vegna ályktunar frá 67. fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti, þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum.

Óskað er skipunar Ísafjarðarbæjar í starfshópinn.
Bæjarráð skipar Örnu Láru Jónsdóttur, flutningsmann umræddrar tillögu á Fjórðungsþingi, í starfshópinn.

7.Fyrirspurn vegna útboðs í snjómokstur - 2020110023

Lagt fram til kynningar erindi Aðalsteins Þorsteinssonar og Björns Inga Óskarssonar f.h. innviðaráðuneytisins, dagsett 12. september 2022, með áliti og leiðbeiningum ráðuneytisins vegna kvörtunar vegna útboðs snjómoksturs árið 2020.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. sept. 2022, með útdrætti úr áliti ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársreikningur Studio Dan 2021 - 2022090085

Lagður fram til kynningar ársreikningur Studio Dan ehf. fyrir árið 2021, en tap ársins var kr. 232.861, eignir kr. 2.321.534 og eigið fé neikvætt að fjárhæð kr. 10.599.621.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða möguleika og útfærslu á slitum félagsins, en það er í 100% eigu Ísafjarðarbæjar, en engin starfsemi hefur verið í félaginu síðan í upphafi árs 2020.

Lagt er til við stjórn félagsins að halda aðalfund hið fyrsta, þar sem skipt yrði um stjórnarmenn.

9.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands - 2022090111

Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands, samþykkt á aðalfundi félagsins þann 2.-4. september 2022, þar sem skorað er á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.

Er það einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verð tekin til góðfúslegrar skoðunar.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til afgreiðslu.

10.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri, Blábanka, en fundur var haldinn 20. september 2022.
Lagt fram til kynningar.

11.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lögð fram til kynningar þinggerð 67. fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem haldið var 8. - 10. september 2022. Jafnframt lögð fram samantekt á ályktunum sem samþykktar voru á sama þingi.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 444 - 2209016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 444. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 22. september 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 12.6 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Fræðslunefnd - 444 Þriðja og síðasta umræða um gjaldskrá tekin. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár sem heyra undir nefndina.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 234 - 2209017F

Lögð fram til kynningar fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 21. september 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
  • 13.1 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 234 Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tillögu að gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir árið 2023 og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?