Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1211. fundur 19. september 2022 kl. 08:10 - 09:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Staða leikskólamála við Skutulsfjörð 2022 - 2022040041

Á 443. fundi fræðslunefndar, dags. 15. sept. 2022, var lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 12. sept. 2022, er varðar fjölgun barna í leikskólum við Skutulsfjörð, og lagt til við nefndina að samþykka að kaupa þjónustu sérfræðings til að spá fyrir um þróun íbúa í Ísafjarðarbæ, og að sérstaklega verði horft til barna á leik- og grunnskólaaldri. Fræðslunefnd vísaði málinu til bæjarráðs til samþykktar.

Er málið nú lagt fram til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort þær upplýsingar sem þörf er á séu tiltækar hjá opinberum aðilum, sé svo ekki, samþykkir bæjarráð að kaupa þjónustu sérfræðings til að spá fyrir um þróun íbúa í Ísafjarðarbæ, og að sérstaklega verði horft til barna á leik- og grunnskólaaldri. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna fjármagn vegna þessa í núverandi áætlun.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:26.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 8. september 2022, vegna launakostnaðar Ísafjarðarbæjar fyrir janúar-ágúst 2022, en heildarlaunakostnaður Ísafjarðarbæjar er 2,5% undir fjárhagsáætlun ársins 2022.
Lagt fram til kynningar.

3.Vallargata 1, Þingeyri - Gramsverslun - 2021110022

Á 1175. fundi bæjarráðs, þann 8. nóvember 2021, var lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 4. nóvember 2021, ásamt ástandsskoðun Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 29. sept. sl. Lagt er til við bæjarráð að fasteignin verði seld eða afhent áhugasömum aðilum til uppgerðar. Bæjarráð fól bæjarstjóra að yfirfara framtíðarsýn varðandi staðsetningu hússins og framtíðarnotkun hússins í samráði við hverfisráðið íbúasamtökin Átak á Þingeyri.

Málið var tekið fyrir á nýjan leik á 1180. fundi bæjarráðs, þann 13. desember 2021, þar sem lagt var fram bréf Bjarneyjar Harðardóttur, Kjartans Ingvarssonar og Óttars Freys Gíslasonar, dagsett 3. desember 2021, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð um framtíð Gramsverslunar á Þingeyri. Bæjarráð bókaði að það fagni áformum um uppbyggingu hússins og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Er málið nú tekið fyrir að nýju og lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 16. september 2022, vegna Gramsverslunar á Þingeyri, ásamt ástandsskoðun Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. 29. september 2021, og minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs, dags. 4. nóvember 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka yfir húsnæðið að Vallargötu 1 á Þingeyri, Gramsverslun, með þeim kvöðum að húsið verði gert upp.

4.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Á 474. fundi bæjarstjórnar, þann 15. apríl 2021, var samþykkt tillaga bæjarstjóra um að samþykkja umsókn Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri um 12% stofnframlag vegna byggingar nemendagarða á Flateyri.

Lagður fram til samþykktar samningur Ísafjarðarbæjar um stofnframlag á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir til uppbyggingar 14 íbúða hjá Nemendagörðum Lýðskólans hses. á Flateyri.
Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar um stofnframlag á grundvelli laga nr. 52/2016, um almennar íbúðir, til uppbyggingar 14 íbúða hjá Nemendagörðum Lýðskólans hses. á Flateyri, að teknu tilliti til þeirra breytinga sem ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að útbúa reglur um stofnframlög Ísafjarðarbæjar og leggja fram til samþykktar.
Jóhann Birkir yfirgaf fund kl. 8:54.

5.Umsagnarbeiðni Arnarlax - Breyting á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði - 2022090080

Lagt fram erindi Jóhönnu Hrundar Einarsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13. september 2022, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna framkvæmdar Arnarlax um breytingu á afmörkun eldissvæða við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði. Umsagnarfrestur er til 12. október 2022.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Jóhann Birkir kom aftur inn á fund kl. 8:55.

6.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022 - 2022020099

Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar, sviðsstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. september 2022, þar sem fram kemur tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026, en kjörnefnd skal kynna tillögur sínar að stjórn eigi síðar en viku fyrir setningu landsþings skv. auglýstri dagskrá.
Bæjarráð gleðst yfir tilnefningu Nannýjar Örnu í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

7.Hverfisráð - fundargerðir 2022 - 2022050143

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Önundarfjarðar, en fundur var 8. september 2022.
Bæjarstjóra falið að kanna framgang verkefna sem samþykkt hafa verið á framkvæmdaáætlun 2022 vegna hverfisráða og fylgja þeim eftir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2022 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2022070092

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 6. september 2022, vegna tímabundins áfengisleyfis vegna árshátíðar Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að gera breytingar á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar, á þann hátt að fullnaðarafgreiðsla mála af þessu tagi verð færð til bæjarritara.
Fylgiskjöl:

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 192 - 2209004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 192. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 14. september 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 443 - 2209009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 443. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 15. september 2022.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123 - 2209011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 123. fundar umnhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 14. september 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 464 - 2209006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 464. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 8. september 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 464 Velferðarnefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Ísafjarðarbæjar enda rúmast áhrif breytinganna innan fjárheimilda nefndarinnar og styður við einstaklinga í tekjulægsta hópnum. Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar.

Fundi slitið - kl. 09:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?